Leita í fréttum mbl.is

,,Lífskjarastjórnin” !

 

Nú situr sem oftar viđ völd ríkisstjórn sem hefur ţađ skylduhlutverk međ höndum, ađ vinna ákveđin verk í ţágu okkar – fólksins í landinu. Međal ţess sem hún á ađ sjá um, er ađ lífskjör fólks í ţessu landi séu og verđi viđunandi. Ţessvegna er hún og á ađ vera lífskjarastjórn. En engum lifandi manni dettur ţó í hug ađ kalla hana slíku nafni !

 

En ţegar gerđir eru samningar á vinnumarkađi, samningar sem eru ekkert til ađ hrópa húrra fyrir, fá ţeir samt heitiđ – lífskjarasamningar !

Af hverju skyldi ţađ vera ? Hverjir skyldu vera svona áfjáđir í ađ nefna hlutina nöfnum sem ţeir standa ekki undir ? Er ekki augljóst ađ ţađ hlýtur ađ eiga sínar skýringar ?

 

Ţegar vandamál eru ,,leyst” eins og ţađ er kallađ, međ ţví ađ láta almenning borga syndagjöldin af óstjórn og óreiđu ráđamanna - međ einum eđa öđrum hćtti, ţá fćr gjörningurinn yfirleitt opinberlega óskaplega jákvćđa skilgreiningu. Viđ ćttum ađ vera farin ađ ţekkja ţađ sem sent er út af ţeim áróđursvelli ósannindanna, heiti á viđ ţjóđarsátt, lífskjarasamninga, o.fl. Svika-útfćrslurnar í ţeim efnum eru hreint ekki orđnar svo fáar og alltaf virđist fólk láta allt yfir sig ganga !

 

En ţađ er heldur ekki auđvelt ađ standa gegn ţeim vondu vinnubrögđum. Oftast er ábyrgđarlaust ríkisvaldiđ ţar ađ baki og stundum líka sjálf forusta launţega-hreyfingarinnar ásamt lífeyrissjóđakerfinu sem er fyrir allnokkru orđiđ helsta atvinnurekendavaldiđ í landinu. Ţar er fé fólksins, ađ margra mati, notađ öfugt viđ ţađ sem ćtti ađ vera eđa hreint út sagt gegn hagsmunum og velferđ almennings !

 

Ţegar allt ţetta er haft í huga, skilja menn kannski öllu betur af hverju ekki er hćgt ađ tala um lífskjarastjórn. Ţađ myndi leiđa til ţess ađ menn sćju fljótt brestina í ţeirri nafngift og vćru líklegri til ađ snúast gegn ţeim umskiptingi sem ţar vćri á ferđ. Engin íslensk ríkisstjórn hefur nefnilega veriđ lífskjarastjórn. Ţćr hafa allar veriđ lífskjaraskerđingarstjórnir !

 

Almenningur hefur lengi veriđ kúgađur til ţess ađ halda uppi afar gráđugri yfirstétt í ţessu landi. Ţar er um ađ rćđa allskyns blóđsuguelítur, stjórnmála, háskóla, menningar, lista o.s.frv.

Eftirlitsiđnađarelíta hefur veriđ ađ bćtast viđ síđustu árin og hún hefur sennilega ótakmarkađa möguleika til vaxtar, gćti hugsanlega ein og sér svelgt í sig allt fjármagn ţjóđfélagsins á nćstu árum. Inn í ţessar elítur streymir unga menntafólkiđ eins og flugur ađ mykjuhaugum !

 

Ţessar elítur eru svo fjárfrekar og leggja svo lítiđ til almennrar velferđar, ađ ţađ stafar sífellt meiri ógn af ţeim fyrir ţjóđarbúskapinn. Hernađur eftirlitsiđnađar gegn litlum og međalstórum fyrirtćkjum er til dćmis sagđur vera orđiđ meiriháttar vandamál á Vesturlöndum sem og hér !

 

Afleiđingarnar hafa líka sýnt sig. Framleiđslugreinarnar svelta og heilbrigt framtak dregst saman, nýsköpun fćr lítinn byr í seglin og stöđnun og afturför setur mark sitt á allt. Afćtunum fjölgar svo ađ ţćr éta orđiđ alla verđmćtasköpun í landinu upp og ţađ jafnvel áđur en hún verđur til !

 

Og lífskjörin hljóta auđvitađ ađ verđa lakari viđ slíkar ađstćđur. Ţađ segir sig sjálft. Lífskjarastjórn er ţví ekki raunhćft fyrirbćri á Íslandi fremur en fyrri daginn. Ţađ sćju allflestir líklega nokkuđ fljótt ađ slíkt vćri hiđ argasta rangnefni á íslenskri ríkisstjórn !

En ađ klína slíku heiti á öfuga samningagerđ gćti hinsvegar virkađ, ekki síst ef ţví vćri kröftuglega á lofti haldiđ á fjölmiđlavísu og ţađ er gert !

 

Ţađ útspil er auđvitađ til ađ ţjóna ţeim áróđri sem oftast vill gera svart ađ hvítu og hvítt ađ svörtu. Og sú leiđ hefur veriđ farin nú sem oftar.

En ţau öfl sem standa fyrir slíkum blekkingum verđa hinsvegar seint talin ţjóna almennri velferđ, hvort sem ţau láta til sín taka á Íslandi eđa annars stađar. Ţar er aldrei neitt gott í gangi, ţar er sérgćskan ein á ferđ !

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 189
  • Sl. sólarhring: 204
  • Sl. viku: 994
  • Frá upphafi: 356890

Annađ

  • Innlit í dag: 163
  • Innlit sl. viku: 795
  • Gestir í dag: 157
  • IP-tölur í dag: 156

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband