Leita í fréttum mbl.is

,,Glannar, fantar og fífl !”

 

 

Ţađ mun hafa veriđ áriđ 1920 sem heiđursmađurinn Sigurđur Jónsson, bóndi á Brimnesi í Seyđisfirđi eystra, sagđi viđ Guđmund Hagalín ţáverandi ritstjóra, til skýringar á ţjóđmálalegri afstöđu sinni : ,, Ég legg mest upp úr ţví, ađ ţeir fái ađ njóta sín, sem vilja og gera sitt besta, og ađ litiđ sé eftir glönnunum og föntunum, - á fíflunum á ađ vera hćgt ađ vara sig !” Ţannig hljóđuđu orđ manns sem alltaf kunni fótum sínum forráđ á lífsins för!

 

Nú er senn öld síđan ţetta var mćlt og hvađ hefur breyst í ţessu tilliti ? Ţeir sem vilja og gera sitt besta hafa ekki fengiđ ađ njóta sín til ţessa dags, nema ađ litlu leyti. Ekki hefur mikiđ veriđ litiđ eftir glönnunum og föntunum og er hruniđ gleggsta sönnunin fyrir ţví. Og ţó ţađ ćtti ađ vera hćgt, hefur ţjóđin ekki enn lćrt ađ vara sig á fíflunum eins og menn ćttu ađ geta séđ, ef ţeir augnfara stjórnkerfiđ. Ţađ má ţví međ sanni segja, ađ seingengin sé ţroskagatan hjá mörgum í ţessu jarđlífi !

 

Ţegar ţjóđrćknir Íslendingar hötuđust viđ dönsk stjórnvöld um aldamótin 1900 og börđust af fullum krafti fyrir sjálfstćđi Íslands, hafa ţeir áreiđanlega haft ađrar og hćrri hugmyndir um ţađ hvernig íslenskt stjórnvald kćmi til međ ađ verđa en ţćr útgáfur hafa sýnt sem veruleikinn hefur kynnt til ţessa. Skyldi ekki danska ráđuneytis möppudýriđ og ţađ íslenska vera hvort öđru býsna líkt ?

 

Hefur ekki íslenska sjálfstćđiđ veriđ ţynnt út í ţađ ţynnsta af okkar eigin stjórnvöldum og snobbiđ og hégóminn upphafiđ sig hér á sama hátt og í Danmörku ?

Ganga ekki íslenskir kerfis-tauhálsar jafnt sperrtir um í snobbveislum hérlendis međ orđurnar sínar eins og danska ráđuneytishyskiđ gerđi fyrr á tíđ og gerir enn ?

 

Hvar er ţessi rammíslenski og ţjóđlegi andi sem talađ var um í sjálfstćđisbaráttunni forđum ? Af hverju hafa forustumenn ţjóđfrelsis okkar á ţeim tíma falliđ svo út í allri síđari tíma umrćđu ađ ţađ er varla á ţá minnst lengur ? Hver man nú Bjarna frá Vogi, Benedikt Sveinsson, Ara Arnalds og ađra landvarnarforingja ? Af hverju eru ýmsir ađrir - og ţađ öllu síđri menn, oftar nefndir í nútíma umrćđu en ţessir viđurkenndu og ţjóđrćknu verđleikamenn sinnar tíđar ? Skyldi rétta svariđ viđ ţví ekki blasa viđ ?

 

Jafnvel menn sem fyrrnefndur bóndi í Brimnesi hefđi vafalítiđ taliđ til glanna og fanta rísa hátt á bylgjufaldi nútíđar sem áhrifamenn og ţeir sem hann hefđi líklega taliđ til fífla, hafa fengiđ ađ dansa á kostnađ alţjóđar međ margvíslegu og býsna óţjóđlegu framferđi í dag. Er slíkt eitthvađ sem menn vilja telja til framfara og eru einhverjar ţjóđţrifnađarlegar áherslur finnanlegar í slíku ? Ekki sýnist mér ţađ. Halda virkilega einhverjir í alvöru ađ ţar sé veriđ ađ ganga einhverja götu til góđs ?

 

Yfirgengileg sérgćskan sem rćđur allri umrćđu nú um stundir og finnur sig í upptrekktum hroka á einhverjum toppi tilverunnar, mun finna sig dauđa fyrr en varir. Ţađ fólk sem hreykir sér ţar hćst nú um stundarsakir úreldist fljótt og dettur út og nýtt menningarslepjuliđ tyllir sér ţar í stađinn, fullt af sambćrilegum tilvistarhroka, en ţó ekki heldur til langs tíma. Engin nútíđ er til lengdar og jafnvel glannar, fantar og fífl syngja sitt síđasta og hverfa af sviđinu !

 

Af hverju getum viđ ekki lćrt ađ meta raunverulegt manngildi á eđlilegum forsendum og ţar međ losađ okkur viđ ţennan yfirborđsgljáa sem settur er á allt nú til dags ? Hvađ myndi Sigurđur bóndi í Brimnesi segja ef hann fengi ađ líta yfir sviđiđ í dag ?

Vegna hvers ţarf alltaf ađ reka ţetta litla samfélag okkar í undirgefnu og skríđandi kompaníi viđ glanna, fanta og fífl og ţađ í yfirgnćfandi mćli ?

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Jan. 2020
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.1.): 23
  • Sl. sólarhring: 26
  • Sl. viku: 213
  • Frá upphafi: 205290

Annađ

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 102
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband