Leita í fréttum mbl.is

Um söguvillta sagnfrćđi !

Ţađ er vel ţekkt stađreynd ađ sumir fá allt ađra og betri stöđu í Sögunni en ţeir hefđu átt skiliđ. Salah-ad-Din er til dćmis mjög lofađur, en sögur um göfgi hans og réttsýni eru líklega talsvert orđum auknar. En Ríkharđur ljónshjarta, andstćđingur hans í ţriđju krossferđinni, er ţó miklu fremur međ sögulega gyllingu ţvert á stađreyndir og verđleika !

Ríkharđur hefur í bókmenntum og ýmsum eftirmćlum veriđ gerđur ađ enskri ţjóđhetju og á skoski rithöfundurinn Walter Scott ţar líklega töluverđan hlut ađ máli. En Ríkharđur var fyrst og fremst franskur ađ uppruna og öllu eđli og lét sig litlu skipta málefni Englands og allra síst til góđs fyrir alţýđu manna.

Konungur Englands var hann í tíu ár frá 1189 og stóđ sig sem fyrr segir illa í ţeirri stöđu. Hann mun ađeins hafa dvaliđ í Englandi í nokkra mánuđi á ćvinni, talađi frönsku og lćrđi aldrei ađ tala ensku. Kvartađi hann yfir veđurfarinu í Englandi ţann stutta tíma sem hann var ţar og kunni ađ flestu leyti lítt viđ sig ţar eins og kemur víst fyrir Fransmenn enn í dag !

Ríkharđur stundađi ţađ á flestan hátt sem Englandskóngur ađ pína fé út úr ensku ţjóđinni fyrir eigin grćđgishít og til áframhaldandi stríđsrekstrar á meginlandinu. Ţar stóđ hann í linnulítilli styrjöld viđ Filippus II. Ágústus Frakkakonung og féll ađ lokum í ţeim bardögum.

Fall hans var á engan hátt sérstakur skađi fyrir England. Eftirmađur hans og bróđir í hásćti Englands var John, sem hefur lengstum búiđ viđ afleit eftirmćli sögunnar og líklega ađ verđleikum. Hann er ţar oft kallađur hinn landlausi, John Lackland.

Ţar sem Ríkharđur ljónshjarta var ekki nema rúmlega fertugur ađ aldri ţegar hann féll frá, er fróđlegt ađ velta ţví fyrir sér hver framvinda mála í Englandi hefđi orđiđ ef hann hefđi lifađ og haldiđ völdum eitthvađ lengur. Ćtla má ađ mađur af hans gerđ hefđi seint fengist til ađ undirrita Magna Carta frelsisskrána, eins og John bróđir hans neyddist til ađ gera sextán árum síđar. Hefđi Ríkharđur veriđ konungur ţá hefđi ţađ ţví getađ breytt sögu Englands talsvert og ađ öllum líkindum til hins verra.

Ţađ er mjög undarlegt ađ Walter Scott skyldi fara ţá leiđ í sögum sínum Ívari hlújárn og Kynjalyfinu, ađ stilla ţar Ríkharđi ljónshjarta upp sem enskri ţjóđhetju. Ţađ er kunn stađreynd ađ Scott var stoltur af sínu ţjóđerni og vildi veg Skota sem mestan, en sennilega hefur honum ekkert veriđ sérlega hlýtt til Englendinga fremur en mörgum Skotanum var og er.

Í hinum mörgu deilum og styrjöldum Skota viđ Englendinga fyrr á öldum nutu ţeir fyrrnefndu hinsvegar lengst af stuđnings af hálfu Frakka og margháttuđ tengsl og góđ voru ţá á milli ţjóđanna. Má til dćmis nefna ađ móđir Maríu Stúart var frönsk og af hinni áhrifamiklu hertogaćtt Guise sem á ţeim tíma réđ miklu í ríkismálefnum Frakklands.

Ţađ er ţví allra hluta vegna nokkuđ skemmtilegt ađ hugsa til ţess ađ skoskur rithöfundur, međ sterka tengingu viđ sögu sinnar ţjóđar, skuli hafa átt mikinn ţátt í ţví ađ gera franskan Englandskóng ađ enskri ţjóđhetju, ţvert á allar sögulegar stađreyndir og réttan veruleika !

Mađur veltir ţví jafnvel fyrir sér hvort ţetta hafi veriđ úthugsuđ kaldhćđni af hálfu Scotts, ađ heiđra ţannig hin sögulegu tengsl Skota viđ Frakka međ vissum hćtti og ná sér um leiđ niđri á ţeirri ţjóđ sem hann vissi vel ađ var öllum ţjóđum fremur hinn forni fjandi skosku ţjóđarinnar. Ţađ er ađ minnsta kosti mikil spurning hvađ honum getur hafa gengiđ til međ ţessari kolröngu sögutúlkun sinni ?

Ţađ er nefnilega enginn vafi á ţví ađ Scott vissi vel ađ túlkun hans á persónu Ríkharđs og framgöngu gekk ţvert á allar stađreyndir og ţví er ţađ mjög furđulegt ađ hann skuli hafa umsnúiđ svo málum frá öllu ţví sem rétt var. En ţví miđur er engin skýring fyrir hendi á ţessu uppátćki Scotts af hans hálfu !

Hinsvegar eru til ýmis fleiri tilfelli um ţađ ađ ćtlađar ţjóđhetjur hafi nú ekki beinlínis svarađ til ţeirrar lýsingar sem í veđri hefur veriđ látin vaka. Má ţar til dćmis nefna El Cid á Spáni. En ţó er líkast til fáheyrt ađ mađur af annarri ţjóđ taki ţađ upp hjá sér ađ búa til ţjóđhetju fyrir ţjóđ, sem lengi vel var helsta fjandaţjóđ ţjóđar hans, nema háđ og spott hafi búiđ ţar ađ baki ?

Englendingar sjálfir gćtu svo sem átt ţađ til ađ gera ýmsa ađ enskum ţjóđhetjum, hvađ svo sem sagan segir, en einn mađur hefur ţó líklega ţá sérstöđu í sögu Englands ađ hann verđur aldrei talin fullgild ensk ţjóđhetja, sem hann ţó ađ ýmsu leyti var. Ţađ er Oliver Cromwell !

Ástćđan mun líklega fyrst og fremst vera sú ađ Cromwell var ekki nein konungssleikja og ţar ađ auki gallharđur Púritani. Hann fellur ţví áreiđanlega seint inn í enskan hofmóđ og hrćsnistúlkun efri stétta á sögulegri framvindu, enda hefur löngum margt veriđ gert til ađ gera lítiđ úr honum. En stórvirki Cromwells eru söm fyrir ţví og hafa ber í huga ađ hann barđist fyrir stjórnarfarslegum réttindum ensku ţjóđarinnar en ekki gegn ţeim eins og kóngarnir oftastnćr gerđu. Ţar er mikill munur á !

Varđandi Ríkharđ ljónshjarta vil ég ađeins ađ lokum segja, ađ ţađ sé svo sem mátulegt á Englendinga ađ sitja uppi međ franskan mann sem enska ţjóđhetju, en ţađ verđur samt aldrei sagnfrćđilega rétt frekar en margt annađ í mannkynssögunni eđa ţá enskri sögu !


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 13
  • Sl. sólarhring: 82
  • Sl. viku: 819
  • Frá upphafi: 356664

Annađ

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 651
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband