Leita í fréttum mbl.is

Hvađ skyldu íslenskir kjósendur vilja ?

 

Ţađ er von ađ ţannig sé spurt og margir telja raunar ađ Íslendingar viti ekkert hvađ ţeir vilji. Ţađ sé allt á fljótandi gengi í heilastarfsemi ţeirra og hafi lengi veriđ !

Og sumir gćtu ţessvegna sagt sem svo:

 

Stefnir flest í óláns átt

eftir röngu pípi.

Uppmálast á ýmsan hátt

allra flokka skrípi !

 

Samkvćmt skođanakönnunum vilja kjósendur ekki sjá Bjarta framtíđ, ađ minnsta kosti ekki ţessa ímynd hennar sem gengur um í gulum jakka og virđist vilja gera kjörtímabiliđ ađ einum fjórđa ţess sem ţađ hefur veriđ :

 

Óttars framtíđ ekki er björt,

allt á vegi ţröngum.

Og Björt er víst ađ verđa svört,

valt er gengiđ löngum !

 

Vilja kjósendur Viđreisn undir nýjum formanni ? Hvađ hefur nýi formađurinn til brunns ađ bera ? Af hverju er gömul fyrirhruns-stjarna sett á oddinn hjá ţessum afleggjara af íhaldinu og hver er bođskapurinn eiginlega ?

 

Viđreisn sína tungu teygir,

talar nokkuđ sitt á hvađ.

Margt er skrítiđ sem hún segir,

sennilega vanhugsađ !

 

Formađur íhaldsins virtist um tíma vera orđinn svo mikill vandamálamađur í umrćđu dagsins ađ ţađ vćri kannski ađ verđa nokkur spurning vegna flokkshagsmunanna hvort hann vćri heppilegur í starfiđ ? En Engeyjargođinn stendur áhlaupin af sér, enda fulltrúi ţeirra afla sem mest hafa áhrifin í kerfinu og víđar. Ţó má kannski kveđa:

 

Margt ađ venju mćđir Bjarna,

málin sýnast hvergi ljós.

Virđast liggja um vegi farna

vafningar úr spiladós ?

 

Skattahrćđslupólitík íhaldsins međ auglýsingum og viđvörunum er nánast ađ verđa hlćgileg í augum margra. Um ţá hluti og flokkinn mćtti ţví frá sjónarmiđi almennings segja:

 

Sjálfstćđisflokkurinn ógeđ er,

athugiđ hvađ hann segir.

Enga skatta á auđmenn hér,

ţeir eru svo nauđsynlegir !

 

Sigmundur sjónum hryggi er ekki af baki dottinn. Alltaf má fá annađ skip og annađ föruneyti var eitt sinn sungiđ og kannski hentađi ţađ lag Sigmundi og ferli hans prýđilega og gćti orđiđ flokks-stef Miđflokksins:

 

Sigmundur sćtabrauđsdrengur

situr á miđjunni,

feitur og fylgir ei lengur

Framsóknar gyđjunni !

 

Kannski er hann kominn ađ landi,

kannski á betri stađ,

til ţess ađ bregđa brandi

berjast – og meika ţađ !

 

Og ţegar litiđ er á Samfylkinguna virđist brottflúiđ liđ vera ađ skila sér aftur á heimaslóđir eftir fráhvarfiđ í fyrra :

 

Allt frá núlli er upp á viđ,

óđum hressist krataliđ.

Samfylkingar Loga land

lítur von um betra stand !

 

Framsókn hefur búiđ viđ miklar hrellingar um skeiđ og kannski er hún bara komin á tíma – aldurs vegna :

 

Framsókn glatar stöđugt styrk,

stefnan sýnist ekki virk.

Hefur ţar ei hreina mynd

hundrađ ára beinagrind !

 

Og Vinstri grćn – hvađ á ađ segja um flokkinn sem íhaldiđ óttast mest, kannski bara ţetta:

 

Međ sín skógargrćnu gen,

glettilega hress og pen,

kastar skugga á karlatrén

Kata litla Thoroddsen !

 

En hvađ vilja kjósendur – ţađ er máliđ ? Inga Sćland og hennar liđ virđist hafa misst dampinn, Alţýđufylkingin er rödd hrópandans í eyđimörkinni, Dögun er komin ađ kveldi, en hvađ skyldi svo koma upp úr kössunum ?

 

Munu hinir óákveđnu breyta ćtluđum niđurstöđum einhverju sérstöku frambođi til happs ?

 

Eđa verđur niđurstađa kosninganna ávísun á langvinna stjórnarkreppu og síđan vandrćđastjórn sem verđur bara sprengjuhćtt bland í poka ?

 

Vonandi kemur eitthvađ bitastćtt út úr ţessu ţví ţađ kostar ađ kjósa – ekki síst árlega !


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 126
  • Sl. viku: 1179
  • Frá upphafi: 316778

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 883
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband