19.11.2021 | 20:26
Um tómlætisástand allrar tilveru !
Fólk sem lifir nú á 21. öldinni, reynir eins og það frekast getur að tala um tíma síðustu aldar sem eitthvað sem aldrei komi aftur, hinar blóðugu heimsstyrjaldir og nánast alla atburðarás þess tíma. Það virðist líta á síðustu aldaskil sem kaflaskipti í sögu mannkynsins, hið ljóta sé að baki og betri tíð framundan, en því miður, fátt er fjær sanni !
Maðurinn er nákvæmlega sama siðleysisskepnan í dag og hann hefur alltaf verið. Eða hvað kennir manninum betri siði í dag ? Sennilega enn færra en gerði það áður. Hann er í uppreisn gegn öllum siðalögmálum og vill vera frjáls og undanþeginn öllum boðum og bönnum. En maður sem er haldinn þeirri andfélagslegu hugsun að hann sé sinn eiginn guð er samfélagslega hættulegur og þannig virðast margir vera í dag !
Úrkynjun er alltaf raunverulegur möguleiki í tengslum við mannlífið. Og það sýnir sig glöggt í samtíðinni. Þegar velmegunarstig er orðið það hátt að það gerir litlar kröfur til mannsins um að standa sig, koma fljótt í ljós ýmis úrkynjunar-einkenni. Það þarf ekki að fara víðar en bara smáhring um Norðurlöndin til að sjá þetta.
Við virðumst t.d. ekki vera að skapa neitt í dag í skáldskap og listum sem jafnast á við verk fyrri tíma höfunda, sem börðust nánast við hungurmörk í gamla daga. En það er samt sannarlega látið eins og svo sé !
Hvað myndi Michelangelo segja um stöðuna í dag ? Ég held að honum myndi lítast afskaplega illa á hana. Og hvers vegna ? Einkum vegna þess að aðeins lítill hluti þeirra sem kalla sig listamenn í dag eru trúlega í raun og veru listamenn og tilbúnir að fórna einhverju fyrir listina !
En þess er ekki krafist nú á tímum og velsældarsamfélag svokallaðra listamanna sýnist öllu heldur vera til staðar í dag. Þar virðist fólk þrífast ágætlega með fullan kvið við flottar aðstæður. Það lifir á styrkjum og stuðningi hvern dag og virðist ekki hafa tíma til að skapa neitt !
Og samfélagið borgar fyrir það allt, en svo lítið virðist koma þar á móti að ég held að það framlag sé varla þess virði að á það sé minnst. Íslenskt listalíf virðist svo til allt vera á opinberu framfæri í dag og einmitt þessvegna verður ekkert til sem einhverju máli skiptir og svipað ástand er á allt of mörgum sviðum. Við erum ekki í framför, við erum í afturför !
Það er lifað á ímyndaðri list í svo mörgu og verkin sem stöðugt er talað um að skapa verða aldrei til. Hvað ætti svo sem að þrýsta á sanna listsköpun í yfirstandandi lognmollu nægtanna ? Og líklega eru bara 10% bókaðra listamanna raunverulegir listamenn sem gætu hugsanlega skapað eitthvað ?
Allmargt fólk fæðist auðvitað sem fyrr með mikla listræna hæfileika, en ég held að það sé að stórum hluta eyðilagt með því meðvitundarleysi gagnvart list sem ræður greinilega ferðinni í dag. Það dregst með í hópferð heimskunnar eins og fjármálalífsaðallinn gerði fyrir hrun. Það má ekki skemma skemmtunina þó allt sé á kolvitlausu stími út í svartnætti svikalogns og blindrar sérgæsku !
Og hvert stefnir þjóðarskútan, hún stefnir auðvitað beint inn í skerjagarð skítmennskunnar eins og fyrir hrun. Okkur virðist hreint ekki viðbjargandi vegna þeirra blekkinga sem við beitum okkur sjálf !
Og verst er svo það að við eigum enga frambærilega forustumenn frekar en fyrri daginn. Það er sjáanlega engin bitastæð framtíðarsýn í gangi hjá því liði sem stjórnar !
,,Aha, þjóðfélagið, það lafir (kannski) meðan við lifum !“ virðist þetta ferilskráarfasta forustufólk hugsa, ef það hugsar þá, og svo stingur það höfðinu í sand mannhrokans og gerir lítið sem ekkert að gagni !
Og allar mannlegar dyggðir segja með sínum hætti við slíka forustu, yfir öll andleg svið mannshugans : – ,,Skammist þið ykkar !”
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Ort til gamans af litlu tilefni !
- Er greiningarhæfni Íslendinga að verða að engu ?
- Öll stórveldi hrynja að lokum !
- Munu fyrri draugar fara á kreik..... eða ?
- Er lokastyrjöldin handan við hornið ?
- Stórauknar arðránskröfur gegn Íslandi !
- ,,Hanskinn sem passar við bandarísku höndina“ !
- Lítilsháttar söguleg samanburðarfræði !
- Hryðjuverk mega aðeins réttir aðilar fremja !
- Er öll endurhæfing og þroskareynsla einskisvirði ?
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.4.): 1
- Sl. sólarhring: 143
- Sl. viku: 680
- Frá upphafi: 379092
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 514
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)