9.10.2019 | 16:20
,,Ég ætla bara að láta brenna mig !
Oft hef ég heyrt fólk ræða um það hvernig það vill að útför þess fari fram að loknu jarðlífinu. Og þá kemur mjög oft í ljós, að fólk á erfitt með að hugsa sig andlega lifandi. Það virðist vilja hanga fast við líkamann út yfir gröf og dauða. ,, Ég læt ekki grafa mig, segja sumir, ,, ég get ekki hugsað mér að fara ofan í jörðina !
Fjöldi fólks virðist alfarið ætla að vera í líkamanum eftir að hann er dauður. Menn virðast hvorki geta hugsað um sig sem sál eða anda !
Í nánast altækri efnishyggjuveröld okkar tíma virðist stefnan sú að útrýma hinu kristna fyrirheiti sem hljóðar þannig: ,,Af jörðu ertu kominn, að jörðu skaltu aftur verða, af jörðu skaltu aftur upp rísa ! Og Ritningin segir ennfremur, ,,þegar maðurinn deyr fer andinn til Guðs sem gaf hann !
Fyrirkomulagið er skýrt. Líkaminn deyr, en andi mannsins og sál bíða upprisunnar, sem er þriðji hluti fyrirheitsins og þar með endurnýjun lífsins. Hljóðar það ekki upp á ásættanlega niðurstöðu ? Hvert er þá vandamálið ?
Vandamálið er, að fólk vill ekki hlíta þessu. Það vill ekki verða að jörðu þó að það sé komið af jörðu. Það vill miklu heldur láta brenna sig eins og það orðar það. Sama fólkinu og hryllir við því að verða grafið, finnst allt í lagi að það sé brennt. Það er einkennilegur tvískinnungur í þeirri afstöðu. Undir hvaða fyrirheiti er fólk brennt ? Er eitthvað fyrirheit þar að baki ?
Í vissri tegund af heiðni sem nú er víða hyllt, er mikið lagt upp úr því að líta á jörðina sem móður. Margt í þeim kenningum virðist upprunalega komið frá indíánum, en samt virðast margir sem tala fyrir slíku viðhorfi, ekki sérlega hrifnir af því að samlagast jörðinni, ekki einu sinni að þeim hluta sem eftir verður hér þegar lífið skilur við hann !
Það sem lifir þegar maðurinn deyr jarðneskum dauða er sannarlega ekki líkaminn. Hann er einungis húsið sem sálin býr í meðan jarðneska tilveran varir. Hann er aðeins hylki, umbúðir, og enganveginn hinn óforgengilegi hluti þeirrar sköpunar sem við erum. Við ættum öll að vita fullkomlega um endanleg afdrif líkamans, en samt virðist allt annað í gangi varðandi hann !
Líkamsdýrkun nútímans er nefnilega orðin með ólíkindum og það fólk sem allt er í efninu talar yfirleitt eins og það sé ekkert nema líkami. Það ræktar líkamann af blossandi ástríðu alla daga og virðist hirða öllu minna um sálina og nánast ekkert um andann. Svo þegar það deyr er það bara dauður líkami, ekki til að verða að jörðu, heldur ösku. Til hvers var þá öll súper-ræktunin ?
Biblían talar um að maðurinn skuli fara vel með líkama sinn og ástunda heilsusamlega lifnaðarhætti. Og skýringin er sögð sú, að meðan maðurinn lifir sé líkaminn musteri Heilags Anda sem í mönnum er fyrir atbeina Guðs. Síðan er sagt : ,,Vegsamið því Guð með líkama yðar !
Menn reyna eftir efnum og ástæðum að fara vel með hús sín, ekki vegna þess að húsið sé lifandi í sjálfu sér, heldur vegna þess að það geymir lífið sem stendur mönnum næst fjölskyldulífið !
Það þarf að varðveita heimilið í sem bestu ásigkomulagi vegna þess hlutverks sem það hefur, að innifela og tryggja fjölskyldunni skjól og varnir meðan á jarðlífinu stendur. Eins er það með líkamann. Hann þarf að vera það skjól sem honum er ætlað að vera þann tíma sem þörfin krefur !
Gömlu Grikkirnir sögðu ,,Mens Sana in Corpore Sano, heilbrigð sál í hraustum líkama. Andleg og líkamleg heilbrigði þarf að eiga samleið, þá er manneskjan heil. Ofuráhersla á líkamlega atgervisstöðu kemur yfirleitt, með einum eða öðrum hætti, niður á andlega lífinu sem líkaminn geymir !
Þegar jarðlífið er að baki, er það eðlilegasta af öllu eðlilegu að líkaminn fari aftur til jarðarinnar. Jarðneskar leifar eiga að vera jarðneskar leifar.
Þegar lífið er farið úr líkamanum og tenging sálar og anda við líkamann þar með rofin, hefur líkaminn lokið sínu hlutverki !
Það er ekkert ,,ég sem tengist því að vera grafinn eða brenndur. Lífið sem var í líkamanum er farið annað. Og þar sem það líf er, þar er það líka sem menn vilja nota hugtakið ,,ég um. Og líf okkar er þar varðveitt af Guði !
Við erum þannig enganveginn tengd því sem dautt er, heldur fullum forsendum áframhaldandi lífs. Við eigum sem sagt - þegar þar að kemur, hlutdeild í því eilífa lífi sem Guð einn gefur !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Hryðjuverk mega aðeins réttir aðilar fremja !
- Er öll endurhæfing og þroskareynsla einskisvirði ?
- Þjóðir Evrópu virðast stefna að eigin tortímingu !
- Jafndægur að vori !
- ,,Drýpur af hússins upsum erlent regn, ókunnir vindar kveina ...
- Blóðsköttuð og friðarlaus framtíð !
- Er frönsk siðmenning að verða liðin tíð ?
- Vinstri aðall má ekki verða til í villusporum íhaldsgræðginnar !
- Lækkandi lífskjör og farsældarfall !
- Postuli sérhagsmunanna !
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 235
- Sl. sólarhring: 256
- Sl. viku: 1109
- Frá upphafi: 375591
Annað
- Innlit í dag: 205
- Innlit sl. viku: 928
- Gestir í dag: 200
- IP-tölur í dag: 199
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)