Leita í fréttum mbl.is

,,Litli breski asninn !”

 

Heimildir eru fyrir ţví ađ Winston Churchill hafi áttađ sig á ţví eftir Teheran-ráđstefnuna seint á árinu 1943 ađ Bretland vćri ađ tapa stórveldisstöđu sinni og dragast aftur úr miđađ viđ stöđugt rísandi veldi og vaxandi herstyrk Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Hann á ađ hafa lýst ţví eftirfarandi ađ lokinni ráđstefnunni:

 

,,Ţarna sat ég međ hinn mikla rússneska björn á ađra hönd og hann var međ klćrnar útglenntar. Á hina höndina var hinn mikli ameríski vísundur. Á milli ţessara tveggja sat svo vesalings litli breski asninn og var sá eini allra ţriggja sem ratađi réttu leiđina heim !”

 

Viđ skulum láta ratvísina, ađ mati Churchills, liggja milli hluta, en ţađ hlýtur ađ hafa veriđ áfall fyrir ţennan gamalgróna fulltrúa breska heimsveldisins ađ ţurfa ađ horfast í augu viđ ţá beisku stađreynd ađ Stóra-Bretland var ađ verđa litla Bretland. Ađ upplifa ađ eggiđ vćri komiđ langt fram úr hćnunni og hćnan nánast komin á framfćri eggsins !

Ađ vísu getur ţađ hafa dregiđ úr sviđanum ađ móđir Churchills var bandarísk, svo ţessi ćtlađi stórbreti var eiginlega bara hálfbreti !

 

Ţegar Bretar voru smám saman, en örugglega ađ missa tökin á nýlendum sínum og arđránsmöguleikarnir ţar stöđugt ađ minnka vegna vaxandi andspyrnu af ýmsu tagi, kom ć betur í ljós ađ Bretar höfđu ekki burđi til ađ halda fyrra veldi sínu í gangi međ auđlindir heimalandsins einar ađ bakhjarli !

 

Fyrri heimsstyrjöldin hafđi gengiđ töluvert á veldisstöđu ţeirra og síđan hafđi öll ţróun mála veriđ ţeim í óhag. Ţađ var einfaldlega ekki hćgt ađ viđhalda ţeim lífsháttum sem áđur ţóttu svo sjálfsagđir ađ áliti bresku yfirstéttarinnar. Samt var lengi reynt ađ halda öllu föstu í gamla farinu í von um ađ eitthvađ yrđi ţar til bjargar !

 

Viđ lok seinni heimstyrjaldarinnar var hinsvegar augljóst ađ Bretar voru orđnir langt á eftir Bandaríkjamönnum og Sovétmönnum ađ veldi og áhrifum í heiminum. Auk ţess voru ţeir stórskuldugir ţeim fyrrnefndu og Bretland í raun dottiđ ofan í ţá stöđu ađ vera fylgiríki Bandaríkjanna !

 

Ţessar breytingar komu vel fram í hinu pólitíska landslagi eftir stríđiđ. Stundum ţegar Bretar reyndu ađ sýna valdstilburđi á fyrri nótum, eins og t.d. í Súezdeilunni, komu Bandaríkjamenn í veg fyrir ţađ og sögđu ţeim bara ađ hafa sig hćga. Bretar áttu engan annan kost en ađ hlýđa, enda bauđ skuldastađan viđ Vestanhafsveldiđ mikla ţeim ekki upp á annađ !

 

Horfin var heimsveldisdýrđ Viktoríutímans og andinn í Rule Britannia. Allt var ţađ bara hluti af fortíđ sem aldrei gat orđiđ ađ veruleika á ný. Og mörgum Stór-bretanum rann ţađ til rifja hvernig komiđ var, en í raun hafđi Stóra-Bretland alla sína stórveldistíđ, međ öllum sínum hroka, lifađ á annarra blóđi. Ţegar undirţjóđir ţeirra vildu hafa sitt blóđ til eigin nota og höfđu afl til ţess ađ knýja ţađ fram, fjarađi fljótt undan breska heimsveldinu og leiđarstefinu frá London !

 

Ţađ var eins og ţegar íslensku stórbćndurnir gátu ekki lengur fjötrađ vinnufólkiđ hjá sér međ vistarbandi og ţađ leitađi út ađ ströndum landsins eftir eigin lífsrétti og sjávarfanginu sem ţá var frjálst. Ţegar arđrániđ sem veriđ hafđi fékk ekki lengur stađist, fjarađi fljótt undan stórbúunum og auđsćldinni, ţví allt var ţar byggt ađ grunni til á sömu forsendum yfirgangs og ţrćlahalds !

 

Íslenskir stórbćndur voru í raun greifar og jarlar ţessa lands og engu betri en hliđstćđur ţeirra erlendis. Andi mannfrelsis á aldrei samleiđ međ blóđsugum valdshroka og kúgunarforskrifta !

 

Bretland er enn viđ lýđi en ţađ er ađeins miđlungsríki í dag og ţjóđin er önnur en hún var. Sovétríkin eru hrunin og Bandaríkin munu hrynja ţegar ţar ađ kemur. Ţau eru ţegar komin yfir sína hástöđu. Kína hefur vaxiđ mikiđ sem stórveldi á seinni árum, en ţađ mun líka eiga fyrir sér ađ týna ţeirri stöđu. Engin valdsstađa í heiminum er örugg til lengdar !

 

Öll stórveldi verđa ađ nćrast á ađfengnu blóđi međ einum eđa öđrum hćtti. Ţegar slíkar blóđgjafir fást ekki og nást ekki lengur, hćttir stórveldiđ fljótlega ađ vera til, sama af hvađa rótum ţađ er runniđ !

 

Í ljósi samtímans er ţađ ađ mörgu leyti hlćgilegt hvađ bresk stjórnvöld halda í gamla hrokasiđi og gangast mikiđ fyrir titlum og allskyns hégómauppfćrslum. En ţađ virđist ţeim allra ţjóđa eđlislćgast og nú ţegar allt hiđ fyrra vald ţeirra er nánast orđiđ ađ engu, hanga ţeir á öllum slíkum arfi eins og hundar á rođi. Ţađ virđist ţeirra eina hugsvölun í heimi sem leggst ekki alveg flatur eins og fyrr á tíđ fyrir ađalsdekri og kóngasleikjuhćtti !

 

Ţađ er naumast nokkur efi á ţví ađ breska konungdćmiđ mun enn um sinn hanga uppi viđ, ţó telja megi ađ lítiđ sem ekkert sé ađ verđa eftir af ţjóđinni sem eitt sinn var. Breski asninn verđur langlífur ţó hann sé fyrir löngu orđinn lítill og smár og ratvísi hans sé og hafi löngum veriđ meir en umdeilanleg !

 

Hégómleikinn einn megnar margt í heimi manna og hann hefur alltaf veriđ til stađar í fullu gengi og veriđ vel fóđrađur í bresku yfirstéttar-samfélagi og jafnframt veriđ sleiktur dyggilega upp af ţeim sem neđar hafa stađiđ !

 

Mannkynssagan kennir okkur margt og ţá kannski helst ţá stađreynd - ađ mikilvćgustu lexíur mannlífsins í ţessum heimi verđa áreiđanlega seint lćrđar. Litlir asnar eru alls stađar á kreiki og stórir asnar allt of víđa – einkum ţó í valdastöđum !

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 65
  • Sl. sólarhring: 96
  • Sl. viku: 870
  • Frá upphafi: 356766

Annađ

  • Innlit í dag: 57
  • Innlit sl. viku: 689
  • Gestir í dag: 57
  • IP-tölur í dag: 56

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband