29.1.2020 | 01:13
Neyðarkall úr Norðurþingi !
Það er stöðugt unnið að því til eflingar miðstjórnarvalds á Íslandi, að leggja niður minni sveitarfélög, sameina þau stærri sveitarfélögum eða sveitarfélagi, flytja svo allt vald í einn herkastala á stóra staðnum og byggja þar upp skrifstofubákn. Ríkiskerfishítin í Reykjavík vill hafa þetta þannig út um landið því þá er auðveldara fyrir hana að ríkja og drottna !
Og margir ganga í þau verk sem þjóna þessum markmiðum, jafnvel reynslumikið fólk sem lengi hefur starfað á vettvangi sveitarstjórnarmála í landinu og veit fullvel að aukin miðstýring þýðir ekki aukið lýðræði. En þetta fólk fær umboð og fjármuni til ráðríkis frá kerfinu og leikur síðan hlutverk gyllingarpostula sameiningar-málanna !
Þannig er stöðugt verið að efla þá stöðu mála, að fólk í hinum dreifðu byggðum hafi sem minnst um eigin kjör og aðstæður að segja. Vald fólks í minni sveitarfélögum yfir eigin örlögum, er markvisst flutt á burt úr byggðinni og persónuleg tenging fólks við kerfið eyðist og verður að engu. Og á endanum fer valdið suður yfir heiðar í óðaþéttbýlið á hugsjónageldu höfuðborgarsvæðinu !
Og allt þetta sameiningarkjaftæði er unnið á þeim forsendum, að verið sé að hækka þjónustustig og gera almenningi lífið bærilegra. Það hefur hinsvegar alls ekki gengið eftir og víða vantað mikið á það. En fólk virðist falla aftur og aftur fyrir slíkum svika málflutningi og trúa því að allt verði betra eftir sameiningu. Þvílík meðferð á sakleysingjum samfélagsins !
Og áróðurinn fyrir svokallaðri sameiningarlausn er býsna skriðþungur og lýðskrumsfullur. Töfraorðið er : ,,Bara sameinast, þá lagast allt ..! En það er aldrei neitt ákvæði um að hægt verði að fara til baka !
Borgari á Raufarhöfn hefur látið í sér heyra, kominn með ógleðina upp í háls og kok, og sagt að í Norðurþingi miðist allt við Húsavík. Hið sameinaða sveitarfélag þar er Húsavíkurríki. Það er ekki hlustað á aðrar raddir en röddina þaðan. Hún hefur burðina til að hafa hæst !
Þar fyrir austan er svo Þórshafnarríkið, og eins og menn vita, miðast allt í því sameinaða sveitarfélagi við þann höfuðstað. Bakkafjörður hefur þar lítið vægi og hið lofaða aukna þjónustustig hefur lítið komið við á þeim stað. Í Eyjafirði er Akureyri náttúrulega miðpunkturinn, í Skagafirði er valdapóllinn Sauðárkrókur, þó fríríkið Akrahreppur haldi enn frelsi sínu, til mikils angurs fyrir sameiningarsinna. Í Húnavatnsþingi austanverðu stefna sameiningarsinnar að því að byggja upp framtíðar valdamiðstöð á Blönduósi !
Kerfishítin og Reykjavíkurvaldið styður allt þetta brambolt og þaðan er það líka komið. Það er ekki hikað við að tala niður til litlu sveitarfélaganna og krefjast þess að þau sameinist í þúsund manna einingar !
Og þingið svokallaða virðist alltaf tilbúið í að styðja landsbyggðarleg óhæfuverk af ýmsu tagi, enda Reykjavíkurvaldið í yfirvaðandi stöðu þar og í reynd til alls trúandi. Enginn þarf að vænta skilnings frá þeirri samkundu frekar en fyrri daginn, enda er það klárlega mín skoðun að alþingi hafi aldrei verið verr skipað en nú er og hefur þó mannvalið þar oft áður verið í þynnra lagi og lítt endurspeglað þjóðarviljann !
Þessi sameiningarkrafa felur í sér valdboð af versta tagi, með frelsissviptingarákvæðum gagnvart almennu mannfrelsi og slík vinnubrögð kerfisins munu draga á eftir sér viðvarandi samfélagslega ósátt til framtíðar í mörgum byggðarlögum, sem mun draga úr allri samstöðu. Það er bara valtað yfir fólk !
Miðstjórnarvaldið í höfuðstaðnum er stundum svo mannfélags-fjandsamlegt að maður á bara erfitt með að trúa að menn viðhafi slíkt framferði hérlendis. Verð ég þó seint sakaður um að bera mikið traust til kerfisins sem er í raun að minni hyggju lítið annað en nokkurskonar valdapýramídi hrokafullra skíthæla !
Þegar meirihluti gengur fram með offorsi í því að kúga minnihluta er ekkert lýðræði á ferðinni. Það er bara kerfislegt ofbeldi. Engin mannréttindi eru virt með slíkum vinnubrögðum. Þeir sem starfa þannig munu uppskera hatur margra samborgara sinna og því meira hatur sem lengra er gengið !
Þurfum við virkilega á slíkum ófriði að halda í viðbót við kvótakerfis-spillinguna og óánægju-eldinn í þeim málum og annað sem að er í þessu landi, sem á þó víst að heita lýðveldi - en að því er virðist - í viðvarandi skammar-tengslum við banana-forskeytið ?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Öll stórveldi hrynja að lokum !
- Munu fyrri draugar fara á kreik..... eða ?
- Er lokastyrjöldin handan við hornið ?
- Stórauknar arðránskröfur gegn Íslandi !
- ,,Hanskinn sem passar við bandarísku höndina !
- Lítilsháttar söguleg samanburðarfræði !
- Hryðjuverk mega aðeins réttir aðilar fremja !
- Er öll endurhæfing og þroskareynsla einskisvirði ?
- Þjóðir Evrópu virðast stefna að eigin tortímingu !
- Jafndægur að vori !
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 7
- Sl. sólarhring: 293
- Sl. viku: 841
- Frá upphafi: 378192
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 714
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)