28.6.2022 | 10:29
Hernaðarhyggja leiðir ekki til friðar !
Það er útbreiddur misskilningur að hernaðarbandalög efli frið. Þvert á móti stuðla þau að því að viðhalda ótryggu ástandi því forsendan fyrir tilvist þeirra er viðvarandi stríðshætta. Og stundum hefur sú tilhneiging þeirra að viðhalda mátulegri spennu farið úr böndunum og þá hefur brotist út stríð !
Og stríð er viðbjóður hvar sem það er. Fréttamenn á öllum rásum velta sér upp úr hryllingnum og manndrápunum og allt er þetta efni sent á færibandi fjölmiðlaáróðurs og pólitískra lyga inn í stofur heimila okkar sem eiga þó að heita friðhelg. Ég er hættur að horfa á sjónvarps-fréttir af þeim sökum. Tel mig geta nýtt tíma minn til heilbrigðari hluta en að hanga yfir slíku !
Það ættu flestir að vita, að til að hernaðarbandalög geti haldið fullum dampi þurfa þau fjárframlög og þau nokkuð rífleg. Aðildarríki hernaðarbandalaga eru flest í þeirri stöðu að telja sér ógnað og óttast stríð. Þessvegna hafa þau gerst aðilar. Sá ótti fæðir af sér aukin fjárframlög til viðkomandi hernaðarbandalaga frá þjóðþingum og ýmsum ráðandi hagsmunaaðilum. Og hann elur jafnframt á meiri hernaðarhyggju !
Ef varanlegt friðarástand skapast verður fljótlega farið að tala um að minnka framlög til hernaðarmála og hernaðarbandalaga. Það verður jafnvel farið að tala um að leggja hernaðarbandalög niður. Það er alls staðar svo, að hægt er að nota peningana í nóg annað og þarna er um mikla peninga að ræða. Þetta vita stríðshaukar og æsingamenn mætavel !
Slíkir menn líta því svo á að stöðugt verði að skapa markaðsaðstæður til að rífleg framlög til hernaðarmála skili sér. Stríðsmálaráðuneytin sjá til þess að þau geri það. Þau eru sköpuð með sífelldum yfirlýsingum sem vekja ótta og ugg. Flestir hljóta að kannast við þá síbylju í fréttum hvers dags !
Óvinurinn sem verður að vera til, er sagður vera að gera þetta og hitt. Hann sé kominn fram úr í vopnabúnaði. Það verði að bregðast við því. ,,Og hvernig þá ? spyrja illa upplýstir þingmenn og fjölmiðlamenn. Og þá er hið himneska svar gefið með grátklökkum bænarrómi : ,,Okkur vantar meiri peninga, bara svo við getum tryggt öryggi ykkar !!!
En það eru tómar blekkingar í gangi. Vopnaframleiðslan er löngu orðin svo snar þáttur í efnahagsmálum fjölmargra þjóða að veröldin er full af vopnabúnaði og sú staða heimtar áframhaldandi markaðsaðstæður fyrir framleiðsluna. Og hvert er þá svarið ? Jú, stríð, ekki samt allt of stórt, bara svona til að efnahagsmálin gangi vel og framleiðslan seljist. Þannig er raunstaða þess öryggis sem okkur er talin trú um að við búum við og sú staða er fölsk, rammfölsk. Við erum höfð að fíflum allan ársins hring !
Það má með öðrum orðum ekki skapa of friðsamlegt ástand. Þá þornar peningalindin upp fyrir hernaðarhyggjuna og fólk fyllist öryggi og vongleði um framtíð heimsins. Það má ekki gerast. Nei, halda verður við stöðugum ótta um stríð og það er líka miskunnarlaust gert !
Stríðshætta er oftast mögnuð upp með ágengni. Þannig byrjaði ástandið líka í Úkraínu. Ágengnin var bæði að austan og vestan. Hinum utanaðkomandi öflum var auðvitað skítsama um sjálfstæði Úkraínu !
Markmiðið var að ná landinu og auðlindum þess undir sig, með fjármálavaldi (að vestan) eða í versta falli beinu hervaldi (að austan). Tekjustig almennings í Úkraínu hefur lítið lagast á þessum 30 árum frá sjálfstæði, enda enginn að hugsa þar um almannahag, en forsetar landsins og fleiri ráðamenn í lykilstöðum hafa orðið margmilljónerar. Hvaðan skyldu þeir hafa haft þær tekjur sínar ?
Spyrja má : Hverjir eru að kaupa og yfirtaka landið og réttinn til nýtingar auðlinda þess frá fólkinu sem byggir það, í gegnum falska forustusveit ? Er aðferðin ekki sú sama og verið er að beita gegn Íslandi með orkupökkum, þjónustustyrkjum og allskyns ágangi gegn sjálfstæði okkar og íslenskum yfirráðum yfir íslenskum auðlindum ? Er asninn gamli gulli klyfjaður ekki enn á ferð um borgarhlið og landamæri þar sem allt er til sölu !
En við skulum líka gera okkur grein fyrir því að græðgi verður ekki til af engu. Það er eitthvað í sigti sem þarf að komast yfir með einhverjum ráðum. Það væri engin ágengni við Ísland ef við ættum ekki auðlindir. Það væri heldur engin ágengni við Úkraínu ef landið ætti engar auðlindir. Það væri ekkert stríð í Úkraínu ef ekki væri eftir neinu að slægjast þar !
Látum ekki villa og trylla okkur út í styrjaldaræsingar. Verum ekki með í því að hleypa einhverju brjálæði af stað sem ekki verður stöðvað. Gamalt spakmæli segir : Í upphafi skyldi endinn skoða !
Tökum ekki þátt í svínaríi áróðurs og fjölmiðlalyga og styðjum ekki uppbyggingu hernaðarhyggju og hernaðarbandalaga. Slíkt hlýtur fyrr eða síðar að leiða til þess að allt fer í bál og brand í þessari veröld okkar !
Styðjum frið á hreinum forsendum og tölum aldrei með stríði eða málstað þeirra sem lifa og þrífast á hernaðarhyggju !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:34 | Facebook
Nýjustu færslur
- Er lokastyrjöldin handan við hornið ?
- Stórauknar arðránskröfur gegn Íslandi !
- ,,Hanskinn sem passar við bandarísku höndina !
- Lítilsháttar söguleg samanburðarfræði !
- Hryðjuverk mega aðeins réttir aðilar fremja !
- Er öll endurhæfing og þroskareynsla einskisvirði ?
- Þjóðir Evrópu virðast stefna að eigin tortímingu !
- Jafndægur að vori !
- ,,Drýpur af hússins upsum erlent regn, ókunnir vindar kveina ...
- Blóðsköttuð og friðarlaus framtíð !
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.4.): 27
- Sl. sólarhring: 76
- Sl. viku: 1027
- Frá upphafi: 377541
Annað
- Innlit í dag: 23
- Innlit sl. viku: 886
- Gestir í dag: 23
- IP-tölur í dag: 23
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)