20.11.2017 | 17:39
Hvers virði erum við ?
Meðal Vinstri grænna hefur á undanförnum árum virtst einna helst vera skilningur á því að um suma hluti gildi ekki málamiðlun, að sumt verði ekki sett á markað !
En sá andi virðist orðinn hræðilega fyrirferðarmikill í nútímasamfélagi að það megi versla með allt. Spurningin sé bara :,, Hvað fæ ég í minn hlut ?´´
Þetta kom mjög skýrt fram í allri umræðunni um aðildina að Evrópusambandinu. Þó það væri margbúið að sýna fram á að við glötuðum umráðum yfir auðlindum okkar við aðild og jafnvel háttsettir menn hjá sambandinu hefðu staðfest að ekki myndu fást undanþágur í þeim efnum, héldu þeir sem vildu koma okkur inn í sambandið stöðugt áfram að tala um að við þyrftum að fá að vita hvað okkur stæði til boða ?
Og fyrir hvað ? Fyrir að afsala okkur fullveldi okkar og sjálfstæði, fyrir að versla með það sem ekki ber að versla með. Og fjöldi manns endurómaði þessa siðleysu, sem fól það í sér að við gætum svo sem selt okkur, ef við fengjum nógu gott tilboð !
En hvaða sældarlífi lifir sá sem hefur selt frá sér frelsi sitt og sjálfstæði ? Hversu lengi heldur hann að hann geti lifað á Júdasargreiðslunni eftir að hann hefur misst ráðin yfir eigin lífi og afkomu ? Sú greiðsla verður fljótt endurheimt af blóðsugunni !
Nei, við skulum ekki telja okkur trú um það að það sé hægt að versla með allt og ætla sér að vera maður áfram. Sá sem slíkt gerir er á leiðinni að verða skriðdýr !
En nú virðist sem ráðandi öfl í þingflokki Vinstri grænna hafi uppgötvað einhverja hjáleið eða hliðar rás í þessum efnum, að það megi versla með allt, ef það sé bara farin önnur leið. Þetta minnir dálítið á ýmislegt sem Framsóknarflokkurinn hefur lagt fram af sinni hálfu í gegnum tíðina. Það er þessi uppblásna áróðurslausn sem á að felast í því að fara ,,hina leiðina !
En slíkt er bara blekkingarleikur. Vakið villuferli í gegnum loforð og lýðskrum er að verða æ stærri þáttur í stjórnmálum samtímans. Hin leiðin er í flestum tilfellum ekki til sem raunhæfur valkostur, en ef hún er til felur hún ekki í sér neina töfralausn á vandamálunum, vísar aðeins á sömu villusporin, en er höfð í skrautlegum umbúðum sem ætlaðar eru til að láta fólk gína við innihaldi sem engu skilar til góðs !
Sem fyrr segir hefur Framsókn, sem útfarinn hentistefnuflokkur, oft verið með þetta tal um ,,hina leiðina og flestir eru orðnir því vanir og vita hvað hangir á spýtunni, en það er alvarlegra mál þegar VG fer að brydda upp á slíkum málatilbúnaði, flokkur sem ekki hefur verið hentistefnuflokkur og hefur viljað byggja sitt á hugsjónalegum grunni félagshyggju og almenningsvænna sjónarmiða !
Málamiðlun með slík grunngildi felur ekki í sér neitt nema svik við hugsjónaleg stefnumið !
Það gengur ekki að leita tilboða varðandi forræði yfir okkar samfélagi, að vilja fá að vita hvers virði við séum, að láta bjóða í okkur, svo við getum metið hvort við græðum á því að selja okkur eða ekki ? Slíkt er ekkert nema ósiðlegt og falskt athæfi því við getum aldrei, undir nokkrum kringumstæðum, grætt á slíku !
Hvort sem við tölum um að selja fullveldi Íslands og sjálfstæði í hendur Evrópusambandsins eða leggja sjálfstæð mannréttindi einstaklinga með einum eða öðrum hætti í hendur annarra, er um rangan gjörning að ræða sem aldrei getur orðið réttur !
Og þegar forustuöfl VG virðast ætla að selja sig í hendur íhaldsöflum þessa lands og þykjast ætla að fara einhverja aðra leið í því, hyggjast njóta valda undir þeirra náð og miskunn, er það sömuleiðis rangt og getur aldrei orðið rétt !
Það er ekki hægt að versla með mannlega reisn, annaðhvort standa menn á eigin fótum eða þeir gera sig að skriðdýrum. Því miður virðist sem mestur hluti þingflokks VG hafi valið líklega í einhverjum draumórum um ,,hina leiðina - seinni kostinn !
En leiði VG alræmda spillingarkónga til valda í þessu landi, þá verður að segjast að frjálshyggjan sé farin að leggjast með sýkingarkrafti sínum á þá sem hefðu átt að vera ónæmir fyrir henni !
Afleiðingar slíks gjörnings munu fyrr en varir sýna þessu heillum horfna þingflokksliði hversu lítils virði það kemur til með að verða í augum þeirra sem allt í einu eru komnir í þá langþráðu óskastöðu að geta ráðskast með það að vild, með því að taka það í gíslingu óheilbrigðs stjórnarsamstarfs !
Eru Vinstri grænir orðnir Vinstri glópar ?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 53
- Sl. sólarhring: 102
- Sl. viku: 622
- Frá upphafi: 365520
Annað
- Innlit í dag: 49
- Innlit sl. viku: 534
- Gestir í dag: 49
- IP-tölur í dag: 48
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)