21.10.2017 | 11:29
Að vera aflögufær ?
Vissir aðilar gera mikið af því að tala um hvað Ísland sé ríkt samfélag og aflögufært til að hjálpa öðrum. Yfirleitt eru þeir sem þannig tala í nokkuð hærri tekjuflokkum en almenningur í þessu landi og hafa líklega sínar sjálfsánægju ástæður til að tala um almennt ríkidæmi, hvað sem öðru líður.
Og það er náttúrulega í sjálfu sér gott og blessað að hjálpa öðrum, en þeir sem tala mest um að hjálpa virðast æði oft ætlast til þess að einhverjir aðrir leggi til þá hjálp !
Mörgum finnst líka greinilega mikið varið í að taka þátt í að útdeila hjálpargögnum sem fengin eru frá öðrum, vera milliliðir í vel auglýstum kærleiksverkum og ekki virðist þeim hinum sömu þykja verra að uppskera heiðurinn jafnvel prívat og persónulega !
Að minni hyggju er það hinsvegar ósiður að koma egóinu á framfæri í gegnum uppmáluð gæskuverk, að eigna sér annarra verk og framlög, en því miður þekki ég til einstaklinga sem hafa jafnan töluverða tilburði í slíka átt og telja sig auðvitað fyrir vikið samfélagsvænni en flesta aðra. Oftast er þá verið að gefa úr annarra vösum, ekki síst fé fólksins almennings í þessu landi. Í slíku framferði er falsið öllu ofar !
Nú er það svo, að til þess að hjálpa þurfa menn í raun og veru að vera aflögufærir. Sama gildir líka í þeim efnum um fyrirtæki, sveitarfélög og ríkið sjálft. Nýlega var tekist á um það í umræðu dagsins hversu há sú upphæð væri sem varið væri af ríkisins hálfu í þágu flóttamanna og hælisleitenda og virðist sem þar skeiki nokkuð miklu eftir því hver talar !
Þeir sem hafa þá skoðun að þessi umdeildi útgjaldaliður samfélagsins sé of hár eða jafnvel allt of hár, tala kannski um að 5 til 6 milljarðar fari í þetta, en þeir sem vilja öllum hjálpa og yfirleitt úr annarra pyngjum, tala um 2 milljarða og þykir það ekki mikið. Nú er það svo að kjarni málsins í þessu hlýtur að snúast nokkuð um það hvort við séum aflögufær til að hleypa hér inn útlendingum í hundraða eða þúsundatali, sem allir segjast reyndar vera að flýja stríð, líflátshótanir og hungurdauða !
Menn segjast jafnvel vera að flýja stríð þó enginn viti til þess að stríð sé í heimalöndum þeirra. Margt af þessu fólki kann ýmsar kúnstir. Það sendir börnin t.d. oft á undan því flestir eru viðkvæmir fyrir börnum og frekar er gefið eftir þar sem þau eiga í hlut. Þau eiga síðan að opna dyrnar fyrir stórfjölskyldunni sem á svo að koma á eftir kannski 20 -30 manns. Við megum auðvitað ekki vera svo vond að valda fjölskyldulegum aðskilnaði !
En hvernig eru þjóðfélagsaðstæður okkar, hversu vel erum við aflögufær ? Við getum varpað fram nokkrum spurningum : Eru almennir launþegar í landinu vel staddir með sín kjör, er heilbrigðiskerfið að þjóna þjóðinni ásættanlega, eru til dæmis jafn margir hjúkrunarfræðingar við störf eins og þörfin krefur, er vegakerfið okkar í góðu lagi, eru aldraðir og öryrkjar sáttir við sitt, er fyrirgreiðsla húsnæðismála góð hér o.s.frv o.s.frv ..!!!
Öll vitum við líklega að þarna vantar mikið á. Það vantar á að hér sé almenn velferð ! Varðandi launakjör almennings í landinu myndi manneskja með hefðbundinn samfylkingar-hugsunarhátt líklega svara aðspurð: ,, Við höfum það fínt á Íslandi miðað við fólk í Sómalíu og víðar " en er það sú viðmiðun sem við viljum að gildi ?
Og hið ofur hjálpfúsa fólk myndi segja hvert fyrir sig : ,, Þó að heilbrigðiskerfið hjá okkur sé á hliðinni í augnablikinu þá verðum við sameiginlega ( ekki ÉG samt ! ) að hjálpa aumingja flóttafólkinu !
Og í framhaldi væri líklega sagt af slíkum aðilum, að það væri nú sosum alltaf verið að gera eitthvað í vegakerfinu, aldraðir og öryrkjar væru svo sem aldrei ánægðir og ungt fólk gæti hugsanlega eignast eigin íbúð með tíð og tíma !
En eftir situr að þetta fólk sér ekkert að því að fleygja 2 milljörðum í útlendinga sem hingað koma, þó við séum í raun ekki aflögufær með það og sumir landar okkar verði að búa í tjaldi og hafi enganveginn mannsæmandi aðstæður til að lifa. Sumir hafa bersýnilega þá undarlegu afstöðu til málanna að vilja miklu heldur hjálpa útlendingum en eigin landsmönnum. Hvernig skyldi standa á því ?
Allir, ekki síst fólk á landsbyggðinni, þekkja líka hið stöðuga betl sem kemur í gegnum símann frá höfuðborginni um stuðning við allra handa líknarmál. Það er hringt og hringt og hringt allan ársins hring. Viltu styrkja o.s.frv. o.s.frv !
Og sá sem ekki telur sig aflögufæran og er það ekki og segir nei, hefur það á tilfinningunni eftir slíkt símtal að sá sem hringdi telji hann vondan og hjartalausan mann !
En af hverju er þetta stöðuga betl ? Er það vitnisburður um að allt sé í lagi hér, er það eitthvað sem segir okkur að allir hafi úr nógu að spila hér, er það staðfesting á því að við getum kastað 2 til 6 milljörðum árlega í aðkomufólk sem hingað kemur og vill njóta góðs af erfiði okkar ? Ekki get ég séð að því sé hægt með góðri samvisku að svara játandi !
Hver er annars náungi okkar ? Er það Jón í næsta húsi, Pétur í Grímsey eða einhver hinum megin á hnettinum - eða kannski Marsbúi eða risaeðla á kvikmyndatjaldinu ? Getum við með góðri samvisku gleymt þjóðlegum nærskyldum okkar vegna einhverrar hnattrænnar fjarskyldu sem er í raun óskilgreind og enginn getur útfært með eðlilegum skynsemisrökum ?
Hvaða framboð skyldu annars helst vilja setja þjóðlegar nærskyldur okkar í forgang ?
Við Íslendingar getum sjálfsagt tekið heilshugar undir það að heimurinn sé ekki eins og hann ætti að vera. En við berum sáralitla ábyrgð á því og erum yfirleitt aldrei spurð um okkar afstöðu til heimsmálanna. Við erum með minnstu peðunum í heimstaflinu og afleikirnir mörgu og stóru þar eru sannarlega ekki okkar verk !
Við þurfum að laga margt hér heimafyrir og ættum síst af öllu að ætla okkur það verkefni - í uppskrúfaðri samfylkingar-hnattrænni-heilasuðu - að bjarga heiminum !
Við gerum best í því að vera ekki að leika okkur stærri en við erum og reyna heldur að halda sjó í heimapollinum okkar og bæta okkar samfélag hvert með öðru !
Ég tel að frumskylda okkar Íslendinga sé að hlynna að okkar eigin fólki !
Að vera aflögufær ?
Vissir aðilar gera mikið af því að tala um hvað Ísland sé ríkt samfélag og aflögufært til að hjálpa öðrum. Yfirleitt eru þeir sem þannig tala í nokkuð hærri tekjuflokkum en almenningur í þessu landi og hafa líklega sínar sjálfsánægju ástæður til að tala um almennt ríkidæmi, hvað sem öðru líður. Og það er náttúrulega í sjálfu sér gott og blessað að hjálpa öðrum, en þeir sem tala mest um að hjálpa virðast æði oft ætlast til þess að einhverjir aðrir leggi til þá hjálp !
Mörgum finnst líka greinilega mikið varið í að taka þátt í að útdeila hjálpargögnum sem fengin eru frá öðrum, vera milliliðir í vel auglýstum kærleiksverkum og ekki virðist þeim hinum sömu þykja verra að uppskera heiðurinn jafnvel prívat og persónulega !
Að minni hyggju er það hinsvegar ósiður að koma egóinu á framfæri í gegnum uppmáluð gæskuverk, að eigna sér annarra verk og framlög, en því miður þekki ég til einstaklinga sem hafa jafnan töluverða tilburði í slíka átt og telja sig auðvitað fyrir vikið samfélagsvænni en flesta aðra. Oftast er þá verið að gefa úr annarra vösum, ekki síst fé fólksins almennings í þessu landi. Í slíku framferði er falsið öllu ofar !
Nú er það svo, að til þess að hjálpa þurfa menn í raun og veru að vera aflögufærir. Sama gildir líka í þeim efnum um fyrirtæki, sveitarfélög og ríkið sjálft. Nýlega var tekist á um það í umræðu dagsins hversu há sú upphæð væri sem varið væri af ríkisins hálfu í þágu flóttamanna og hælisleitenda og virðist sem þar skeiki nokkuð miklu eftir því hver talar !
Þeir sem hafa þá skoðun að þessi umdeildi útgjaldaliður samfélagsins sé of hár eða jafnvel allt of hár, tala kannski um að 5 til 6 milljarðar fari í þetta, en þeir sem vilja öllum hjálpa og yfirleitt úr annarra pyngjum, tala um 2 milljarða og þykir það ekki mikið. Nú er það svo að kjarni málsins í þessu hlýtur að snúast nokkuð um það hvort við séum aflögufær til að hleypa hér inn útlendingum í hundraða eða þúsundatali, sem allir segjast reyndar vera að flýja stríð, líflátshótanir og hungurdauða !
Menn segjast jafnvel vera að flýja stríð þó enginn viti til þess að stríð sé í heimalöndum þeirra. Margt af þessu fólki kann ýmsar kúnstir. Það sendir börnin t.d. oft á undan því flestir eru viðkvæmir fyrir börnum og frekar er gefið eftir þar sem þau eiga í hlut. Þau eiga síðan að opna dyrnar fyrir stórfjölskyldunni sem á svo að koma á eftir kannski 20 -30 manns. Við megum auðvitað ekki vera svo vond að valda fjölskyldulegum aðskilnaði !
En hvernig eru þjóðfélagsaðstæður okkar, hversu vel erum við aflögufær ? Við getum varpað fram nokkrum spurningum : Eru almennir launþegar í landinu vel staddir með sín kjör, er heilbrigðiskerfið að þjóna þjóðinni ásættanlega, eru til dæmis jafn margir hjúkrunarfræðingar við störf eins og þörfin krefur, er vegakerfið okkar í góðu lagi, eru aldraðir og öryrkjar sáttir við sitt, er fyrirgreiðsla húsnæðismála góð hér o.s.frv o.s.frv ..!!!
Öll vitum við líklega að þarna vantar mikið á. Það vantar á að hér sé almenn velferð !Varðandi launakjör almenns starfsfólks í landinu myndi manneskja með hefðbundinn samfylkingar-hugsunarhátt líklega svara aðspurð: ,, Við höfum það fínt á Íslandi miðað við fólk í Sómalíu og víðar !
Og hið ofur hjálpfúsa fólk myndi segja hvert fyrir sig : ,, Þó að heilbrigðiskerfið hjá okkur sé á hliðinni í augnablikinu þá verðum við sameiginlega ( ekki ÉG samt ! ) að hjálpa aumingja flóttafólkinu !
Og í framhaldi væri líklega sagt af slíkum aðilum, að það væri nú sosum alltaf verið að gera eitthvað í vegakerfinu, aldraðir og öryrkjar væru svo sem aldrei ánægðir og ungt fólk gæti hugsanlega eignast eigin íbúð með tíð og tíma !
En eftir situr að þetta fólk sér ekkert að því að fleygja 2 milljörðum í útlendinga sem hingað koma, þó við séum í raun ekki aflögufær með það og sumir landar okkar verði að búa í tjaldi og hafi enganveginn mannsæmandi aðstæður til að lifa. Sumir hafa bersýnilega þá undarlegu afstöðu til málanna að vilja miklu heldur hjálpa útlendingum en eigin landsmönnum. Hvernig skyldi standa á því ?
Allir, ekki síst fólk á landsbyggðinni, þekkja líka hið stöðuga betl sem kemur í gegnum símann frá höfuðborginni um stuðning við allra handa líknarmál. Það er hringt og hringt og hringt allan ársins hring. Viltu styrkja o.s.frv. o.s.frv !
Og sá sem ekki telur sig aflögufæran og er það ekki og segir nei, hefur það á tilfinningunni eftir slíkt símtal að sá sem hringdi telji hann vondan og hjartalausan mann !
En af hverju er þetta stöðuga betl ? Er það vitnisburður um að allt sé í lagi hér, er það eitthvað sem segir okkur að allir hafi úr nógu að spila hér, er það staðfesting á því að við getum kastað 2 til 6 milljörðum árlega í aðkomufólk sem hingað kemur og vill njóta góðs af erfiði okkar ? Ekki get ég séð að því sé hægt að svara játandi !
Hver er annars náungi okkar ? Er það Jón í næsta húsi, Pétur í Grímsey eða einhver hinum megin á hnettinum - eða kannski Marsbúi eða risaeðla á kvikmyndatjaldinu ? Getum við með góðri samvisku gleymt þjóðlegum nærskyldum okkar vegna einhverrar hnattrænnar fjarskyldu sem er í raun óskilgreind og enginn getur útfært með eðlilegum skynsemisrökum ?
Hvaða framboð skyldu annars helst vilja setja þjóðlegar nærskyldur okkar í forgang ?
Við Íslendingar getum sjálfsagt tekið heilshugar undir það að heimurinn sé ekki eins og hann ætti að vera. En við berum sáralitla ábyrgð á því og erum yfirleitt aldrei spurð um okkar afstöðu til heimsmálanna. Við erum með minnstu peðunum í heimstaflinu og afleikirnir mörgu og stóru þar eru sannarlega ekki okkar verk !
Við þurfum að laga margt hér heimafyrir og ættum síst af öllu að ætla okkur það verkefni - í uppskrúfaðri samfylkingar-hnattrænni-heilasuðu - að bjarga heiminum !
Við gerum best í því að vera ekki að leika okkur stærri en við erum og reyna heldur að halda sjó í heimapollinum okkar og bæta okkar samfélag hvert með öðru !
Ég tel að frumskylda okkar Íslendinga sé að hlynna að okkar eigin fólki !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:33 | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 142
- Sl. sólarhring: 188
- Sl. viku: 711
- Frá upphafi: 365609
Annað
- Innlit í dag: 137
- Innlit sl. viku: 622
- Gestir í dag: 137
- IP-tölur í dag: 135
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)