Leita í fréttum mbl.is

EIGA KONUR AĐ VERA ALLT NEMA KONUR ?

Eitt af ţví sem er mjög áberandi í allri umrćđu í dag er áróđurinn fyrir ţví ađ konur eigi nánast ađ vera allt nú til dags nema konur.

Fyrir um ţađ bil ţrjátíu árum hóf ákveđinn hópur kvenna ţátttöku í stjórnmálum landsins á kyngreindum forsendum. Ţó ađ ađeins um einn tugur kvenna vćri  verulega áberandi í ţessu starfi, varđ ţví ekki neitađ ađ talsverđ grasrótartengsl voru fyrir hendi og stuđningur kvenna nokkuđ víđtćkur. Almennt var ţá litiđ svo á ađ konur ćtluđu ađ skapa ný viđhorf í pólitík og gera endurbćtur á ýmsum hlutum ţar sem karlarnir höfđu ekki stađiđ sig sem skyldi. Í sjálfu sér leist ýmsum ekki illa á ţessa stefnu ţó sumir, ţar á međal undirritađur, vćru efagjarnir á úthald til verulegs árangurs.

Ţađ fór líka svo, ađ smátt og smátt minnkuđu tengsl forustunnar viđ grasrótina, konur ţessa lands, en eftir stóđ ađ ákveđinn hópur kvenna var kominn í harđan metnađarslag viđ karlpeninginn. Ţetta voru menntađar konur, háskólagellur eins og sumir sögđu, sem sćttu sig ekki viđ ađ ţurfa ađ lúffa fyrir körlunum eins og ţćr upplifđu ađ ţćr gerđu. Ţegar konurnar úti í ţjóđfélaginu áttuđu sig á ţví ađ stađan var orđin međ ţessum hćtti og ţćr nánast eingöngu notađar sem bakstyrkur fyrir metnađarfullar menntakonur sem voru í bullandi eiginframa-stríđi, fjarađi grasrótarstuđningurinn út og Kvennalistinn missti tiltrúna.

Ţegar ţađ bakslag lá fyrir, skriđu ţessar forustukonur aftur inn í gömlu karlaflokkana eins og vćngbrotnar rjúpur. Ţađ er ađ segja ţćr sem ekki gátu fundiđ sér, međ aldagömlum viđtengingarhćtti, örugga framfćrslufulltrúa međal forstjóra og ráđherra gamla karlaveldisins. En framabaráttan hélt áfram, ţví hámenntađar konur geta auđvitađ veriđ jafn hrokafullar og hámenntađir karlar. Ţćr hafa líka ýmsar komist til verulegra metorđa en hinsvegar alls ekki skilađ breyttum og betri málaáherslum út í ţjóđfélagiđ eins og Kvennalistinn sálugi hugđist gera.

Mikiđ lifandis skelfing hefđi ţađ ţó veriđ gott ef ţessar menntuđu konur hefđu nú fylgt upphaflegri stefnu, haft áfram hugsjón fyrir ţví ađ gera ţetta ţjóđfélag félagslegra og manneskjulegra en ţađ hefur orđiđ á sínum karllćgu forsendum. En ţví miđur, konurnar voru komnar út í nákvćmlega sama framapotiđ og svínaríiđ og karlarnir. Ţćr öpuđu eftir körlunum í öllum hlutum, sleiktu upp ósiđi ţeirra á ţingi og annars stađar svo hörmung hefur veriđ ađ horfa upp á ţađ.

Og nú er svo komiđ ađ konan á helst ađ vera allt nema kona.

Ţessi yndislega sköpun sem konan er, náttúrulega talađ, virđist ađ sumu leyti á hrađferđ inn í ţađ hlutverk ađ verđa afskrćming ţess sem hún ćtti helst ađ vera. Samkvćmt forskrift dagsins virđist hún eiga ađ vera einhverskonar karlkona, hörđ, grimm og ósveigjanleg, ófćr um ađ veita ungviđinu ţađ á fyrstu ţroskaárunum sem hefur alla tíđ veriđ besta veganesti mannsins út í lífiđ – móđurást.

Hin menntađa nútímakona er á kafi í ţví ađ sinna eigin frama, eins og karlarnir, og hiđ göfuga móđurhlutverk er orđiđ hreint aukaatriđi í hugarheimi hennar.

En ţađ er ekki til neitt ćskulýđsstarf, ekki neitt forvarnarstarf, ekki neitt sem jafnast á viđ ţađ starf sem góđ móđir vinnur á heimili sínu í ţágu barna sinna. Konan getur aldrei unniđ göfugra starf eđa sinnt mikilvćgara hlutverki en ţví ađ ala upp nýja kynslóđ. Enginn er fćrari til ţess en hún ef hún hefur heilbrigđa sýn til ţess hlutverks og köllun til ţess ađ skila ţví sem best af höndum.

Farsćld og framtíđarheill ţjóđa, nýrra kynslóđa, er sem áđur í höndum góđra kvenna, mćđra sem skammast sín hvorki fyrir ţađ ađ vera mćđur eđa konur og vita ađ ţeirra eđlilega lífshlutverk stendur engu öđru ađ baki. En eins og svo margt sem er virkilega gott og fagurt, verđur hiđ fórnfúsa hlutverk aldrei metiđ ađ verđleikum og allra síst í umrćđu tíđarandans sem snýst öll um grćđgi og sjálfselsku.

En ég segi, konur, umfram allt, haldiđ áfram ađ vera KONUR !

Fariđ ekki ađ apa alla hluti eftir okkur körlunum. Viđ erum sannarlega ekki svo eftirbreytniverđir. Hjálpiđ okkur heldur til ađ sjá og finna hamingjuleiđina ţví ađ án ykkar göngum viđ hana seint eđa aldrei. Heilbrigđ hamingja er sameiginleg hamingja konu og manns sem hafa fundiđ hvort annađ og eiga lífiđ saman í ást og eindrćgni.

Gefiđ börnunum ykkar ţađ sem ţiđ einar getiđ gefiđ ţeim, svo ţau verđi ađ einstaklingum sem ţiđ getiđ veriđ innilega stoltar af.  Ţá munu ţau styrkja samfélagiđ međ ţeirri manngćsku sem ţeim hefur veriđ sýnd og kennd.  Sú manngćska er nefnilega sönnust sem börnin drekka í sig af ţeim blessunarbrunni sem gott og elskuríkt móđurhjarta alltaf er og verđur.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Okt. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.10.): 48
  • Sl. sólarhring: 136
  • Sl. viku: 178
  • Frá upphafi: 399243

Annađ

  • Innlit í dag: 42
  • Innlit sl. viku: 152
  • Gestir í dag: 42
  • IP-tölur í dag: 42

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband