Leita í fréttum mbl.is

Djöfullegt vald !

 

Enn er eitt vođaverkiđ framiđ í Bandaríkjunum og enn falla margir fyrir samborgara sem síđan tekur sitt eigiđ líf. Hvađ er í gangi í Bandaríkjum Norđur Ameríku ?

 

Ţađ virđist augljóst ađ eitthvert djöfullegt vald nćr tökum á hverjum manninum af öđrum, vald sem kallar á tortímingu lífs án ţess ađ nokkur hafi til ţess unniđ. Markmiđiđ virđist vera ţađ eitt ađ drepa bara einhverja og jafnvel sem flesta !

 

Hvađa vald er ţađ sem fćr menn til ađ kasta frá sér allri mennsku ? Gerir ţá ađ skepnum og skrímslum í mannsmynd. Hvađa vald vekur upp í mönnum svo blint hatur og svo ofbođslega reiđi ađ hugurinn nemur ţađ eitt ađ drepa ?

 

Ţađ vald er vissulega í öllu eđli sínu djöfullegt ţví í gegnum ţađ rís makt myrkranna upp úr Víti sjálfu !

 

Lífsfirringin virđist orđiđ stórfellt samfélags-vandamál í Bandaríkjunum og ameríski draumurinn er sem óđast ađ snúast í ameríska martröđ. Nokkur dćmi eru um hliđstćđ vođaverk í öđrum löndum, en hvergi í ţeim mćli sem ţau birtast í Bandaríkjunum. Ţar eru ţau í algleymingi hryllingsins !

 

Hversvegna ţetta djöfullega vald virđist eiga greiđari leiđ ađ fólki í Bandaríkjunum er mikil spurning og beinir athyglinni helst ađ samfélagsgerđinni. Hliđstćđ vođaverk virđast líka heldur eiga sér stađ ţar sem eftirfylgni viđ bandarísk lífsviđhorf er í meira lagi !

 

Ţađ er enganveginn ásćttanlegt ađ búa viđ ţađ ađ nánast hver sem er í umhverfi manns geti brjálast og skotiđ fólk niđur án nokkurrar skýringar. Hver truflast nćst, er ţađ nágranninn, sem verđur vitlaus, einhver löggćslumađur, hermađur í leyfi eđa bara einhver ? Alls stađar er nóg af drápsvopnunum. Ţađ virđist ekki ţurfa annađ en ađ opna skúffu á bandarísku heimili til ađ finna skotvopn, tilbúin til notkunar !

 

Svo segja ráđamenn sem ţykjast vera ábyrgir, ađ ţetta hafi ekkert ađ gera međ galopiđ ađgengi ađ vopnum. Og á međan ţeir tala, falla saklausir borgarar í tugatali fyrir morđsjúkum einstaklingum sem ganga um alvopnađir međal fólks – helteknir djöfullegu valdi sem knýr ţá til ódćđisverka, knýr ţá til ađ breyta lífi í dauđa !

 

Bandaríkin eru augljóslega minna varin en önnur ríki fyrir ţessum ófögnuđi. Ţau hafa kallađ ţetta yfir sig öđrum ríkjum fremur. Hver er skýringin ?

 

Ţađ er áreiđanlega til lítils ađ hafa skrifađ einhversstađar í skinhelgi - In God We Trust - og treysta svo sýnilega á allt annađ. Ţađ ríki er aumt sem getur enganveginn verndađ eigin borgara fyrir eigin annmörkum og sjálfsköpuđum vođa. Ţar er lífiđ í umgerđ sem er langt frá eđlilegum kringumstćđum !

 

Bandarísk yfirvöld hafa sýnilega í hroka sínum haft forgöngu um ţađ ađ hleypa ađ ţjóđinni öflum sem ekkert hafa í för međ sér nema tortímingu lífs og heilbrigđra gilda. Ţeim er ekki sjálfrátt og efnishyggjan og auđvaldiđ blindar ţau alveg. Ţađ er nánast gangandi Úteyjarástand um öll Bandaríkin. Leitin ađ hamingjunni hefur ţar snúist í andstćđu sína !

 

Hver hefur sinn verndarengil og hver hefur sinn djöful ađ draga segir Heilög Ritning. Ţađ er ekki erfitt ađ sjá hvort afliđ er drýgra í bandarísku samfélagi. Af hverju víkur ţar hin guđlega vernd, og af hverju margfaldast hiđ djöfullega vald međ ţessum hćtti, svo hvert vođaverkiđ tekur viđ af öđru ? Ţađ er eitthvađ mikiđ ađ í samfélagi ţar sem svona atburđir eru ađ verđa daglegt brauđ !

 

Bandaríkjamenn ţurfa ađ hćtta ađ ţykjast alltaf vera ađ taka til hjá öđrum, já, út um allan heim. Ţađ er löngu kominn tími til ţess ađ ţeir taki til hjá sjálfum sér, taki til heimafyrir, ţar sem ţjóđarheimili ţeirra er blóđi drifiđ og fórnarlömbin liggja sundurskotin á víđ og dreif, ekki síst ungt fólk sem ćtti ađ eiga framtíđina fyrir sér !

 

Ćtla bandarísk yfirvöld aldrei ađ vitkast ?

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 9
  • Sl. sólarhring: 105
  • Sl. viku: 815
  • Frá upphafi: 356660

Annađ

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 647
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband