Leita í fréttum mbl.is

Engum skyldi vísa í villu !

 

Löngum hefur ţađ ţótt ţarflegt fyrir fólk ađ ţekkja umhverfi sitt og vita ţar ađ minnsta kosti deili á helstu atriđum. Í gamla tímanum var ţađ bein nauđsyn fyrir fólk ađ kunna ađ lesa landiđ og rata um ţađ í myrkri, hríđarveđrum og verstu ađstćđum.

 

Ţađ bjargađi ófáum mannslífum ţegar menn gátu stađsett sig eftir kennileitum og komist til bćja. Međal annars vegna ţarfarinnar á ţví voru örnefnin á hverju strái.

 

Nú til dags eiga margir erfitt međ ađ skilja ţetta eđa samsama sig ţörfum ţess tíma sem var. En lykillinn ađ öllum söguskilningi felst í ţví ađ gera ţađ. Ýmsar sagnfrćđilegar villur hafa ratađ inn í bćkur og ţegar ţćr eru eitt sinn komnar á prent er erfitt ađ kveđa ţćr niđur. Einn étur ţar vitleysuna upp eftir öđrum !

 

Svo fólk getur ţessvegna veriđ matađ á röngum upplýsingum og ţađ jafnvel af ţeim ađilum sem síst skyldu standa ađ slíkum vinnubrögđum.

 

Til dćmis um villur af slíku tagi, má benda á ađ í sögulýsingu Sveitarfélagsins Skagastrandar á netinu er sagt ađ Spákonufell sé hátt fjall og til beggja hliđa teygi sig lćgri fjöll. Ekki veit ég hvernig slíkar stađhćfingar komast inn í opinbera sögulýsingu, en ţarna hefur eitthvađ skolast heldur betur til !

 

Hiđ rétta er ađ Spákonufell er nú ađ mćlingu taliđ 639 metra hátt, en hćsti hnjúkur Árbakkafjallsins, sem er Illviđrishnjúkur, er sagđur 722 metrar á hćđ og Katlafjalliđ hinum megin viđ Spákonufell 721 metri á hćđ. Svo fjöllin til beggja hliđa eru hćrri !

 

Ystu Skagastrandarfjöllin eru svo Steinnýjarstađafjall, taliđ 624 metrar á hćđ og Fjallsöxlin sem er talin 620 metrar. Eftir ţađ tekur Skagaheiđin viđ međ láglendi sitt og vatnagrúa.

 

Annars er rétt ađ taka ţađ fram ađ Spákonufelliđ var lengi vel taliđ 646 metra hátt ţó núna sé ţađ, samkvćmt nýrri mćlingum, orđiđ heilum 7 metrum lćgra. Kannski er breytingin til komin vegna nákvćmari mćlinga sem ţýđir ţá líklega ađ fyrri talan hafi aldrei veriđ rétt.

 

En hvernig sem líta ber á ţađ, er ţađ samt grunur sumra ađ eftir ađ Óli Benna og ađrir fóru í miklum mćli ađ fara međ fjölmenna hópa fólks á Borgarhausinn, sé búiđ ađ trampa Borgina niđur um ţessa 7 metra !

 

Ţađ segir okkur vćntanlega ađ viđ mennirnir ţurfum ađ umgangast fjöllin okkar, há og lág, međ ađgát og tillitssemi. Í ţví sambandi má sem best nefna umgengni manna varđandi hćsta fjall jarđar, Everestfjalliđ, sem er nánast orđiđ ađ ruslahaug upp á topp !

 

En númer eitt, tvö og ţrjú, er ađ miđla réttum upplýsingum um stađhćtti sem og annađ til almennings og leiđrétta vitleysurnar áđur en ţćr verđa ađ einhverjum trúaratriđum !

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 66
  • Sl. sólarhring: 114
  • Sl. viku: 635
  • Frá upphafi: 365533

Annađ

  • Innlit í dag: 62
  • Innlit sl. viku: 547
  • Gestir í dag: 62
  • IP-tölur í dag: 60

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband