Leita í fréttum mbl.is

,,Ađ borga allt of háan skemmtanaskatt ?"

 

 

Íslendingar hafa nú fengiđ yfir sig nokkrar bylgjur af Covid-19 og sumar ađ talsverđu leyti vegna ţess ađ fólk hefur skort úthald í varnarbaráttunni gegn ţessum vágesti. Yfirvöld hafa líka stundum slakađ á viđ hálfan sigur, enda mun ţrýstingur fyrir afléttingu á hömlum, einkum frá fjármagns-ađilum, vera töluvert meiri en veruleikinn ćtti ađ leyfa !

 

Fólki ţykir illt ađ vera undir hömlum, bođ og bönn eiga illa viđ nútímann.Sennilega vćrum viđ komin töluvert lengra í baráttunni viđ Covid-19 ef fólk vćri ekki alltaf í svo mikilli ţörf fyrir ađ sletta úr klaufunum sem raun ber vitni !

 

Allskonar ótímabćrar skemmtisamkomur hafa hleypt upp hópsmitum sem erfitt hefur veriđ ađ fást viđ og kveđa niđur. Ţađ er býsna hár skemmtanaskattur sem ţjóđin ţarf ađ borga vegna ţess !

 

Af hverju erum viđ ađ taka slíka áhćttu ? Getum viđ ekki setiđ á okkur ţar til hćttan er áţreifanlega hjá liđin ? Getum viđ ekki sýnt heilbrigđa skynsemi ţegar viđ stöndum frammi fyrir hćttu sem ógnar samfélaginu ? Erum viđ kannski í gíslingu fjármálaafla sem heimta stöđugt meiri tekjur í kassa sína ?

 

Viđ skulum hafa ţađ í huga ađ alfrelsi er engum gott. Gott samfélag verđur aldrei byggt upp í gegnum alfrelsi. Ţađ verđa ađ vera lög og reglur og ţeim verđur ađ hlýđa. Hvađ sagđi ekki George Washington : ,, Mannkyniđ, ţegar ţađ er látiđ sjálfrátt, er óhćft til ađ stjórna sér sjálft !” Ţađ verđur ađ vera eđlileg stjórn á lífsmálunum, samfélaginu öllu til uppbyggingar og heilla og ţađ verđur ađ vera agi til stađar !

 

Viđ höfum margsinnis orđiđ vitni ađ ţví ađ ótímabćr veisluhöld, í kringum svo til óheft skemmtanahald, hafa keyrt Covid-veiruna upp. Ţađ er talađ um ná hjarđónćmi en enginn veit í raun hvenćr ţví er náđ eđa hverju ţarf ađ fórna til ţess. Og viđ skulum hafa í huga, ađ visst agaleysi í glímunni viđ ţessa farsótt, er ađ kosta okkur mannslíf !

 

Óvinur af ţví tagi sem Covid-19 er, á og verđur ađ kalla á ţjóđfélagslega samstöđu. Ţađ er eina leiđin til ađ sigrast á slíkri vá. Ţađ ţýđir ekki ađ skella skollaeyrum viđ hćttunni og dansa áfram í kringum gullkálfinn.

 

Ţađ ţýđir ekki ađ einblína á einhvern tekjuauka í stöđu sem ţessari. Innvígđir og innmúrađir kapítalistar geta líka dáiđ. Dautt fólk hefur hvorki gagn né gleđi af peningalegum ágóđa !

 

Reynum nú einu sinni ađ sýna lifandi samfélagskennd og standa okkur á ţessu prófi. Ţađ er svo margt í húfi. Ţađ er eiginlega allt í húfi.

Hvađa framtíđ koma börnin okkar til međ ađ erfa ef viđ sigrumst ekki á ţessum fjanda ?

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 29
  • Sl. sólarhring: 78
  • Sl. viku: 598
  • Frá upphafi: 365496

Annađ

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 511
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband