20.3.2020 | 23:29
Þegar tíðarandinn brýtur niður - !
Sagt er á hátíðastundum, að öll störf séu jafn nauðsynleg í samfélaginu, en flestir vita að það er langt frá því að þau séu virt og metin með þeim hætti. Verkfall Eflingar hefur til dæmis sýnt hvað vantar mikið upp á það, og ekki hefur því fólki verið umbunað sérlega vel sem passar börnin okkar á leikskólum og annars staðar. Já, börnin okkar, það dýrmætasta sem við eigum !
Eitt merkasta og virðingarverðasta starf sem unnið hefur verið í mannlegu samfélagi er starf húsmæðra fyrr og síðar, starf mæðra inn á heimilunum. Þar vantaði ekki fórnfýsina, þjónustulundina og ábyrgðarkenndina. En hvernig var það launað ? Það vantaði oftast mikið upp á skilning annarra á gildi þess starfs. Og hvernig fór að lokum ?
Þessu grundvallarstarfi samfélagsins var sýnd slík óvirðing að með eindæmum var. Í framhaldinu voru konur svo flæmdar út á vinnumarkaðinn, vegna þess að heimastarfið þeirra var svo lítils metið. Sumir sögðu jafnvel, að það væri ekki hægt að láta þær bara hanga heima. Heyr á endemi - hanga heima !
En það kom fljótt í ljós sem oftar, að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Ótalmargar samfélagslegar meinsemdir fóru fljótt að vaða uppi þegar konunum leyfðist ekki lengur að sinna áður þekktri varðstöðu sinni um heimilin og börnin. Afleiðingarnar urðu hrikalegar !
Þannig fór samfélagið til dæmis að koma sér upp því sem kallaðist ,,lyklabörn, börn sem enginn gat hugsað um, því nú voru báðir foreldrarnir úti að vinna, vinna fyrir meiri tekjum, vinna fyrir peningum og dugði þó vinna beggja varla til í vaxandi dýrtíð og neysluhyggju !
Skyldi einhver leið vera til að meta skaðann sem samfélagið varð fyrir, þegar konurnar voru hraktar út af heimilum sínum og sagt að fara að vinna ? Og tónninn var eins og þær hefðu bara legið í leti heima. En enginn í samfélaginu var að vinna þjóðnýtari og þarfari störf en þær !
Heimilisstörfin og uppeldishlutverkið var jafnvel óvirt af forustuliði réttindabaráttu kvenna og jafnað við kúgun og þrælahald. En nú eru margir farnir að skilja að ein skýringin á misfarnaði mannlífs á seinni árum og ekki sú minnsta, er beintengd við þá staðreynd að geysilega mikilvæg varðstaða hafði verið yfirgefin og þær manneskjur sem höfðu svo lengi staðið hana, verið neyddar til að víkja þar af verði fyrir tilverknað skilningslauss tíðaranda sem blindur var á báðum augum !
Það getur enginn til lengdar búið við þá stöðu að framlag hans sé einskis metið. Það getur enginn lagt sig allan fram endalaust án þess að njóta nokkurrar viðurkenningar. Samt gerðu konur það ótrúlega lengi !
En að lokum varð óvirðingin og neikvæðnin þeim um megn. Það þarf enginn að vera hissa á því. Það er hægt að brjóta allt sem er gott og gilt og göfugt niður með þeim hætti sem þar var gert. Og við höfum líka fengið að gjalda þess allar götur síðan, - með ómanneskjulegra samfélagi !
Ég ætla að setja hér í lokin merkilegan texta sem barst mér í hendur fyrir nokkrum árum og margir þekkja sjálfsagt. Hann er sígildur að efni og hugsun og hverjum manni þörf og gagnleg lesning. Hverjum manni sem ekki hefur þeim mun meira ský fyrir skilningarvitum sínum !
BARA HÚSMÓÐIR
Það gerðist bara.........
Börnin vöktust og klæddust.
Grauturinn eldaðist og átst.
Það bjóst um rúmin og sópaðist.
Þvotturinn þvoðist og hengdist upp.
Það gerðist við og stoppaðist í.
Það saumaðist og prjónaðist.
Tertan bakaðist og borðaðist.
Það vaskaðist upp og gekkst frá.
Börnin hugguðust og hjúfruðust.
Það breiddist yfir þau og þau kysstust góða nótt.
Þegar þau voru spurð:
Hvað gerir mamma þín ?
Urðu þau undirleit og svöruðu lágt:
Ekkert, hún er bara heima !
N.N.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 69
- Sl. sólarhring: 117
- Sl. viku: 638
- Frá upphafi: 365536
Annað
- Innlit í dag: 65
- Innlit sl. viku: 550
- Gestir í dag: 65
- IP-tölur í dag: 63
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)