Leita í fréttum mbl.is

Hallgrímur Hrafnseyrargođi er látinn !

 

 

Sumir eru lengi ađ deyja. Ţeir veslast upp á sjúkrastofnunum mánuđum saman, heilsan er farin og ţađ er engin von um bata. Ţađ verđur ekki snúiđ aftur til lífsins sem var. Örlög manna eru undarleg og enginn skilur ţau rök sem ţar ađ baki búa. Ţessvegna verđum viđ ađ trúa, treysta ţví ađ allt fari vel ađ lokum. Ţađ er ekki bođiđ upp á annađ !

 

Svo eru ađrir sem verđa ţađ sem kallađ er – bráđkvaddir. Ţeir hverfa beint úr önn dagsins, út í blámóđuna, upp í heiđríkjuna, eđa hvernig sem viđ orđum ţađ. Ţeir eru hjá okkur, fullir af lífi og vakandi yfir verkefnum og á nćsta augnabliki eru ţeir farnir. Hafa snögglega kvatt ţetta jarđlíf !

 

Ţannig fór Hallgrímur Sveinsson, Hrafnseyrargođi međ meiru. Ađeins ţremur dögum áđur fóru tövupóstar á milli okkar. Hann fékk sannarlega ađ vera lifandi til hinstu stundar. Hallgrím ţarf ekki ađ kynna, verk hans eru ţjóđinni kunn og af flestum virt og vel metin !

 

Hann var kennari og skólastjóri, mađur fullur af lifandi ungmennafélagsanda og félagslegri framfarahvöt, mannrćktarmađur og ţjóđrćktar-mađur í öllu dagfari og sýndi ţađ jafnan međ kröftugum hćtti í rćđu og riti. Ţađ er á öllum tímum ţörf fyrir menn eins og Hallgrím Sveinsson !

 

Sem stađarhaldari á Hrafnseyri í rúm 40 ár vann hann sér góđan orđstír og var óţreytandi ásamt konu sinni í ţví verki ađ byggja ţar upp ţjóđlegt gildi stađarins í hvívetna. Hallgrímur sá ţar alla tíđ ljósiđ undir veggnum. Hann var Jóns Sigurđssonar mađur af hjarta og sál og varđi hugsjónir hans ćvinlega heilshugar í orđum og verkum !

 

Hallgrímur var líka Vestfirđingur í húđ og hár og vildi Vestfirđi upp og framar í öllu tilliti. Hann réđst í hina landskunnu útgáfustarfsemi sína međ Vestfirska forlagiđ fyrst og fremst á ţeim forsendum. Ţar dró hin ramma taug. Og vissulega verđur ţví seint neitađ ađ verkin sýna ţar merkin !

 

Íslenska ţjóđin ţyrfti ađ eignast sem flesta sem búa yfir ţví atgervi sem prýddi Hallgrím Sveinsson. Ţađ er mikil eftirsjá ađ Hrafnseyrargođanum og vonandi verđur einhver til ţess ađ taka upp merki hans og verja ţau gildi sem voru honum svo mikils virđi í lífi og starfi !

 

Ég vil svo ađ lokum ţakka góđ og gefandi kynni viđ gagnmerkan hugsjónamann, sem sýndi í öllu lífsverki sínu hvađ dáđrík framganga getur leitt til góđra sigra. Jafnframt vil ég biđja honum innilegrar blessunar á brautum hinnar óţekktu víddar sem bíđur okkar allra !

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 29
  • Sl. sólarhring: 78
  • Sl. viku: 598
  • Frá upphafi: 365496

Annađ

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 511
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband