Leita í fréttum mbl.is

,,Íţrótta-fyrirtćkin” !

 

 

Ţađ ćttu nú flestir ađ sjá ţađ nú til dags ađ íţróttir eru orđnar allt annađ en ţćr voru hér áđur fyrr. Nú gengur ţar allt út á peninga, ekki síst ţar sem boltinn snýst. Ţađ sem áđur hét og var félagsliđ er í raun í dag ekkert nema fyrirtćki, oftar en ekki í eigu einhvers auđkýfings !

 

Og auđvaldiđ ţar á bak viđ ţarf ekkert endilega ađ vera af meiđi ţeirrar ţjóđar ţar sem fyrirtćkiđ starfar. Ensk fótbolta-fyrirtćki geta ţessvegna veriđ í eigu rússneskra oligarka, arabískra olíukónga eđa íslenskra gervigreifa. Ţađ er ekkert ţjóđlegt viđ starfsemina lengur !

 

Og leikmennirnir – eđa öllu heldur starfsmennirnir – ganga kaupum og sölum. Verđ ţeirra er ekkert smárćđi, enda líklegir kaupendur ekki á flćđiskeri staddir. Og allt er miđađ viđ ađ kaupa vopn sem duga og tryggja gróđavćnlegan rekstur. Ţau vopn eru starfsmenn sem kunna ađ sparka frá sér. Allt í bransanum kallar á boltasnillinga sem skila mörkum, skila sigrum, skila peningum !

 

Og hvar eru ţá íţróttirnar ? Ţćr eru vafđar inn í sögu liđins tíma, alveg eins og hugtakiđ ,,Rćktun lands og lýđs.” Hinar raunsönnu íţróttir gengu ekki út á fjárhagslega stóriđju eins og íţróttir virđast gera svo mikiđ í dag !

 

Ţćr voru miđađar viđ ,,mens sana in corpore sano” - heilbrigđa sál í hraustum líkama. Ţćr voru iđkađar mönnum til vaxtar og viđgangs og fyrir heilbrigđ viđmiđ í lífinu !

 

Lárviđarsveigar íţróttamanna til forna voru heiđurstákn og sćmdarmerki, ţar var ekki veriđ ađ keppa eftir gulli á forsendum grćđgi og auđgunarhyggju. Ţá stóđu íţróttir undir nafni sem slíkar !

 

Tíminn heldur stöđugt áfram sinni för og venjur og viđmiđ breytast og ţví miđur allt of oft til hins verra. Grundvallarforsendur góđra hluta geta ţannig breyst međ ţeim hćtti ađ ekkert ţekkist ţar lengur á sama veg og áđur. Kjarninn er ţá orđinn annar eđa hefur veriđ leystur upp í andstćđu sína. Allt fariđ ađ ţjóna einhverju öđru en ađ var stefnt í byrjun !

 

Á slíku ferli má sjá, ađ jafnvel góđir hlutir geta ađ lokum orđiđ slíkir ađ ţeir séu ekki góđir lengur, einkum ţegar ţađ er orđiđ vafamál í hugum margra ađ svo sé. Ţađ er dapurlegt ţegar svo er komiđ málum !

 

Ţá er tćpast lengur um ţróun ađ rćđa, heldur öfugţróun og afturför frá heilbrigđum gildum. Ţá er búiđ ađ skadda eitthvađ sem ţótti gott og uppbyggilegt međan ţađ var og hét. Og slíkur viđsnúningur getur stundum orđiđ án ţess ađ ţađ hafi í sjálfu sér veriđ ađ honum stefnt, Menn dragast oft međ í einhvern svelg án ţess ađ hafa ćtlađ sér ţađ !

 

Ekki held ég ađ neinum hugnist í raun framvinda sem spillir hugsjónum og góđum gildum, og verđur ađ lokum einhver afskrćming ţess sem hún var hugsuđ til ađ vera og ćtti ađ vera. En ţađ er eflaust ţungt ađ standast strauminn sem veldur slíku niđurrífandi bakflćđi gildismála međ mammonískum ţrćlatökum nú til dags !

 

Íţróttir virđast mér ţví á margan hátt orđnar, fyrir áhrif óheftrar markađshyggju og efnishyggju-sjónarmiđa, međ skaddađ gildismat nú til dags. Afreksmenn vađa ţar í ţvílíku peningaflóđi ađ ţađ er međ ólíkindum. Menn geta rétt ímyndađ sér hvernig slík ofgnótt hlýtur ađ fara međ marga ţá sem eiga ađ vera öđrum góđar fyrirmyndir í íţróttalegum skilningi !

 

Ţegar hugsjónin er lögđ undir auraveltuna ađ fullu og öllu, verđur hún fljótt ađ engu. Ţá eru ţađ allt önnur markmiđ sem taka völdin og halda ţeim. Ţar er oftast meira lagt á menn en ţeir ţola !

 

Ţegar svo er komiđ er ţađ nefnilega ekki lengur íţróttin sem slík sem lađar og dregur, ţađ eru peningarnir !


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 69
  • Sl. sólarhring: 117
  • Sl. viku: 638
  • Frá upphafi: 365536

Annađ

  • Innlit í dag: 65
  • Innlit sl. viku: 550
  • Gestir í dag: 65
  • IP-tölur í dag: 63

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband