Leita í fréttum mbl.is

Loftárásirnar á Dresden um miđjan febrúar 1945

 

Margt höfum viđ Íslendingar reynt og oft hefur lífsbaráttan í ţessu landi veriđ hörđ og óvćgin. En styrjaldir höfum viđ ekki ţurft ađ ţola eins og ţćr hafa veriđ háđar međ nútímavopnum.

 

Ég ţekkti konu frá Ţýskalandi sem flutti hingađ til Íslands, giftist hér frćnda mínum og bjó hér til dauđadags. Ţetta var óvenju heilsteypt og skýr manneskja. Viđ urđum vinir og spjölluđum oft mikiđ saman.

 

Hún hafđi reynt mikiđ, en lengi vel var hún fátöluđ um stríđiđ. En smátt og smátt fór hún ađ segja mér frá ţví hvernig lífiđ var í Ţýskaland fyrir stríđ og í stríđinu. Ţađ var erfitt fyrir hana. Hún var ađ tjá sig um hluti sem hún hafđi lengi orđiđ ađ bćla niđur innra međ sér. Ţađ höfđu aldrei veriđ neinir til sem vildu hlusta og reyna ađ skilja !

 

Og hvernig geta ţeir, sem aldrei hafa reynt ógnir stríđs, náđ ađ skilja reynslu ţeirra sem hafa orđiđ ađ ţola slíkt ? Hvernig er hćgt ađ láta ţá upplifa, bara í gegnum frásögn, loftárásirnar, mannfalliđ, blóđsúthellingarnar, eyđilegginguna og viđbjóđinn, hungriđ og allsleysiđ ! Ţađ er engin leiđ og enn síđur ţegar enginn vill hlusta !

 

Hvernig er hćgt ađ halda áfram međ lífiđ eftir slíka upplifun, ađ lifa venjulegu lífi, eftir ađ hafa séđ óteljandi myndir dauđans og sjálfa ásjónu lífsins hryllilega afskrćmda ?

 

Hún átti heima í lítilli borg í um 17-18 kílómetra fjarlćgđ frá Dresden. Ţegar Bretar og Bandaríkjamenn gerđu stórárásina alrćmdu á ţessa miklu lista og menningarborg um miđjan febrúar 1945, var taliđ ađ mikill fjöldi af flóttamönnum vćri í borginni. Tölur yfir hvađ ţeir hafi veriđ margir voru hinsvegar engar til og mannfalliđ í borginni er ţví í raun á heildina litiđ óţekkt stćrđ !

 

Ţessi árás hafđi engan skýran hernađarlegan tilgang nema ţá ţann ađ dreifa ógn og skelfingu međal almennings. Fyrst var fólkiđ lokađ inni í brennandi víti og síđan voru sprengjurnar látnar falla án afláts. Ţetta var árás af hálfu hefndarţyrstra manna !

 

Vinkona mín sagđi ađ hún gleymdi aldrei sterkum vindinum sem kom frá brennandi borginni. Hann var logheitur og bar međ sér lykt sem var svo ógeđsleg ađ fólk kúgađist unnvörpum. Ţađ var lyktin af brennandi holdi ţúsundanna sem var veriđ ađ steikja í eldsvítinu inni í borginni !

 

Ţarna sat ţessi kona sem átti ţessar hrćđilegu minningar og ég sá ađ ţađ tók á hana ađ tala um ţetta. Hún leit á mig og sagđi : ,, Ţessi lykt fylgir mér međan ég lifi, ég finn hana enn !”

 

Flestar tölur um mannfalliđ eru í kringum 25000 og ţá frá borgaryfirvöldum, en enginn veit sem fyrr segir hvađ margir flóttamenn voru saman komnir í borginni á ţessum tíma. Ţađ myndi trúlega hćkka dauđatöluna umtalsvert !

 

Margir hafa haldiđ ţví fram ađ ţarna hafi veriđ um hreinan og kláran stríđsglćp ađ rćđa og auđvitađ var ţađ svo. En hver átti ađ rétta í ţví máli ? Ţađ hefur gengiđ illa allt fram á ţennan dag, ađ fá ţađ viđurkennt ađ breskir og bandarískir stríđsglćpamenn séu og hafi veriđ til !

 

Hershöfđingjarnir sem sáu um framkvćmd verksins fengu sín heiđursmerki fyrir glćpinn og lifđu flestir til hárrar elli. Sigurvegararnir skrifa söguna sem löngum endranćr !

 

En eftir stríđiđ sat fjöldi venjulegs fólks međ sár sín og sálarkvöl til ćviloka, međ minningar um látna ástvini, helvíti eldstormsins og brunalyktina frá ţúsundum brennandi fórnarlamba ţessarar miskunnarlausu og svívirđilegu loftárásar !

 

Hvenćr ćtla menn ađ skilja - og ţađ í allri upplýsingu nútímans, ađ stríđ er ekkert sem er fagurt og eftirsóknarvert, ađ ţađ er enginn heiđur innifalinn í slíku – ađeins viđbjóđur og virđingarleysi gagnvart öllu lífi !

 

Stríđ er ekkert nema manngert helvíti á jörđu, ţar sem grimmd og mannvonska er yfirleitt í fullum gangi og drápseđli ofbeldishneigđra manna fćr ađ ríkja í miskunnarlausu veldi sínu !

 

Viđ Íslendingar megum sannarlega ţakka fyrir ađ hafa ekki ţurft ađ ţola slíkar hörmungar !

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 9
  • Sl. sólarhring: 106
  • Sl. viku: 815
  • Frá upphafi: 356660

Annađ

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 647
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband