Leita í fréttum mbl.is

Ađ hafna heiđurskórónu !

 

 

Lífiđ er almennt skilgreint, eins og ţađ horfir viđ dauđlegum mönnum, sem tímabiliđ frá fćđingu til dauđa, frá vöggu til grafar. Mannsćvin er sögđ vera 70 til 80 ár, sumir lifa ţó lengur en ađrir skemur. Ţví miđur deyja margir ungir og erfiđast ţykir okkur ađ sćtta okkur viđ ţađ ţegar börn deyja og ţađ jafnvel nýfćdd !

 

En viđ mennirnir höfum aldrei stjórnađ örlögum okkar og munum áreiđanlega aldrei gera ţađ. Enda fer líklega best á ţví ađ ţađ vald sé ekki í okkar höndum, ţví ţađ yrđi eflaust misnotađ af okkur eins og allt annađ !

 

Allir komast ađ ţví ađ ţeir verđa gamlir ef ţeir lifa svo lengi. Og sagt er ađ međ aldrinum fylgi viska og reynsla sem komi sér vel. Og víđast er líka svo kennt ađ aldur krefjist virđingar og í Orđskviđum Biblíunnar 16 : 31 er sagt : ,, Gráar hćrur eru heiđurskóróna, á vegi réttlćtis öđlast menn hana !” Gráa háriđ á sem sagt skiliđ virđingu. Ţar höfum viđ ţađ !

 

En ekki virđist fólk nú á dögum vera sérlega hrifiđ af ţessari heiđurskórónu. Mađur sér ţađ til dćmis hjá blessuđum konunum, sem láta lita hár sitt svo ţćr sjást ekki međ eitt grátt hár ţó komnar séu yfir áttrćtt. Og svei mér ţá ef sumir karlarnir gera ţađ ekki líka !

 

Ég man eftir ömmu minni sem var komin međ svo fallegt hvítt og grátt hár. Hún var svo virđuleg og góđleg, enda ţótti mér ákaflega vćnt um hana. En svo gekk líklega nýr tími í garđ. Einn daginn var blessunin hún amma mín komin međ kolsvartan hadd og einhvernveginn strangari á ađ líta. Mér hnykkti viđ og fannst breytingin hreint ekki til bóta !

 

Ţá vissi ég ekkert um heiđurskórónu gráu háranna, en fannst einhvernveginn eđlilegra og réttara ađ aldrađ fólk vćri gráhćrt. Mér fannst ađ tilraunir til ađ snúa ţeim hlutum viđ vćru bara plat. Ţađ vćri einhverskonar uppreisn gegn eđlilegri framvindu mála og eiginlega ekki alveg eins og ţađ ćtti ađ vera !

 

Svo ţegar ég frćddist síđar um ađ gráu hárin vćru heiđurskóróna hinna öldruđu, fannst mér ţađ fullkomlega rétt, enda spekin oft nćrtćk slíku fólki. Og hér áđur ţegar unga fólkiđ vildi hlusta á gamla fólkiđ, gat viska reynslunnar fćrst milli kynslóđa, ólíkt ţví sem á sér stađ í dag !

 

En af hverju eru svo margir fúsir til ađ hafna heiđurskórónunni ? Heldur fólk virkilega ađ ţađ geti breytt stađreyndum aldurs og ára međ hárlitun og öđru blekkingarferli ? Af hverju vill ţađ ekki ţiggja ţann virđuleika og góđleika sem fylgir kórónunni ?

 

Jú, skyldi skýringin ekki vera nokkuđ augljós. Mannlegt líf er fullt af hégóma, nánast frá vöggu til grafar. Ţađ er alltaf veriđ ađ eltast viđ einhvern sýndarveruleika. Ţessvegna er fólk alltaf ađ reyna ađ breyta stađreyndum og sýnast annađ en ţađ er !

 

Fjöldi fólks fer ţví ţessa ,,yngingarleiđ,” líklega bara í góđri trú, ţví tíđarandinn ýtir undir allt slíkt, eins öfugsnúinn og hann er. Jafnvel blessunin hún amma mín fór út í ţetta og fékk sér svartan hadd. Eins og hún var nú flott međ kórónuna sína !

 

En konur af hennar kynslóđ voru ţá byrjađar á ţessu hárlitunarstandi og ţannig hefur ţađ líklega smitađ út frá sér. Og heldur hefur ţađ nú aukist á síđari árum. En stađreynd málsins er samt óbreytt og verđur sú - ađ heiđurskórónu getur enginn sýnt nema sá sem er međ hana !

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 48
  • Sl. sólarhring: 93
  • Sl. viku: 1185
  • Frá upphafi: 316871

Annađ

  • Innlit í dag: 38
  • Innlit sl. viku: 885
  • Gestir í dag: 38
  • IP-tölur í dag: 38

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband