1.6.2019 | 12:43
Lengi getur vont versnað !
Það eru býsna margir sem tjá óhikað það álit sitt að alþingi Íslendinga sé illa skipað í dag. Og það er ekki að ástæðulausu að svo er talað !
Flækjustig flokkanna virðist orðið svo hátt og stefnufirringin mikil, að málflutningur kjörinna fulltrúa á þingi er orðinn yfir línuna eins og veðurspáin hjá kerlingunni í þjóðsögunum eða tal hagfræðimenntaðra sérfræðinga í sjónvarpsviðtölum, sem sagt - annaðhvort verður hann áfram svona ellegar þá hann breytir til !
Traust virðist mikið til að hverfa úr íslenskum stjórnmálum. Þar virðist nú helst safnast saman í framboðsklíkur, og það hjá öllum flokkum, fólk sem er nýskriðið úr skólum með sínar menntagráður ; fólk sem hefur lítið sem ekkert unnið á almennum vinnumarkaði, hefur eiginlega engu kynnst nema því að vera í skóla, og þykist samt geta veitt þjóðinni leiðsögn út á sitt fengna vegtyllu-veganesti sem er kannski fyrst og fremst byggt á þröngri innanhóps sýn á samfélagið nokkurskonar skráargats-útkomu !
Umræður á alþingi virðast leiða það hvað eftir annað í ljós, að þar sé að mestu saman komið einhverskonar sérklíkulið, sem er grasrótarlaust og andlega slitið úr sambandi við fólkið í landinu. Þó sumir á þingi keyri mikið að sögn virðist það ekki skila sér í meiri almannatengslum. Og það hefur ekki farið leynt að sumir þingmenn vildu bara skerða málfrelsið þegar Miðflokksmenn sáu ástæðu til að undirstrika andstöðu sína við ásælni Evrópusambandsins með úthaldsmiklum ræðuflutningi !
Þar virtust sumir yfirlýstir vinstrimenn jafnvel taka sér stöðu til hægri við hægrimennina og sýnir það eins og margt annað stöðumála ruglinginn. sem setur mark sitt á flest í þinginu og það svo að menn virðast ekki lengur vita hvar þeir eigi að standa og hverju þeir eigi að fylgja. Enginn virðist heldur vita hverskonar stjórn situr í landinu, hvort það er vinstristjórn eða hægristjórn og sennilega vita ráðherrarnir það síst allra !
Forsætisráðherra er bara, eins og flestir hljóta að vera farnir að sjá og skilja, ánægð með að vera forsætisráðherra, og í því sambandi skiptir litlu þó enginn viti fyrir hvaða stefnu stjórn hennar stendur. Er á meðan er !
Það er líka áreiðanlega svo tilfinningalega notalegt að vera komin á blað í Íslandssögunni, hvað sem verðleikunum líður !
Eftir því sem mannval verður minna á þingi er líklegt að brotalamir allrar kerfisskipunar þar komi frekar í ljós, og sem fyrr segir telja margir að þingliðið í heild sé í rýrasta lagi miðað við það sem verið hefur.
Ef gildisbær úttekt myndi leiða í ljós að svo væri, þyrfti auðvitað að finna leiðir til að gera þingið þjóðhagslega starfhæfara og það sem fyrst !
Eflaust mætti fækka þingflokkum til hagræðingar og vonandi minni þjóðarkostnaðar. Mörgum þykir sem Viðreisn sé bara orðin eins og einhver deild í Samfylkingunni og aðrir segja reyndar það sama núorðið um Pírata. Þessir þrír meintu flokkar virðast að minnsta kosti í mörgu vera svo alþjóðlega eða utanlands-sinnaðir, að þjóðleg viðhorf komast varla að !
Flokkur fólksins hefur dregist verulega saman að þingstyrk, eins og alþjóð veit, og ólíklegt er að hann fari vaxandi úr þessu, hvort sem haft er hátt eða grátið. Ekki er heldur öllum formönnum gefið að kunna þá list að halda liði sínu saman eins og sjá má !
Miðflokkurinn vill greinilega marka sér ákveðna sérstöðu, en vandséð er hvort hann nær því takmarki sínu eða á eftir að koðna niður. Kapp og forsjá þurfa að haldast í hendur ef vel á að fara !
Sjálfstæðisflokkurinn stefnir að líkindum í vissa forustukreppu, því fæstum dylst að Bjarni Benediktsson hefur ekki náð að mæta væntingum flokksmanna sem sterkur leiðtogi. Með nafna sínum og fyrirrennara á hann í þeim efnum lítið sameiginlegt. Hann virðist þó vera að reyna að koma sjónarmiðum sínum á framfæri í Fréttablaðinu !
Framsóknarflokkurinn virðist enn halda sínum starfsútibúum í nokkurri veltu á landsbyggðinni, en þar byggir hann enn sem fyrr á nokkuð sterkum grunni. Ólíklegt er hinsvegar að fylgi hans vaxi mikið í óðaþéttbýlinu á suðvesturhorninu og kannski er það bara gott !
Það tekur því ekki að minnast á vinstri græn jafnvel ekki í minningargrein !
Svona er þá staðan eða því sem næst .. Þessir eru valkostir kjósenda og þrátt fyrir fjölda flokkanna verður að segjast að það er lítið í boði !
Ákaflega litlar líkur verða samt að teljast fyrir því að einhver siðbótarvakning verði í íslenskri pólitík í komandi tíð. Sjálfsánægja manna þar virðist nefnilega slík, að menn eru miklu líklegri til að kenna fólkinu um það sem aflaga fer en sjálfum sér !
Við vitum svo sem að þjóðin okkar er ekki stór, en það er vaxandi áhyggjuefni margra Íslendinga að hlutfallslega séð virðist þingið samt vera töluvert minna að gildi en efni ættu að standa til !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:52 | Facebook
Nýjustu færslur
- Á hið góða að koma með friði frá Bandaríkjunum heimsófriðar...
- Arfleifð Francos !
- Í kringum kosningasirkus hégómans !
- Innflutningur á ófriði og ofbeldisbreytni !
- Um óraunhæfar væntingar !
- Á skelfilegt skítkast í kosningum að leiða til Gullaldar ?
- Félagshyggjuna upp örvæntinguna og vonleysið niður !
- Er Ísland utanríkispólitískt núll ?
- Um valdaspil að tjaldabaki !
- Að komast yfir Rússland !!!
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 249
- Sl. sólarhring: 249
- Sl. viku: 1054
- Frá upphafi: 356950
Annað
- Innlit í dag: 218
- Innlit sl. viku: 850
- Gestir í dag: 211
- IP-tölur í dag: 210
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)