31.10.2020 | 11:59
Hið ábyrgðarlausa einkaframtak !
Sú var tíðin að menn sem hófu rekstur þurftu að axla mikla ábyrgð. Ef illa gekk eða áraði gátu menn farið á hausinn með allt sitt. Áhættan sem fólst í því að hefja rekstur gerði það því sjálfkrafa að verkum að færri en ella fóru út í slíkt ævintýri. Það var heldur ekki á allra færi og enn síður í þá daga !
Það mátti því gera ráð fyrir að þeir sem tóku áhættuna og hófu rekstur hefðu nokkuð til brunns að bera og þannig vissa hæfni til hlutanna. En það breytti því ekki að ábyrgir urðu þeir að vera !
En þannig var það nú meðan einkaframtakið var miklum mun heilbrigðara en það virðist vera í dag. Nú virðist sem allt einkaframtak sé meira og minna á ábyrgð ríkissjóðs. Ef einhver telur sig verða fyrir áföllum eða tekjutapi í dag verður hann að fá bætur frá ríkinu !
Eigin ábyrgð manna á rekstri virðist þannig gjörsamlega horfin. Henni hefur verið ýtt út af borðinu, að því er virðist til hagsbóta fyrir allskyns ævintýramenn. Skattpeningurinn okkar virðist svo standa þeim til boða í hvert skipti sem þeir telja sig hafa tapað einhverju. Með þessum hætti virðist stór hluti af hinu svokallaða einkaframtaki í landinu vera í raun ríkisrekinn !
Sú staða er með ólíkindum ! Í ferðaþjónustunni virðast menn jafnvel geta heimtað bætur fyrir áætlaðar tekjur sem eru svo skilgreindar tapaðar. Hvernig er hægt að krefjast bóta fyrir eitthvað sem var áætlað fram í tímann, miðað við að allt gengi að óskum ? Hvar er rekstrarábyrgðin, hvar er einkaframtaksaðilinn sem á að bera ábyrgð á eigin gjörðum ?
Er þetta ein afleiðingin af því þegar ehf vitleysan (eigin-hagsmuna-félög) var sett á koppinn vegna hyldjúprar samúðar með sárþjáðum rekstraraðilum af samsálar félögum þeirra í stjórnkerfinu ? Voru menn þá ekki bara leystir frá því að vera ábyrgir gjörða sinna ?
Svipuð er rekstrarvitleysan orðin með fiskinn í sjónum sem er óveiddur, en samkvæmt kvótakerfinu eign tiltekinna útgerðarfyrirtækja. Hér áður fyrr varð að veiða fiskinn til þess að hann yrði skilgreindur sem eign !
Nú syndir þessi fiskur um með merkimiða og tilheyrir greifunum. Svo eru fengnir einhverjir þrælar til að veiða hann fyrir aðalinn og skiptir þá víst litlu hvert heilsufar þeirra er, ef bara er hægt að láta þá vinna !
Margt er sannarlega að hjá okkur, en mér blöskrar þó fyrst og fremst sú staðreynd að það virðist engin eðlileg ábyrgð vera til staðar varðandi rekstur fyrirtækja nú til dags. Ef vel gengur sýnir lífsstíllinn merkin, en ef mínusar koma til verða aðrir að borga og bjarga - skattborgarar þessa lands !
Ég er félagshyggjumaður að eðlisfari, en ég hef alltaf getað virt ærlegt einstaklingsframtak, enda er slíkt hverju samfélagi til styrktar. En mér sýnist ekkert vera að byggja undir slíkt einstaklingsframtak í dag. Núorðið virðast rekstraraðilar meira og minna á spenum hjá ríki og bæjarfélögum. Það er óhugnanleg framvinda mála !
Hvernig er hægt að láta alla þessa rekstraraðila, marga með gjörsamlega óraunhæfar skýjaáætlanir, fá bætur úr ríkissjóði, þegar þeirra ,,dreamworks virka ekki ? Ef það á að hafa hlutina svona, er ekkert framundan nema hrun og það meira hrun en við höfum áður séð, hrun sem enginn jafnar sig á og rústar líklega samfélaginu !
Inn í slíkt hrun stefnum við að öllu óbreyttu og enginn virðist hafa neitt við það að athuga. Það er líklega ,,áhættan við það að búa á Íslandi eins og einn stjórnmálamaður okkar leyfði sér að segja til skýringar á fyrra hruninu.
Við virðumst fljóta sofandi og andvaralaus að feigðarósi í dag, meðal annars undir gunnfánum ábyrgðarlauss einkaframtaks og það er ekkert nema stefna til hruns. Við getum ekki verið með alla rekstraraðila í landinu á framfærslu ríkissjóðs og það eru heldur engin rök sem mæla með því !
En það er svo sem jafnljóst fyrir því, að enginn mun bera ábyrgð á hinu endanlega hruni þegar að því kemur !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 29
- Sl. sólarhring: 78
- Sl. viku: 598
- Frá upphafi: 365496
Annað
- Innlit í dag: 26
- Innlit sl. viku: 511
- Gestir í dag: 26
- IP-tölur í dag: 26
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)