22.2.2020 | 11:22
,,Um evrópska kristnifóbíu !
Á síðustu áratugum hefur farið í vöxt meðal evrópskra þjóða einhverskonar andúð á kristinni trú. Þar kynda bálið allskyns fordómar og kristindómnum er kennt um býsna margt af því sem aflaga hefur farið. Þó ættu allir að vita hvernig mannskepnan hefur alltaf hagað sér og svívirt og svikið trú jafnt sem góðar hugsjónir á öllum tímum og komið þannig óorði á bestu hluti !
Að baki þessum andkristnu viðhorfum býr ekki sérlega mikill söguskilningur hvað þá ærleg sannleiksleit. Enda eru þau öllu fremur tilkomin sem einhver ákærandi afleiðing af innfluttum viðhorfum. Þau falla svo í ímyndaðri víðsýnishugsun saman við uppreisnarkenndan tíðaranda í farvegi fjölmenningar !
En allt hefur þetta sína stýringu og sinn tilgang. Þegar búið er að koma evrópsku fólki til að hugsa eitthvað á þá leið að allt sé betra en kristnin, er hálfur sigur unninn fyrir hin utanaðkomandi öfl sem eru hreint ekki friðsamleg, enda eru þau leidd í afgerandi mæli af yfirtökuhugsun en ekki aðlögun !
Eftirleikurinn verður svo auðveldari, en hann er auðvitað að draga viðkomandi fólk í einhvern ákveðinn dilk, hugmyndafræðilega og trúarlega. Menn koma alltaf til með að aðhyllast eitthvað. Og áróðurinn sem rekinn er gagnvart fólki og krefst skoðanamyndunar er býsna einhliða. Og þrýstingurinn vex eftir því sem íbúar Evrópu láta meira undan !
Á sínum tíma og ekki fyrir svo ýkja löngu, var fundið upp hugtakið islamófóbía til að undirstrika meint og yfirlýst píslarvætti Múhameðstrúar-manna sem borgara á Vesturlöndum. Hinn svonefndi kristni heimur var sagður skilningslaus og umburðarlaus gagnvart islamistum og vilja tengja þá alla við slæma hluti svo sem hryðjuverk og ofbeldi !
Ákæruorðið islamófób var svo óspart notað um alla þá sem reyndu að halda sjálfstæði sínu og viðhafa gagnrýna hugsun. Það var notað hliðstætt hugtakinu rasisti og átti að hafa þær verkanir að þagga niður í öllum andmælendum og gerði það líka að mestu !
Að því kom að þessi síbylja varð til þess að fjöldi fólks varð svo hræddur við að verða kallaður islamófób að hann fór beinlínis að verða kristnifób. Vildi sem sagt ekki láta tengja sig við neitt af kristnu tagi. Ekki standa fyrir neitt af því sem hafði byggt að mestu upp þann heim sem hann þekkti !
Í slíkum tilfellum er oftast um að ræða þessa algengu manngerð sem slær út höndum og segir í fyrirfram tilbúnu varnarskyni og auðvitað í alhliða hlutleysisgír : ,, Hvað um mig ? Ég er bara 100% fríhyggjumaður !
Já, það er nefnilega það ! Og um leið er verið að segja í yfirþyrmandi uppgjafartóni, - ég nýt að vísu margskonar mannréttinda, bý við mjög ásættanlegar aðstæður, hef það bara nokkuð gott, en ég er hreint ekki tilbúinn að lýsa því yfir, að ég vilji verja eitthvað sem kallast kristin trú eða evrópsk gildi, og eiga það á hættu að vera kallaður islamófób fyrir vikið !
Svona tala náttúrulega helst þeir sem eru tækifærissinnaðir út í gegn og hirða ekki neitt um það þó að þeir sýni andlegan aumingjadóm með afstöðu sinni til mála. En við skulum samt gera okkur grein fyrir því að þeir sem þannig tala eru hreint ekki svo fáir og þeim fer fjölgandi !
En spurningar dagsins í þessum efnum eru ósköp einfaldar, þó erfitt virðist að fá skýr svör við þeim. Hverjir eiga að verja kristindóminn ef ekki þeir kristnu ? Hverjir eiga að verja evrópsk gildi ef ekki Evrópumenn ? Og hvað verður um evrópska menningu, til framtíðar séð, ef enginn fæst á endanum til að verja hana ? Hvað um sögu okkar, bókmenntir, listir og ómetanleg tónlistarverðmæti, á þetta allt eftir að fara á haugana vegna einhverrar svartnættishugsunar aðkominna öfgamanna ?
Talið er að hugtakið islamófóbía hafi fyrst komið fram á áttunda áratug síðustu aldar og þá verið notað af talsmönnum íslamskra trúarhreyfinga í Evrópu gegn feministum. Bandaríska kvenréttindakonan og rithöfundurinn Kate Millet varð til dæmis fyrir aðkasti og uppnefnd sem islamófób !
Og hver skyldi ástæðan hafa verið ? Hún leyfði sér í nafni kvenfrelsis að hvetja íranskar konur til að kasta slæðunni !
Franski heimspekikennarinn Robert Redeker skrifaði árið 2006 : ,,Hugtakið islamófóbía er upphaflega vopn, skapað af islamistum til að þjóna markmiðum þeirra við að neyða alræðissýn sinni upp á umheiminn, en rætur hennar er að finna í algerri andlegri myrkvun ! Hugtakið var þannig vígorð frá því fyrsta. Markmiðið var og er að gera alla gagnrýni á islam glæpsamlega og upphefja í framhaldinu sharía-lög !
En gagnrýni á trúarbrögð, sama hver þau eru, er og á að vera hluti af heilbrigðum mannréttindum okkar. Gagnrýni á trúarbrögð er vörn fyrir skynsemishyggjuna og hvað er skynsemishyggjan ? Hún er líftaugin í okkar veraldlega, frjálsa lýðræðissamfélagi. Eitt af því sem gerir okkur kleyft að ganga upprétt og vera manneskjur og lúta engu kúgunarvaldi !
En samt sofum við á verðinum og erum blind fyrir þeim hættum sem vofa yfir. Og með því skeytingarlausa framferði ölum við upp fullt af manndóms-leysingjum, flögrandi fiðrildum, fólki sem vill ekki verja sitt eigið frelsi, fólki sem forðast að hafa sjálfstæðar skoðanir, fólki sem neitar að vera ábyrgir einstaklingar í eigin samfélagi !
Skilaboðin út um alla Evrópu eru sem stendur - að þú mátt vera kristnifób hvar sem er, öllum er sama, enginn talar um það, það skiptir ekki máli. Þessvegna finnst þér líka gott að geta afneitað kristninni og sagst vera fríhyggjumaður 100%. Því fylgir nefnilega engin ábyrgð !
En ef þú sýnir þig vera islamófób, verður þú auðvitað strax stimplaður sem bölvaður rasisti og hvergi í húsum hæfur, allra síst í fjölmenningarmettuðu umhverfi samtímans. Svo þú verður líklega að gæta þín á því að tala varlega, sjálfs þín vegna, og hegða þér eftir rétttrúnaðarlínunum sérstaklega þó ef þú ert að allri gerð skoðanalaus aumingi !
En ef þú ferð niður í djúpið eftir einhver ár með sökkvandi skipi, sem þú vildir ekki taka þátt í að bjarga, enn með svefndrukkin augu hins nytsama sakleysingja, heldurðu að þú gætir þá huggað þig við það á þinni síðustu stund, að þú hafir þó alltaf verið 100% fríhyggjumaður ? Ég held ekki !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 29
- Sl. sólarhring: 78
- Sl. viku: 598
- Frá upphafi: 365496
Annað
- Innlit í dag: 26
- Innlit sl. viku: 511
- Gestir í dag: 26
- IP-tölur í dag: 26
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)