24.3.2008 | 15:41
Um alþjóðasamfélagið svokallaða
Á síðustu árum hefur færst í vöxt að menn tali fjálglega um allskyns vandamál með tilvísun til einhvers alþjóðasamfélags. Það er eins og það sé talin einhver allsherjar lausn á vanda sem upp kemur að tengja hann inn á þetta alþjóðasamfélag sem á víst að vera einhverskonar birtingarmynd af samvisku heimsins.
En hvað er þetta alþjóðasamfélag ? Er það eitthvað sem hægt er að treysta á hvað snertir öryggi fólks í hrjáðum heimi ? Mér virðist það fyrst og fremst ljóst, að þetta alþjóðasamfélag sé ákaflega mismunandi virkt eftir því hver fremur brotin hverju sinni og hvernig hinn pólitíski bakgrunnur málanna er.
Hvað gerir þetta alþjóðasamfélag t.d. varðandi meint mannréttindabrot
Bandaríkjanna á Guantanamo, hvað hefur það gert varðandi ógnaröldina í Darfur í Súdan og ástandið í Kenya, svo eitthvað sé nefnt ?
Þar er varla hægt að merkja að þetta mikla alþjóðasamfélag hafi yfir höfuð nokkurt vægi. En þegar pólitísk nauðsyn og rétthugsun áróðurskeyptra fjölmiðla krefst þess, er tónað hátt um alþjóðasamfélagið, óskilgreint mannréttindavænt fyrirbæri, sem á að geta verndað og varið ef því er að skipta.
Sú var tíðin að Þjóðabandalagið átti að gegna hlutverki nokkurskonar rétthugsandi alþjóðasamfélags. Sú tilraun fór í vaskinn vegna þess að sumir fengu frá byrjun fyrirgreiðslu langt umfram aðra. Allt fór í bullandi mismununar pólitík. Næst var farið í að stofna Sameinuðu þjóðirnar, sem átti líka að vera tilraun til myndunar allsherjar-vettvangs til lausnar deilum, en ekki tókst þar betur til því allt kraumaði þar í pólitík frá fyrstu stund.
Það voru t.d. algjör mistök að setja aðalstöðvar samtakanna niður í Bandaríkjunum og hefði verið miklu skynsamlegra að hafa þær t.d. í Sviss eða Svíþjóð. Svo var stofnun öryggisráðsins strax sönnun fyrir mismununarstefnu, því þar gátu stórveldin haft sitt sérvægi umfram aðra. Það kom t.d. skýrt í ljós þegar farið var að beita neitunarvaldi til að koma í veg fyrir afskipti samtakanna af átökum milli þjóða.
Þegar samviska heimsins hefur verið slegin verulega illa og menn hafa séð illar afleiðingar verka sinna, hefur stundum verið rokið í að búa til eitthvað til að sýna og sanna að flestir ráðamenn séu nú í rauninni bestu skinn. Þannig varð Þjóðabandalagið til eftir fyrri heimsstyrjöldina og Sameinuðu þjóðirnar eftir þá seinni. En stofnun hvorttveggja þessara samtaka var aldrei byggð á neinum heilindum, enda komu brotalamirnar býsna fljótt í ljós.
Þó Sameinuðu þjóðirnar séu enn við lýði gagnast sú stofnun ekki lengur. Að margra mati er hún ekki marktæk sem vettvangur fyrir lausn deilumála.
Í dag er aðalritari SÞ svo lítilvæg persóna, að heilu þjóðirnar hafa ekki hugmynd um hvað hann heitir og þaðan af síður að hvaða gagni hann er í veröldinni.
Og einmitt vegna þess hve SÞ er í raun orðið gagnslítið tæki, er gripið til þess að tala um þetta alþjóðasamfélag sem einhverja nýja lausn, einhvern nýjan vettvang, eitthvað nýtt sem hægt er að treysta á............. en eins og að framan greinir fetar það þráðbeint í feigðarspor fyrirrennara sinna !
En af hverju skyldi vera svona erfitt að byggja upp alþjóðlegt öryggisnet til varnar stríði og annarri óáran í þessum heimi ? Meginástæðan er sú að stríð eru háð af valdamiklum aðilum sem eru að færa út vald sitt. Þeir fá stuðning frá öðrum valdamiklum aðilum sem selja vopn og annað sem þarf til stríðs - þar er um að ræða kaupmenn dauðans og auðhringa sem mala gull á óhamingju heimsins. Þessir aðilar vilja ekki haldgott alþjóðlegt öryggisnet, þeir vilja bara markað fyrir vopnasölu sína og til þess að slíkur markaður sé fyrir hendi, verður stöðugt að efna til stríðsátaka.
Þessvegna fór með Þjóðabandalagið eins og fór og þessvegna eru Sameinuðu þjóðirnar þvottatuska í höndum stórveldanna og þessvegna verður alþjóðasamfélags-kjaftæðið aldrei annað en pólitísk blekkingarþula sem fær aðeins að virka í leyfilegum, afmörkuðum tilfellum.
Tuttugasta og fyrsta öldin er því ekki hótinu nær heimsfriði en aðrar aldir hafa verið, því maðurinn hefur ekki bætt andlega innviði sína sem neinu nemur síðustu áratugina og lítið sem ekkert lært af þeirri blóðugu öld sem lauk skeiði sínu fyrir nokkrum árum. Það er í sjálfu sér hræðileg niðurstaða fyrir mannkynið.
Til að eitthvað heilbrigt komi út úr alþjóðlegu samstarfi þarf að byggja starfið á ærlegum, siðrænum grunni, en ekki pólitískri hentistefnu.
Alþjóðasamfélagstilvísunin, eins og hún hefur verið sett fram, er nánast einskisvirði fyrir öryggi okkar og aðeins frekari ávísun á framhaldandi og viðvarandi blekkingarpólitík í öryggismálum heimsins.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- ,,Einleikur á Eldhússborðsflokk ?
- Hverju er þjónustan eiginlega helguð ?
- Orðheimtu aðferðin !
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 12
- Sl. sólarhring: 248
- Sl. viku: 1292
- Frá upphafi: 367417
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 1132
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)