Leita í fréttum mbl.is

Bragur ortur á Skagaströnd 2015 um Ludvig Kemp !

 

Hingađ kom hann Kemp sem var

kunnur hagyrđingur.

Ekki spar á yrkingar,

almennt talinn slyngur.

 

Rétt í stuđla rak hann allt,

rímfrćđina ţekkti.

Ýmislegt hann ćriđ snjallt

orti um viđkvćmt slekti.

 

Jós hann skálum ótćpt af,

elda marga kveikti.

Allt sem honum efni gaf

upp af götu sleikti.

 

Auma bletti fljótt hann fann,

fús í ţá ađ pota.

Kunni meina-markađ ţann

manna best ađ nota.

 

Kaus ađ láta í kvćđahríđ

kviđlingana streyma.

Samdi brag um Satans lýđ

sem hér ćtti heima.

 

Margir brugđust bragnum viđ

býsna illa á köflum.

Sögđu Kemp međ sér viđ hliđ

sćg af vítisdjöflum.

 

Skiptin öll viđ ára ţá

yrđu varla stćrri.

Alltaf vćri sćgur sá

sál hans býsna nćrri.

 

Yfirfyllti eđli hans

ein og sama lína,

ađ yrkja í ţágu andskotans

illt um brćđur sína.

 

Kjaftađ slíkt um Kemp ţá var,

karlinn ţótti skćđur.

Ţuldu sumir ţorpsbúar

ţannig skammarćđur.

 

Kemp ađ slettum slíkum hló,

sleppti ei sínum ţrćđi.

Úr honum í engu dró

andúđ sumra og brćđi.

 

Áfram stríđinn orti og kvađ

eins og flestir spurđu.

Hvernig svo sem ţoldu ţađ

ţeir sem fyrir urđu.

 

Klár í gegnum kveđskapinn

komst á veginn frćgan.

Illa rćmdan orđstír sinn

aldrei taldi nćgan.

 

Síst af öllu í Sónar vist

sagđist una hafti,

međan orđsins lipra list

léki vel í kjafti.

 

Vildi líta létt međ glans

lífiđ ofar moldu.

Óskađi ţeim til andskotans

sem enga glettni ţoldu.

 

Ţar um sitthvađ ţenkti hann

ţrátt međ hneigđir kargar.

Skagstrendingum skenkti hann

skítaglósur margar.

 

Kaus í flösku ađ kíkja oft,

kunni ađ neyta veiga.

Hóf ţá glatt á hugarloft

hörku ţrumufleyga.

 

Komst ţá strax í kvćđastuđ,

klúrum metum hnekkti.

Ţar sem orđlist óhefluđ

engin takmörk ţekkti.

 

Ţegar karl ađ sumbli sat,

samdi hann skens um lýđinn.

Vildi gera í öllum at,

óţekkur og stríđinn.

 

Ţar ađ verki greitt hann gekk,

glettur fćrđi í letur.

Sitthvađ Lárus lćknir fékk,

líka séra Pétur.

 

Hann ađ báđum gerđi grín,

glöggt ţar ţekkti hagi.

Hafđi á málin háđska sýn,

húmorinn í lagi.

 

Lýsti mörgu listavel,

löngum meir en hálfur.

Einsamall á eyđimel

aldrei stóđ ţó sjálfur.

 

Ákallađi aldrei neitt

oft ţó stćđi í vanda.

Gćti hann ekki vín sér veitt

vék hann sér ađ landa.

 

Ef hann bara á sér fann

efldist bragargetan.

Nćstan allan andskotann

út úr sér ţá lét´ann.

 

Er hann ţreytti ljóđaleik,

létt var yfir karli.

Sem hann fyndi á kostakveik

kraft frá hertum jarli.

 

Galsaţrungiđ gamanmál

glćddi strauma heita.

Hvarf ţá oft úr sumra sál

svekkelsi og ţreyta.

 

Ţó hann horfinn sjónum sé,

sagan vaxtar gengi.

Nafn hans ţekkt um vísnavé

verđur áfram lengi.

 

Ţó í ýmsu ţví sem var

ţyki í lagi ađ farga,

kersknisfullir kviđlingar

kitla ennţá marga.

 

Ađ ţví hníga allar spár,

ekki beint til ţrifa,

ađ Kemp ţar muni í mati hár

međan glettur lifa.

 

Ef hann lifđi á okkar tíđ

eitt hann segja hlyti

ađ hann sći Satans lýđ

sama hvert hann liti.

 

Umdeildan ţó orđstír manns

eitthvađ kunni ađ ţvinga,

menn eru til sem minnast hans

međal Skagstrendinga !

 

Rúnar Kristjánsson

( - ort 24.10 2015 - )

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 29
  • Sl. sólarhring: 78
  • Sl. viku: 598
  • Frá upphafi: 365496

Annađ

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 511
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband