Leita í fréttum mbl.is

Bandaríski páfinn ?

 

Á öldum áđur var margur kóngurinn sleiktur enda á milli af allra stétta undirsátum og lítilmennska fjölda manna sýndi sig ţar međ ótrúlega lágkúrulegum hćtti.

Menn skriđu fyrir konungsvaldinu um alla Evrópu og er sú saga eiginlega frekar hluti af sögu dýraríkisins en mannkynssögu svo lágt var ţar löngum lagst !

 

En ţó skriđiđ vćri fyrir konungum var ţađ ţó ekkert miđađ viđ skriđdýrsháttinn sem sýndur var gagnvart manninum í Róm sem ţóttist og ţykist enn vera stađgengill Guđs á jörđinni, Vicarius Filii Dei svonefndur, međ tölugildiđ 666. Ţar var átrúnađur á manni til stađar sem byggđist frá upphafi á einhverjum tilfinninga-tilbúningi, blönduđum harđsođinni pólitík, sem var óralangt frá allri eđlilegri dómgreind og á sér engan stađ í Ritningunni !

 

Og eins og flestir vita, sem eitthvađ hafa kynnt sér sögu páfadómsins, voru páfarnir margir hverjir engin sérstök guđsbörn. Haft er fyrir satt ađ yfir tuttugu páfar hafi veriđ myrtir og pólitíkin í páfagarđi ţótti löngum miskunnarlausari en flest annađ. Framferđi Alexanders VI. Borgia var til dćmis algerlega óbođlegt en ţađ breytti engu um stöđu hans á páfastóli. Hann var Hans Heilagleiki fyrir ţví !

 

Páfinn er samkvćmt uppskrúfuđum innanbúđar heimildum biskup Rómar, stađgengill Jesú Krists, eftirmađur höfđingja postulanna, ćđstiprestur hinnar almennu kirkju, patríarki vestursins, yfirbiskup á Ítalíu, erkibiskup og borgarbiskup yfir rómverska biskupsdćminu, ţjóđhöfđingi yfir Vatikan-borgríkinu – dýrđlega ríkjandi, ađ sjálfsögđu……….!

 

En páfadómurinn er í raun ţverstćđufyllsta embćtti í veröldinni ; á víst ađ vera ţađ altćkasta en er um leiđ ţađ takmarkađasta, er ţađ auđugasta hvađ skattgjöld varđar, en fátćkast ađ persónulegu endurgjaldi. Stofnandi ţessa embćttis er sagđur hafa veriđ trésmiđur frá Galíleu sem hvergi átti höfđi sínu ađ halla, en ţetta embćtti er umkringt meiri viđhöfn og íburđi en sćmir í hungruđum heimi. Ţar er allt byggt á mannasetningum en ekkert umbođ til frá Guđs hendi og hefur aldrei veriđ !

 

Á Vesturlöndum fóru menn eitthvađ ađ vitkast međ aukinni upplýsingaröld og kóngarnir fóru ađ falla eđa voru spyrtir í fölskum viđtengingarhćtti viđ ţjóđţingin sem einhverskonar fulltrúar ţeirra eđa ţjóđarinnar. Auđvitađ átti ađ afleggja allar ţćr afćtur og kjósa bara ţjóđkjörinn forseta. En ţví miđur, sleikjuhátturinn var ekki afnuminn, enda líklega ekki hćgt ađ afnema hann, ţví svo samangróinn er hann allt of mörgum sem ganga á tveim fótum en ćttu eđli málsins samkvćmt ađ ganga á fjórum !

 

Og páfinn situr enn í Róm ţó sú sögulega skekkja sé mörgum augljósari nú á tímum en áđur fyrr. En margir hrífast enn af ytra skrúđi og ţess ber ađ geta ađ páfadómurinn naut ađdáunar Adolfs Hitlers fyrir langtíma yfirráđ sín og gífurlegt áhrifavald.

 

Og nú virđist sú undarlega stađa komin upp - ađ valdamađur, sem kalla mćtti annan páfa, sé farinn ađ hreiđra um sig í Bandaríkjunum. Sá mađur er sambćrilegur viđ ţá sem setiđ hafa á páfastóli ţví hann nýtur greinilega átrúnađar, samskonar átrúnađar og fyrri tíma páfar. Ţađ er alveg sama hvađ hann gerir, átrúnađurinn haggast ekki, enda byggđur á allt öđru en tengingum viđ heilbrigđa skynsemi eđa almenna dómgreind !

 

Sú var tíđin ađ fólk flýđi til Ameríku, til ađ geta notiđ ţar frelsis. Ekki síst til ađ geta lifađ í friđi fyrir einrćđissinnuđu konungsvaldi og áţján páfavalds hins gamla heims.

Ţegar einhver er kominn međ svo mikil völd ađ ţađ skiptir engu hvađ hann gerir, hvađ hann brýtur af sér, hvernig hann hegđar sér, er viđkomandi orđinn handhafi ađ páfavaldi. Og slíkt vald í manns höndum getur aldrei undir neinum kringumstćđum veriđ gott. Mannlegur breyskleiki á aldrei ađ hefjast ţannig á stall !

 

Viđ mennirnir eigum greinilega margt ólćrt enn. Viđ eigum enn erfitt međ ađ losa okkur viđ kóngana, afsprengi fyrri tíđar ofbeldis, og réttlaust páfavald ruglar enn dómgreind manna um alla jörđ. Međan slík villa varir er hugarfrelsi milljóna manna um allan heim heft á klafa aldagamalla kreddusiđa sem eiga sér enga ćrlega stođ !

 

Páfi í Róm eđa páfi í Washington, páfi í Moskvu eđa Beijing ! Enginn af slíku tagi er eđa getur orđiđ mannkyninu til ávinnings á sannri ţroskaleiđ. Ţađ ţarf enga millilendingu í ţeim andans efnum á ţessum landfrćđilegu stöđum. Átrúnađur á menn og öll manndýrkun er á kostnađ Almćttisins og ţröskuldur í vegi fyrir hverja sál sem vill í anda og sannleika leita Guđs. Ţar er aldrei neitt gott á ferđinni !

Samfélag viđ Guđ geta menn eignast milliliđalaust, hvar sem er á jörđinni !

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 136
  • Sl. sólarhring: 182
  • Sl. viku: 705
  • Frá upphafi: 365603

Annađ

  • Innlit í dag: 132
  • Innlit sl. viku: 617
  • Gestir í dag: 132
  • IP-tölur í dag: 130

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband