9.9.2022 | 21:24
Hryllingsópera heilbrigðismálanna !
Íslenska heilbrigðiskerfið þótti í eina tíð nokkuð gott. Það naut stuðnings meðal landsmanna og mikill meirihluti þjóðarinnar hefur jafnan viljað að þessi málaflokkur væri á verkefnaskrá ríkisins !
En sú tiltrú og sá stuðningur sem heilbrigðiskerfið bjó lengstum við af hálfu landsmanna hefur orðið fyrir ýmsum áföllum á síðari árum. Ýmsir telja að innan kerfisins hafi lengi starfað margir áhrifavaldar sem hafi í raun viljað það burt úr allri tilvist og kjósi að einkavæða það allt !
Margt bendir til að slíkar grunsemdir séu ekki úr lausu lofti gripnar. Sérgæskuöfl samfélagsins hafa lengi verið í sókn og viljað ná öllu undir sig sem hægt er. Þar er sýnilega engin hugsun um almannaheill í gangi!
Þar er að verki það sem kalla má beinharðan kapítalisma, sem beinist að því að arðræna sem mest ríki, sveitarfélög og almenning, án nokkurrar samfélagslegrar samvisku !
Allskyns einkavæðingarhugmyndir hafa á undanförnum árum grafið af miklum áhuga undan ríkisforsjá þessara mála svo að nú má segja að kerfið sé komið með tvö höfuð, annað ríkisrekið en hitt einkavætt !
Það getur víst enginn þjónað tveimur herrum svo að full trúmennska gildi í báðum tilfellum og ein skýringin á erfiðleikum heilbrigðiskerfisins felst líklega í misbrestum því viðvíkjandi. Það heyrist að minnsta kosti oft í almennri umræðu um heilbrigðismálin þegar fólk tjáir sig um þau, að þar séu áreiðanlega ekki allir trúir sem ættu þó að vera það !
Margir halda því blákalt fram, að starfsbreytingar meðal ráðherraliðsins við áframhald stjórnarsamstarfsins, hafi einkum og sér í lagi haft það að markmiði af hálfu valdamikilla aðila að losna við Svandísi Svavarsdóttur úr stól heilbrigðismálaráðherra !
Því er haldið fram í því sambandi að einkavæðingarsinnum meðal stjórnarliðsins hafi þótt Svandís vera að byggja upp aukna trú á ríkisforsjá þessara mála með skeleggri framgöngu sinni sem ráðherra málaflokksins og það hafi alls ekki mátt gera !
Menn geta haft sínar skoðanir á því máli, en staðreyndin varð þó sú að Svandís lét af þessu embætti þótt hún hefði almennt verið talin standa sig þar vel. Það kemur nokkuð undarlega fyrir í ljósi frammistöðunnar, nema einhverjir hafi ætlast til og vonað að hún stæði sig þar illa og fyrst hún gerði það ekki yrði hún skilyrðislaust að víkja !
Ekki verður heldur séð að hinn nýi ráðherra heilbrigðismálanna sé að koma fram með einhverjar afgerandi lausnir á málum þó að vandinn hafi síður en svo minnkað eða horfið. Forganga hans í heilbrigðis-málunum virðist satt að segja heldur slök og hefur hann stundum þótt standa sig betur. Margt virðist því hafa einmarkaða rás í þessum efnum !
Fólkið á gólfinu, almennt starfsfólk, sjúkraliðar og hjúkrunarfræðingar, það fólk bar lengstum hitann og þungann í Covid-stríðinu og er í eldlínunni í öllu því sem á heilbrigðiskerfinu hefur mætt. Það eru ekki endilega læknarnir sem þar hafa puðað mest, enda eru þeir af sumum nefndir aðallinn í kerfinu !
Samt munu ýmsir læknar hafa staðið sig býsna vel í baráttunni og jafnvel umfram það sem skyldan hefur boðið. Sem betur fer eru alltaf einhverjir einstaklingar sem bera af. Það hefur löngum bjargað miklu þó ekki sé endalaust hægt að krefjast fórnfýsi af sömu aðilunum !
En það hversu stór hluti starfandi lækna er trúr ríkiskerfi heilbrigðis-málanna veit trúlega enginn. Sumir hafa þó miklar samsæriskenningar á hraðbergi í þeim efnum og telja allflesta lækna núorðið halla undir einkavæðingu og einkarekstur !
Ekki skal neinn dómur á það lagður, en hitt er augljóst að kerfi sem nýtur ekki hollustu og stuðnings innan sinna vébanda, fær ekki staðist til lengdar. Það kemur að því að nógu mikið verður búið að grafa undan því til þess að það hrynji. Pólitísk ,,aðstoð í þeim efnum er svo auðvitað ekki til þess fallin að styrkja kerfið til áframhaldandi þjónustu við land og lýð !
Málið er því í sjálfu sér ekki flókið, þó að mörg öfl virðist vilja flækja það sem mest. En þar ráða oftast sérhagsmunasjónarmið beintengd við budduna og ótengd samfélagslegum hugsjónum almannaheilla !
Ef við ætlum að eiga hér heilbrigðiskerfi á heilbrigðum grundvelli, verður það að byggjast upp í þeim anda að allir sem hjá því starfa, og á vegum þess, sýni því hollustu og vinni því í hag. Í því hlýtur samfélagslegt öryggi okkar allra að liggja nú sem löngum fyrr !
Þeir sem settir eru yfir málaflokkinn hverju sinni þurfa því að hafa þá hugsjón til að bera að þjóna almenningi með styrkingu kerfisins en ekki sérgæskuöflum með niðurbroti þess !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:30 | Facebook
Nýjustu færslur
- Á hið góða að koma með friði frá Bandaríkjunum heimsófriðar...
- Arfleifð Francos !
- Í kringum kosningasirkus hégómans !
- Innflutningur á ófriði og ofbeldisbreytni !
- Um óraunhæfar væntingar !
- Á skelfilegt skítkast í kosningum að leiða til Gullaldar ?
- Félagshyggjuna upp örvæntinguna og vonleysið niður !
- Er Ísland utanríkispólitískt núll ?
- Um valdaspil að tjaldabaki !
- Að komast yfir Rússland !!!
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 116
- Sl. sólarhring: 323
- Sl. viku: 896
- Frá upphafi: 357077
Annað
- Innlit í dag: 104
- Innlit sl. viku: 712
- Gestir í dag: 104
- IP-tölur í dag: 103
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)