Leita í fréttum mbl.is

Ekki verđur allt keypt fyrir peninga !

 

Miđađ viđ ţau lífsgćđi sem fjöldi fólks á Vesturlöndum nýtur, finnst mörgum lífiđ allt of stutt. Fólk vill hafa miklu lengri tíma til ađ njóta. En ţar geta veriđ ýmis ljón á veginum eins og margir fá ađ reyna !

 

Ţeir eru býsna margir sem eru ekki búnir ađ hlađa undir sig efnum og auđi fyrr en kemur ađ efri árunum og ţá er ekki eins gaman ađ njóta eins og ţegar fólk var ungt. Heilsan jafnvel orđin léleg eđa bara farin eftir hamstriđ og hamaganginn á grćđgisárunum. Allt hefur sem sagt sín takmörk – ţrátt fyrir fengiđ ríkidćmi !

 

Svo eftirköst eins og hrörnun og heilsuleysi vilja setja stórt strik í reikninginn hjá fólki ţó efni séu til stađar. Og sumir segja ergilega : ,, Ţađ er vegna ţess ađ lífiđ er allt of stutt !” En viđ ţurfum ekki ađ fara langt aftur í tímann ţegar međalaldur í Evrópu var ekki nema helmingur ţess sem hann er nú. Og ekki var venjulegu fólki ţá bođiđ ađ njóta neins. Ţađ lifđi allt meira og minna viđ sult og seyru !

 

Ađeins ađallinn og prestarnir lifđu nautnalífi á ţeim tíma og ţađ á erfiđi hinna vinnandi stétta. En ţeir sem flutu ofan á ţá eins og nú kvörtuđu á sama hátt og ţeir gera í dag, ,,lífiđ er allt of stutt !” Ţví alltaf kom Dauđinn ađ lokum og hann gátu menn ekki flúiđ. Menn urđu ađ hverfa frá ríkidćminu, óđulum sínum og höllum, metorđum og öllum hinum yfirflćđandi efnisgćđum. Ţurftu bara sama rúm í jörđ og ađrir !

 

Dauđinn gerđi engan greinarmun á háum og lágum og allir dóu – enginn gat keypt sig frá ţeim lokadómi. Og ríka fólkinu fannst ţađ í meira lagi skítt og svo er enn. En flest af ţví hafđi og hefur síst af öllum áunniđ sér aukinn rétt til lífsins !

 

En áfram er samt reynt ađ lengja lífiđ, ţrátt fyrir hrörnun og heilsuleysi. Sumir auđjöfrar láta skipta um blóđ í sér reglulega, ađrir fá ný líffćri austan úr heimi, hvernig sem ţau eru annars tilkomin.

Í krafti auđs geta sumir líklega lengt líf sitt um einhver ár, en ţeir lifa samt viđ áframhaldandi hrörnun. Ţeir kaupa sér ekki yngingu !

 

Jafnvel Ann Nicole gat ekki komiđ meira lífi í sinn ektamaka, enda var líf hans á förum og reyndar ekki svo langt eftir af hennar tilveru. Auđurinn breytti ţar engu um. Dauđinn fer ekki í manngreinarálit. Ţađ er ţađ meginatriđi sem tekur ekkert miđ af ríkidćmi. Allir hrörna, allir deyja !

 

Og til hvers er ţá ţetta allt ? Eru ţessi svokölluđu lífsgćđi einhvers virđi ţegar allt kemur til alls ? Erum viđ kannski alltaf ađ leita hins óforgengilega í ţví forgengilega ? Hlađa vitleysu ofan á vitleysu !

Til hvers er ađ safna auđi alla ćvi og deyja svo frá honum og spilla um leiđ afkomendum sínum međ ríkidćminu ?

 

Ţannig fer fyrir öllum sem leita á röngum stöđum. Hamingjan er ekki fólgin í veraldlegum auđi, líf í fullri gnćgđ er fólgiđ í ţjónustu viđ andleg gildi sem eru og verđa. Ađeins sá sem fórnar sjálfum sér sigrar Dauđann og erfir hiđ Eilífa Líf ! Ţannig er lögmál Almćttisins og hefur alltaf veriđ !


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.4.): 275
  • Sl. sólarhring: 281
  • Sl. viku: 1106
  • Frá upphafi: 376063

Annađ

  • Innlit í dag: 240
  • Innlit sl. viku: 909
  • Gestir í dag: 236
  • IP-tölur í dag: 234

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband