Leita í fréttum mbl.is

Ţegar gildin glatast !

 

Á tuttugustu öldinni sannađist allt sem William Booth leiđtogi Hjálprćđishersins hafđi spáđ fyrir um ţađ tímaskeiđ. Viđ fengum ađ reyna trú án Heilags Anda, kristindóm án Krists, fyrirgefningu án iđrunar, hjálprćđi án endurfćđingar, stjórnmál án Guđs og himin án helvítis !

 

Hvađ ţýđir ţađ ? Ţađ ţýđir glötun leiđandi gilda. Trú án Heilags Anda er ekki neitt, kristindómur án Krists er ekkert, fyrirgefning án iđrunar er einskis virđi, hjálprćđi án endurfćđingar er marklaust, stjórnmál án Guđs eru siđlaus og himinn án helvítis er óraunhćft viđmiđ sem blindar menn fyrir ógn hins illa !

 

Allt ţetta sýndi sig í margfaldađri mynd á tuttugustu öldinni. Siđferđileg gildi voru markvisst dregin niđur í nafni frjálsrćđis og öfugrar upplýsingar og mađurinn hrokađi sig upp í virđingarleysinu gagnvart Almćttinu. Afleiđingarnar létu ekki á sér standa !

 

Tvćr heimsstyrjaldir eyđilögđu meiri mannauđ en nokkurntíma verđur hćgt ađ greina ađ gildi og hefđu átt ađ sýna öllu mannkyni ađ til vćri helvíti. Fjölmargir leiđtogar komu fram sem voru sannkallađir djöflar í mannsmynd, siđlausir međ öllu. Viđbjóđslegir verknađir áttu sér stađ um heim allan út öldina og hrćđilegustu níđingsverkin voru ađ kasta kjarnorkusprengjum á borgir, fullar af lifandi fólki !

 

Hver sem ver slík hermdarverk bćgir mennskunni úr eigin brjósti. Tuttugasta öldin er svartur tími í sögu mannkynsins, einkum vegna ţess sem William Booth sagđi fyrir um ađ verđa mundi. Allir hugsanlegir glćpir geta átt sér stađ ţegar allar vörđur hafa veriđ fjarlćgđar af lífsveginum. Ţá dansa allir djöflar í Vítiskćti sinni og ţađ sem aldrei fyrr !

 

Ţađ eru til góđir stađir og ţađ eru til vondir stađir. Höfuđsetur hins góđa hefur veriđ skilgreint sem himnaríki og höfuđsetur hins vonda sem helvíti. Hvađ er ađ ţeirri skilgreiningu ? Illir menn hafa skapađ öđrum helvíti á jörđu, hvađan hefur sú illska komiđ sem falist hefur ţar ađ baki ? Er hún ekki andlega talađ leidd á legg frá ţví helvíti sem er í raun andstćđa alls sem á himneskan ţráđ í lífsrót sinni ?

 

21. öldin er skilgetiđ afkvćmi 20. aldarinnar. Hún er ekkert nýtt upphaf. Hún hefur fengiđ í veganesti frá fyrri öld yfirgengilega stóran skammt af viđbjóđi. Fólk fagnađi um allan heim viđ aldamótin ţví sem ţađ hélt vera einhver kaflaskil til betra lífs, en ţađ voru engin kaflaskil – ađeins áframhaldandi viđbjóđur !

 

Áđur en fyrsta ár hinnar nýju aldar var liđiđ hafđi meiriháttar hermdarverk veriđ framiđ ţar sem ţúsundir létu lífiđ. Venjulegt fólk í sinni daglegu önn. Og enn er myrt og eyđilagt sem fyrr í anda tuttugustu aldarinnar. Arfleifđin ţađan er ill og iđrunarlaus !

 

Viđ höfum tapađ mörgu af ţví á tiltölulega skömmum tíma sem varđveitti í okkur mennskuna, margar athafnir okkar í dag eru orđnar dýrslegar og samt segir enginn neitt. Siđferđilegar samfélagsstođir hafa falliđ og ţađ er taliđ – jafnvel í opinberri umrćđu – ávinningur fyrir frelsiđ. Slík er afvegaleiđslan í upplýsingu nútímans !

 

Gildin glatast, samfélagsbyggingarnar hrynja, grćđgi einstaklingsins veđur yfir félagshyggju og samhjálp. Peningaguđinn glottir kalt úr hásćti ţví sem auđvald eigingirninnar hefur búiđ honum – á heimsvísu. Ţeir sem fullyrđa ađ ekki sé til neitt helvíti eru í óhaminni grćđgi sinni dags daglega ađ vinna ađ ţví ađ komandi tímar verđi ađ helvíti fyrir ţá sem á eftir koma, ţví siđvillt nútíđ er ófćr um ađ byggja undir bjarta framtíđ !

 

William Booth bar sannleikanum vitni í spá sinni fyrir 20. öldinni ! Ţađ hefur allt komiđ fram og sannast sem hann sagđi ţar. En áfram eru samt hin gömlu og góđu gildi brotin niđur. Ábyrgđarleysi ćđstu valdamanna eykst jafnt og ţétt. Ţeir virđast flestir komnir í tilvistarlausan tölvuleik međ fjöregg mannkynsins. Áfram er stöđugt stefnt niđur á viđ - í siđlausum gír !

 

Er eitthvađ sem bendir til ađ átt geti sér stađ afturhvarf til bćttari heims og betri siđa ? Ekki fć ég séđ ţađ. Hćttur ţćr sem ógna mannkyninu í dag hafa aukist mikiđ á síđustu árum og eldsmaturinn í málum er orđinn slíkur ađ heimur í báli getur ţessvegna orđiđ eina uppskera morgundagsins !

 

Er ţađ gildisleysi gjöreyđingarinnar sem á ađ bíđa okkar allra – innan skamms ?

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Des. 2024
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 206
  • Sl. sólarhring: 375
  • Sl. viku: 1062
  • Frá upphafi: 358533

Annađ

  • Innlit í dag: 201
  • Innlit sl. viku: 911
  • Gestir í dag: 199
  • IP-tölur í dag: 199

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband