Leita í fréttum mbl.is

Biden bull og Nató della !

 

Joe Biden er líklega hvorki betri eđa verri en Bandaríkjaforsetar eru vanir ađ vera. Ţađ er jafnvel hugsanlegt ađ hann geti orđiđ međal ţeirra skárri ţegar allt verđur taliđ. En eins og sumir ţeirra hafa veriđ, er hann stundum illa upplýstur. Og ţađ er slćmt mál ţegar forseti Bandaríkjanna á í hlut !

 

Biden virđist engu betur upplýstur um málin í Afghanistan en John F. Kennedy var á sínum tíma um Svínaflóa innrásina, sem varđ Bandaríkjamönnum mikill álitshnekkir á fyrsta valdaári hans. Ţá lćrđi Kennedy líklega ţá lexíu sem fćstir Bandaríkjaforsetar hafa lćrt - ađ CIA er í flestum tilvikum afleitur upplýsingagjafi !

 

Ţađ var heldur neyđarlegt ađ heyra Biden forseta tala um afghanska herinn sem bardagahćfan og öflugan her upp á 300.000 manns, og hinar nýţjálfuđu og sterku sveitir sem kćmu til liđs viđ hann, og ađ ţessi herafli ćtti alveg ađ hafa í fullu tré viđ talibana sem vćru um 75.000 talsins !

 

Á sama tíma og forsetinn var ađ bera fram ţessa veruleikafirru, var afghanski herinn ađ leysast upp í skipulagslausan skara og hćtta ađ vera her. Nýţjálfuđu sveitirnar gufuđu svo upp í framhaldinu eđa samtímis og Bandaríkin og Nató sátu eftir međ sárt enniđ og svarta Pétur einan á hendi….. Ţađ er sannarlega ekki í fyrsta skipti sem ţađ gerist !

 

Og á svipuđum tíma flutti afghanski forsetinn rćđu međ áskorun um ađ nú ţyrftu menn ađ standa saman og berjast fyrir ţví sem vćri í veđi, en á međan var hann sjálfur ađ undirbúa flótta sinn frá landinu. Og heimildir herma ađ hann hafi ekki beinlínis fariđ tómhentur !

 

Hvernig stendur á ţessum aumingjahćtti öllum saman ? Jú, Bandaríkjamenn og forustumenn Nató virđast aldrei hafa skiliđ hugsunarhátt Afghana eđa afghanska ţjóđfélags-hćtti yfir höfuđ. Ţeir ćtluđu bara ađ búa til eitthvađ nýtt ţjóđfélag í Afghanistan – líklega einhverskonar vestrćnt Afghanistan !

 

En ţađ var engin undirstađa til fyrir slíkt í landinu. Ćttflokkakerfiđ er ţar nánast allsráđandi og hollusta manna tengist flestu öđru fremur en ríkisreknu miđstjórnarkerfi. Kabúl hefur veriđ eitt og landsbyggđin annađ, eins og viđ Íslendingar ţekkjum til dćmis í gegnum margan vandrćđaganginn hér. Spillt höfuđborgarmafía á auđvitađ ekki ađ ráđskast međ alla hluti, - hvorki í Kabúl né Reykjavík !

 

Og ţađ er sama hvađ her er vel vopnum búinn, ef hann veit ekki fyrir hvađ hann á ađ berjast og hefur enga bitastćđa forustu. Ţađ hefur margsannast í hernađarsögunni. Franski herinn sýndi ţađ til dćmis 1940 ađ hann var merglaus og forustan engin. Enda hrundi hann viđ fyrsta högg !

 

Ţá var reyndar líka sagt ađ Rauđi herinn myndi hrynja á sama hátt viđ innrás, en ţađ var nú eitthvađ annađ. Rússar hafa alltaf sýnt ađ ţeir eru ódeigir viđ ađ verja land sitt. Menn verđa ađ vita í huga sínum og hjarta fyrir hverju er veriđ ađ berjast !

 

Afghanir vissu ţađ hreinlega ekki, enda er ríkishugtakiđ, sem fyrr segir, ekki sérlega sterkt í ţeirra hugsanagangi, og ţarlendir menn ekki aldir upp viđ ţađ ađ ţjóna slíku fyrirbćri. Auk ţess var vađandi spilling samfara valdinu í Kabúl og valdamenn flestir ađ reyna ađ grćđa á ástandinu - prívat og persónulega !

 

Nú er líklega allur vopnabúnađur hins mikla afghanska hers og nýju sveitanna kominn í hendur talibana og má ţví segja ađ Bandaríkin og Nató hafi lagt ţeim allt ţađ herfang í hendur. En hergögn frá Bandaríkjunum sem fariđ hafa til Pakistans hafa nú kannski líka ratađ í hendur talibana ?

 

Ekki er ólíklegt ađ Biden forseti velti ţví nú fyrir sér, svipađ og Kennedy forđum, hverskonar gögn ţađ séu sem hann er látinn fá í hendurnar um framvindu mála. Og líklega er hann bara hundfúll. Ţađ ţykir sjálfsagt engum gott ađ standa frammi fyrir fulltrúum fjölmiđla heimsins og bulla !


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 66
  • Sl. sólarhring: 114
  • Sl. viku: 635
  • Frá upphafi: 365533

Annađ

  • Innlit í dag: 62
  • Innlit sl. viku: 547
  • Gestir í dag: 62
  • IP-tölur í dag: 60

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband