10.3.2019 | 13:21
,,Að viðhalda þrælahaldi !
Mikið lifandis ósköp eru ráðandi öfl í umræðu dagsins orðin merkt af kapitalisma og peningahyggju, Mammonsanda og græðgisvæðingu !
Fréttamiðlarnir bera því ljóst vitni hvernig komið er. Vegna yfirstandandi vinnudeilu þar sem verkafólk, sem níðst hefur verið á árum saman, er að reyna að fá kjör sín bætt, snúast fréttirnar um skaða starfsgreina af verkföllum og skaða hagkerfisins af þeim, skort á þjónustu sem veldur skaða á orðstír okkar erlendis, skaða Samtaka atvinnulífsins vegna verkfalla o.s.frv.o.s.frv. Varla orð um réttindi þeirra sem eru að berjast ?
Fréttaflutningurinn virðist allur vera þannig, að hann segir hvarvetna á milli línanna, að verkafólk sé að skaða Ísland, íslenska hagsmuni, íslenskt samfélag og áfram er síbylgjan í þeim fjandsamlega og falska dúr !
Eiga Samtök atvinnulífsins kannski alla þessa fréttamiðla, er það þessvegna sem fréttamenn eru svo miklir talsmenn þessara mjög svo rekstrarhagfræðilegu sjónarmiða, eða hvað veldur ?
Ég segi bara, ef ferðaþjónustan sem hefur skilað gífurlegum hagnaði undanfarin ár, ekki síst í ákveðna vasa, getur ekki þrifist, nema að sumir verði að starfa þar á þrælahaldskjörum, þá á hún ekki rétt á sér !
Ef ekki er hægt að byggja upp lífvænleg fyrirtæki í þessu samfélagi okkar nema með því að níðast á öðrum og ef ekki er hægt að bjóða fólki upp á mannsæmandi laun innan þeirra fyrir vinnu sína, eiga slík fyrirtæki ekki rétt á sér !
Sérhver starfsstöð sem vill byggja afkomu sína á þeirri mannfjandsamlegu hugmyndafræði græðginnar sem stendur fyrir dulbúnu þrælahaldi hérlendis sem og erlendis, á engan rétt á sér !
Aðeins í hugum þeirra sem löngu eru hættir að þekkja muninn á réttu og röngu, getur slík afstaða til mála viðhaldist og þar er meginorsökin peningagræðgi og auðsöfnunarhyggja þeirra sem sjá ekkert að því að níðast á öðrum. Það er reyndar þeirra eðli og art !
Slíkir hrægammar eru ekki á nokkurn hátt að byggja upp samfélög, þeir eru þvert á móti að rífa þau niður. Almenn velferð skiptir slíka aðila engu !
Sérgæðingarnir þrífast alltaf á því illa eins og púkinn á fjósbitanum og þeir þrífast á þrælahaldi bæði hérlendis og í öðrum löndum. Enginn vill vera þræll en margir sjá ekkert að því að vera þrælahaldarar. Það hugarfar sver sig í ættina niður í það neðsta !
En þrælahaldarar deyja líka og fara ekki með sitt illa fengna fé með sér þegar þeir fara í þá glötun sem bíður þeirra. En þeir taka hinsvegar með sér breytni sína sem mun þá innsigla eilífan dóm þeirra !
Það er í samræmi við öll eðlileg mannréttindi að fólk fái að heyja baráttu fyrir mannsæmandi lífskjörum og það er fólkið í Eflingu, VR og öðrum vakandi félögum innan verkalýðshreyfingarinnar að gera. Að taka fjandsamlega afstöðu gagnvart svo sjálfsögðum mannréttindum er aðeins lýsandi dæmi um ómanneskjulegt eðli þeirra sem þannig taka á málum !
Í slíkum tilfellum þarf yfirleitt ekki langt að fara til að skilja samhengið. Það er þá oftast einhver óhreinn hagsmunaþráður til staðar sem slævir heilbrigða dómgreind, rangsnýr öllum réttlætis sjónarmiðum og gerir það að verkum að manngildisvottorð viðkomandi aðila kemur út á núlli !
Dapurlegt er að upplifa slík sérgæsku viðhorf og afturförin sést oft best á því að afar og ömmur viðkomandi hafa verið virðingarvert verkafólk sem aldrei brást í baráttu liðinna ára !
Atvinnurekendur reyna nú að gera mikið úr því að forustufólk í félögum þeim sem nú eru að hefja verkfallsaðgerðir, hafi sýnt gleði yfir verkfallinu, en það sýnir einmitt algjöran skort þeirra á skilningi gagnvart því sem er í gangi og ósæmilegum vilja þeirra til að sverta andstæðinginn !
Það er fullkomlega eðlilegt að gleðjast yfir samstöðu í baráttu, gleðjast yfir því að loks sé komið að því að fólk sætti sig ekki lengur við arðránið og níðingsháttinn og rísi upp. Hliðstæða Búsáhaldabyltingar í kjaramálum er löngu tímabær fyrir þá sem alltaf hafa verið settir hjá !
Talsmenn atvinnurekenda reyna stöðugt að gera heilbrigð baráttuviðbrögð verkafólks tortryggileg og skiptir engu hvort þar talar karl eða kona. Græðgi er sannarlega ekki einskorðuð við karla í rekstri !
En þegar fólk rís upp, þýðir það einfaldlega að nóg er komið, og þá fer ótti um þá sem lengi hafa fitnað af því að kúga aðra !
Ef íslenskt samfélag getur ekki þrifist með heilbrigðum hætti, ef eina leiðin til að fólk geti lifað hér er að þrælka aðra, á íslenskt samfélag, eins og það er rekið, einfaldlega ekki rétt á sér. Þá er ekki hægt að verja tilverurétt þess með ærlegum rökum og þá er ekki hægt að segja Guð blessi Ísland því Guð blessar ekki samfélag sem þrífst á blóðsuguaðferðum og níðingshætti, Mammonshyggju og botnlausri peningagræðgi !
Það verður að bæta kjör þeirra sem búa við svo lakan kost að það er þjóðfélaginu til skammar. Þegar sumum er haldið frá öllum ávinningi erfiðis síns vegna sérgæsku annarra, skapar það ófrið og bölvun sem grefur undan öllu því sem gott er. Snúum af braut græðgi og hroka áður en kemur að syndagjöldunum. Það er of seint að iðrast eftir dauðann !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Lítilsháttar söguleg samanburðarfræði !
- Hryðjuverk mega aðeins réttir aðilar fremja !
- Er öll endurhæfing og þroskareynsla einskisvirði ?
- Þjóðir Evrópu virðast stefna að eigin tortímingu !
- Jafndægur að vori !
- ,,Drýpur af hússins upsum erlent regn, ókunnir vindar kveina ...
- Blóðsköttuð og friðarlaus framtíð !
- Er frönsk siðmenning að verða liðin tíð ?
- Vinstri aðall má ekki verða til í villusporum íhaldsgræðginnar !
- Lækkandi lífskjör og farsældarfall !
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 36
- Sl. sólarhring: 53
- Sl. viku: 867
- Frá upphafi: 375824
Annað
- Innlit í dag: 17
- Innlit sl. viku: 686
- Gestir í dag: 17
- IP-tölur í dag: 17
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)