9.3.2008 | 21:14
Þrælar og þrælahaldarar
Það er inngróið í flesta menn að hafa skömm á þrælahaldi og þrælahöldurum. Símon Legree í bókinni Kofi Tómasar frænda er lýst sem fyrirlitlegum manni í alla staði, en þó munu sjálfsagt hafa verið til verri menn en hann.
Margar þjóðir eiga að baki ljóta sögu varðandi þrælahald og mannréttindabrot. Hræðilegt er að lesa um framferði Belga og Portúgala í Afríku og þóttu þeir jafnvel verri sem nýlendukúgarar en Bretar og Frakkar.
Þegar lesnar eru bækur Thorkild Hansens um þrælahald Dana í Vestur Indíum, ganga sumar lýsingar þar alveg fram af manni. Hollendingar voru heldur ekki barnanna bestir sem nýlenduherrar og reyndust ekki fúsari en aðrir til að sleppa arðránshendi sinni af nýlendum þeim sem þeir hremmdu.
Þurftu þeir þó lengi sjálfir að berjast fyrir sínu frelsi gegn Spánverjum og öðrum, en eftir að þeir komust úr þrælshlutverkinu gerðust þeir þrælahaldarar sjálfir. Margir hafa verið býsna fljótir að gleyma svipunni sem brann á baki þeirra þegar þeir hafa komist í þá aðstöðu að geta beitt svipu á aðra.
Margar kynslóðir Íslendinga voru beittar kúgun fyrr á tímum af nýlenduherrum, fyrst Norðmönnum, síðan Dönum. Fullveldi hlaut Ísland 1918, en konungssambandið stóð til 1944, en þá var konungsvaldi að fullu aflétt á Íslandi og vonandi verður sú bölvun aldrei upphafin hér á ný.
Eftir það var fagnað lýðveldi og í hönd fóru ár sem drógu úr ójöfnuði og mismunun meðal þjóðarinnar. Þróunin stefndi að miklu leyti í rétta átt.
Menn elskuðu sjálfstæði lands síns, íslenska tungu, fánann og þjóðsönginn og já, - jafnvel krónuna. Menn voru sem sagt þjóðræknir á þeim tíma.
En eftir 1980 fór að bera á afturgöngum löngu liðinna tíma með fríhyggjusjónarmiðum manna sem virtust telja sjálfgefið að tilgangurinn helgaði meðalið. Og eftir 1990 komst sú eigingirnis-ófreskja fyrir alvöru á legg, sem hefur síðan étið upp að stórum hluta þann heilbrigða mannfélagsgróður sem var sáð fyrir í von og trú á árunum eftir lýðveldisstofnunina.
Félagsleg uppbygging til almenningsþarfa hefur verið heft með ýmsu móti og sérgæskuöflin hafa með pólitískum yfirgangi látið fjármuni þjóðarinnar renna án afláts í vasa hinna útvöldu.
Misskipting hefur í kjölfarið stóraukist í íslensku samfélagi og verulegar forsendur fyrir þrælahald hafa þannig verið skapaðar að nýju.
Við skulum gera okkur grein fyrir því að þrælahald verður ekki síst til vegna þess að það virðast alltaf til menn sem eru fúsir til að gerast þrælahaldarar.
Þeir hafa þannig innréttingu til sálarinnar að þeir geta vel hugsað sér að láta svipuna ríða á annarra bökum ef það skilar þeim hagnaði.
Enginn maður vill verða þræll og margir vilja sem betur fer ekki heldur vera þrælahaldarar, en þeir sem hafa eðlið til að níðast á öðrum, taka hiklaust að sér slíkt hlutverk þegar aðstæður leyfa.
Og þegar langtíma stjórnvöld taka upp á því að þjóna undir sérklíkur, getur það auðvitað leitt til þess að lýðræðislegt þjóðfélag breytist smám saman í þjóðfélag þrælahaldara og þræla - þjóðfélag svipumanna og sultarlýðs !
Misrétti sem jafnvel er framkallað með lagasetningum er fljótt að margfalda lífskjara og tekjumun sem skiptir svo fólkinu í aðal og eignalaust fólk. Framhaldið leiðir svo smám saman til kúgunar og mannréttindakrafa almennings er síðan bítandi beint neydd út í gjaldþrot !
Er það þetta sem við viljum hafa í okkar þjóðfélagi ? Viljum við að sumir verði neyddir til að gegna þrælshlutverkum í framtíðinni og aðrir verði þrælahaldarar og ofréttindamenn ?
Ekki börðust þjóðfrelsismenn Íslands fyrir slíkri niðurstöðu !
Ég held að við höfum verið að byggja á verulega slæmum blekkingum undanfarin ár. Velferð íslensku þjóðarinnar verður aldrei vel borgið í höndum auðmanna - þeir eru að hugsa um allt aðra hluti en almenna velsæld.
Og það bendir ýmislegt til þess að þeir séu ekki svo fáir á þjóðmálasviðinu sem eingöngu eru þar í hringdansi í eigin þágu. Þjóðin er vissulega með allt of marga slíka alikálfa á sínu framfæri.
Það er von mín að við eignumst einhverntíma stjórnmálamenn sem hafa hjarta fyrir sinni þjóð og vilja til að þjóna henni af alúð og fórnarlund. Mér finnst orðið langt síðan slíkir menn hafa látið að sér kveða í réttinda og sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Við þurfum bersýnilega að ala upp menn í krafti þjóðrækinnar hugsunar.
Hver einstaklingur leggur sitt til tíðarandans og þeirra viðhorfa sem skapast á líðandi stund - allir bera ábyrgð í þeim efnum og nauðsyn er að hver skili þar sínu.
Látum ekki gera okkur að þrælum, byggjum ekki undir þrælahaldara, látum þjóðarheimili okkar vera gott athvarf fyrir alla þjóðina, athvarf sem grundvallast á lýðræðislegum jöfnuði og réttlæti.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- ,,Einleikur á Eldhússborðsflokk ?
- Hverju er þjónustan eiginlega helguð ?
- Orðheimtu aðferðin !
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 12
- Sl. sólarhring: 231
- Sl. viku: 1292
- Frá upphafi: 367417
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 1132
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)