Leita í fréttum mbl.is

Skrípal – eikur !

 

Alltaf er leiđinlegt ađ verđa vitni ađ ţví ađ sorglegum atburđi sé snúiđ upp í farsakenndan pólitískan hagsmuna-ágreining. Sú virđist raunin hafa orđiđ međ tilrćđiđ sem einhver virđist hafa sýnt rússneskum feđginum í Bretlandi í byrjun marsmánađar !

 

Einhverntíma var ţađ meginatriđi í lagagerđ, ekki síst á Vesturlöndum, ađ enginn vćri sekur nema sekt hans vćri sönnuđ. Í pólitík virđist hinsvegar ekki ţörf á miklum sönnunum í slíkum tilfellum enda tilgangurinn löngum látinn helga međaliđ. Ţađ er hinsvegar alltaf afturför ţegar níđst er á góđum gildum vegna einhverra hagsmuna sem taka ekkert miđ af réttarfarslegum meginreglum !

 

Dagar breska heimsveldisins eru ekki lengur ţađ sem ţeir voru. Allir skilja og viđurkenna ţá stađreynd nema bresk stjórnvöld. Ţau halda enn ađ ţau hafi ţađ áhrifavald sem ţau höfđu á Viktoríutímanum. Svo langt virđast ţau á eftir í allri hugsun. En ţađ er löngu liđin tíđ ađ Bretar geti vađiđ yfir allt og allt. Heimsmálin eru í allt öđrum farvegi nú og Bretar leika ţar ekki neitt sérstakt ađalhlutverk lengur. Ţeir eru fyrir löngu orđnir tiltölulega ómerkilegt viđhengi viđ Bandaríkin !

 

Vandrćđagangur Breta međ Brexit virđist vera ađ leiđa ţá í einhver undarleg aukaverkefni, ef til vill til ađ draga athyglina frá ţví sem virđist vera óleysanlegt mál fyrir ţá. En tilraunir ţeirra til ađ gera sig gildandi á gamla vísu eru dćmdar til ađ mistakast jafnvel ţó einhverjir kunni ađ ana á eftir ţeim út í ófćruna !

 

Breska stjórnkerfiđ hefur löngum ţótt stirđbusalegt, vélrćnt og gamaldags og formúlur ţess eru oft meira og minna úr takt viđ veruleikann. Ţetta er sama kerfiđ og taldi sjálfsagt ađ setja hryđjuverkalög á okkur Íslendinga, sem seint mun gleymast !

 

Bretar verđa einfaldlega ađ gera sér grein fyrir ţví ađ Ţjóđverjar eru nú í ţeirri valdastöđu sem ţeir höfđu fyrr í Vestur Evrópu, og ekki hygg ég ađ Theresa May dragi Angelu Merkel langt út í eitthvađ sem erfitt er ađ sjá fyrir endann á !

 

Hagsmunir Ţjóđverja liggja mikiđ í góđum samskiptum viđ Rússa og ţessar ţjóđir hafa reynt ţolrifin í hvor annarri međ ţeim hćtti ađ líklega vill hvorug ţeirra endurtaka ţann leik eđa auka mikiđ viđsjár sín á milli !

 

Augljóst er ţó ađ Theresa May er međ einhverja Thatcher stćla eins og Trump er sýnilega međ uppskrúfađa Reagan stćla. En jafn augljóst er - ađ ţó fyrirmyndirnar hafi ekki veriđ merkilegar, eru eftirlíkingarnar verri !

 

Öll međferđ breskra stjórnvalda, - á ţessu tilrćđismáli gegn rússnesku feđginunum, - er eindćma klaufaleg og byggist ađ ţví er virđist fyrst og fremst á getgátum og yfirmáta löngun til ađ koma sök á ćskilegan ađila !

 

Ţađ virđist hinsvegar liggja fyrir ađ einhver hefur viljađ Sergej Skrípal feigan og hafi rússnesk stjórnvöld stađiđ ađ baki umrćddu tilrćđi verđur ađ segjast ađ ekki er verkhćfnin mikil. Margir á Vesturlöndum hafa lengi taliđ rússneskar stofnanir og yfirvöld flestum fremri í öllu sem tengist illum verkum, en ef umrćtt tilrćđi er ţeirra verk, er ţađ sannarlega vitnisburđur um mjög klaufaleg vinnubrögđ !

 

Einhver hefđi nú einhverntíma bent á ađ notkun ţessa rússneska eiturefnis sem notađ var, vćri líklegra til ađ ţjóna ţví hlutverki ađ klína hlutunum á Rússa frekar en hitt. Hver ađili međ einhverja glóru myndi forđast ađ viđhafa svo augljósa tengingu ef hann hygđist fremja glćp. Ţađ er eins og ađ skilja eigandamerktan hníf eftir í sári !

 

Nei, ţađ er eitthvađ í meira lagi hárugt og lođiđ viđ međferđ ţessa máls og enn sem fyrr vekur ţađ - eins og ýmislegt annađ - upp efasemdir um gáfnafar ţeirra sem veljast til valda og hćfni ţeirra til rökréttra ályktana !

 

Annars skiptir ţađ sjálfsagt ekki miklu máli hvernig ríki heims koma fram hvert viđ annađ, jafnvel ţó ábyrgđarleysi og ögranir séu ţar meira áberandi en flest annađ. Afleiđingin getur aldrei orđiđ verri en ţriđja heimsstyrjöldin !

 

Slík styrjöld myndi náttúrulega eyđileggja heiminn, en erum viđ ekki ađ eyđileggja hann hvort sem er međ ţví virđingarleysi sem viđ sýnum umhverfi okkar, náttúrunni og öllum ţeim gildum sem hafa gert okkur fćrt ađ lifa á ţessum hnetti hingađ til ?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 91
  • Sl. sólarhring: 138
  • Sl. viku: 660
  • Frá upphafi: 365558

Annađ

  • Innlit í dag: 87
  • Innlit sl. viku: 572
  • Gestir í dag: 87
  • IP-tölur í dag: 85

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband