15.11.2022 | 00:06
Látum ekki eyðileggja það sem áunnist hefur !
Íslenskt samfélag er víst, samkvæmt sumum stöðlum, alltaf að taka framförum þó að manni veitist iðulega erfitt að greina í hverju þær framfarir liggja. Mannlegu þættirnir í samfélaginu virðast sannarlega ekki vera að styrkjast og með hliðsjón af stöðu þeirra og ýmsu öðru, sýnumst við frekar stefna í vísan ófarnað !
Varla opnar maður fyrir fréttir án þess að heyra um illa aðbúð gamla fólksins okkar þar sem það er látið bíða hins óumflýjanlega. Það virðist víða þurfa á dvalarheimilum að líða fyrir slæm rekstrarskilyrði, búa við mygluvandræði og jafnvel vélrænt viðmót starfsfólks. Og maður spyr sjálfan sig, er þetta virkilega svona ?
Það virðist með öðrum orðum sannarlega engin sunnuhlíðar sæla að verða gamall í hjartaköldum íslenskum kapítalisma og bullandi frjálshyggju þar sem auðgildi yfirganga allt !
Og svo heyrum við ófáar hryllingssögurnar úr heilbrigðiskerfinu. Bæði af gömlu fólki og ungum börnum, sögur um rangar greiningar, tillitsleysi og þjösnahátt af hálfu lækna gagnvart sjúklingum og allskyns ógeðfelldar uppákomur sem ættu ekki að tíðkast eða líðast innan slíks kerfis og vera þar þá algjörar undantekningar sem strax væri tekið á !
Við virðumst þannig koma að ýmsu leyti illa fram við fólkið okkar sem er að eyða ævikvöldinu sínu í okkar skjóli. Og það er þeim mun sárara að heyra þetta, að þetta er að bitna á því fólki og þeirri kynslóð sem lagt hefur gull velferðar í okkar hendur með ævilöngu erfiði sínu. Enginn á meiri rétt til að njóta friðsældar og öryggis á ævikvöldi sínu en einmitt þetta fólk !
En það virðast ekki vera til peningar í kerfinu þegar líf og heilsa þessa fólks er annarsvegar. Hinsvegar eru sýnilega til nógir peningar í kringum allskyns flótta-mannamál og sjálftekna ábyrgðarmennsku Íslendinga gagnvart útlendri pólitík og styrjaldarbrölti erlendis. Þurfum við ekki að skýra það betur fyrir skyni okkar hverjir eigi í raun og sannleika að standa okkur næst ?
Og á alþingi, þeirri stofnun sem ég get ekki lengur samvisku minnar vegna, skrifað með stórum upphafsstaf eða borið virðingu fyrir, virðist nóg um fólk sem veltir sér endalaust upp úr vandamálum annarra þjóða og ferli alls skyns útlendra landhlaupara, í stað þess að huga að okkar fólki og okkar málum !
Þar virðist ekki nokkur leiða hug að því hvernig okkar eigin fólki líður eða hvað þarf að gera svo velferð þess sé tryggð, ekki síst á síðustu lífs-metrunum. Ég er farinn að skammast mín sem Íslendingur fyrir þjóðþing okkar og mér finnst það enganveginn sársaukalaust að þurfa að segja það en verð þó að gera það !
Það getur vafalaust verið erfitt og þreytandi að glíma við samfélagsleg vandamál af ýmsu tagi, en kjósum við ekki fólk til þeirra verka ? Er það ekki frumskylda ráðamanna okkar að vaka yfir hag þjóðarinnar og leysa vandamálin sem skapast ? Af hverju verða þau afgangsmál ?
Við vitum reyndar flest, að helstu meinvörpin sem hafa orðið til eru af mannavöldum og orsakast ekki síst af hræðilegri misskiptingu lífsgæða í landinu og auknu kærleiksleysi í samskiptum manna. En einmitt við þeim skilningi virðist amast helst og mest og fyrst og fremst af valdaelítunni í landinu !
Þar sem allt er miðað til verðs er auðvitað ekki við miklum viðbrögðum að búast. Jafnvel ekki þegar við virðumst vera að missa svo margt sem mikið var haft fyrir að öðlast á sínum tíma. En er þá ekki leyfilegt að spyrja þess í fullri alvöru, hvort enginn ráðamaður sé til í landinu sem er að fást við lausnir bjargræðismála þjóðarinnar af lífi og sál ? Erum við kannski bara með falskt forustulið ?
Það er sjálfsagt ólíkt skemmtilegra, að sumra áliti, að skrifa glæpasögur, en reyna að bæta þjóðfélagsmeinin. En þurfum við ekki öll að hafa hugsun á því að hindra, að það verði ískaldur veruleiki að samhjálp og náungakærleikur hverfi úr íslensku samfélagi ? Þurfum við ekki öll að koma í veg fyrir það - að lífsafkomusaga íslensku þjóðarinnar nú á dögum verði að lokum eins og ein allsherjar glæpasaga ?
Við virðumst stefna óðfluga að því að samfélag okkar verði kjörsvið og leikvöllur hroka og yfirgangs, þar sem fáir geti níðst á mörgum, þar sem rándýrin fái umfram allt að leika sér. Það segir sig sjálft að slíkt samfélag getur aldrei verið æskilegt fyrir börn og gamalmenni, enda verða þau þar fyrstu fórnarlömbin og virðast þegar orðin það !
Gerum okkur ljósar þær hættur sem felast í mannfjandsamlegum samsteypum auðs og valda og stöndum vörð um almannahag. Látum ekki gamla fólkið okkar deyja með brostin hjörtu og verjum unga lífið svo það geti átt þess kost að eiga heilbrigða ævi í hlýju samfélagi !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:08 | Facebook
Nýjustu færslur
- Er lokastyrjöldin handan við hornið ?
- Stórauknar arðránskröfur gegn Íslandi !
- ,,Hanskinn sem passar við bandarísku höndina !
- Lítilsháttar söguleg samanburðarfræði !
- Hryðjuverk mega aðeins réttir aðilar fremja !
- Er öll endurhæfing og þroskareynsla einskisvirði ?
- Þjóðir Evrópu virðast stefna að eigin tortímingu !
- Jafndægur að vori !
- ,,Drýpur af hússins upsum erlent regn, ókunnir vindar kveina ...
- Blóðsköttuð og friðarlaus framtíð !
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.4.): 31
- Sl. sólarhring: 68
- Sl. viku: 1031
- Frá upphafi: 377545
Annað
- Innlit í dag: 27
- Innlit sl. viku: 890
- Gestir í dag: 25
- IP-tölur í dag: 25
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)