16.5.2008 | 23:57
Fallbyssuklúbburinn á Skagaströnd
En þrátt fyrir ótvíræða framsýnishæfni, efa ég að Jules Verne hefði getað séð það fyrir að það yrði stofnaður nokkurskonar Fallbyssuklúbbur á Skagaströnd, því sennilega hefur hann nú lifað og dáið án þess að vita að Skagaströnd væri yfir höfuð til. En hvað sem því líður hefur Fallbyssuklúbbur Skagastrandar verið leiddur á legg og get ég trútt um talað því fyrir skömmu átti ég tal við sjálfan Impey Barbicane þessa klúbbs og það er kveikjan að þessum pistli.
Það er í sjálfu sér gleðilegt að heyra að stofnaður hafi verið klúbbur með íslensku nafni því nóg hefur mér þótt um alla klúbbana með ensku nöfnunum sem iðka að mestu það eitt að snobba í allar áttir. En af hverju skyldi nú þessi klúbbur hafa verið stofnaður og hvert skyldi höfuðverkefni hans vera í núinu ?
Jú, það á að kaupa fallbyssu til Skagastrandar, auðvitað erlendis frá, og hún á jafnvel að vera komin í skip í þessum sögðu orðum. Áhugamannahópurinn sem stendur að klúbbnum er hinsvegar ekki loðinn um lófana og getur því víst enginn ætlast til að hann geti staðið að þessum viðskiptum fyrir eigið fé.
Félagsgjöld Fallbyssuklúbbsins eru sennilega nokkuð lág og oft er erfitt, ekki síst sálarlega, fyrir menn að leysa svona kostnaðardæmi í beintengingu við eigin buddur. Það er gömul og ný staðreynd.
Niðurstaðan varð því sú að hreppurinn hljóp undir bagga og lagði í þetta þjóðþrifamál, að því er mér hefur skilist, hálfa milljón króna af almannafé.
Það ætti svo sem að vera allt í lagi því enn er eitthvað eftir af Skagstrendings-peningunum og sennilega ekkert annað meira að gera við slíka aura í svipinn - eða hvað ?
Svo Fallbyssuklúbburinn fékk góðan stuðning hjá hinum kjörnu handhöfum almenningspyngjunnar og þegar hefur verið ákveðið að skotið verði hér eftir af fallstykkinu á hátíðis og tyllidögum á Skagaströnd.
Það mun því væntanlega verða hleypt af árlega 19. janúar, sem er afmælisdagur Adolfs Hjörvars, 14. apríl, sem er afmælisdagur Magnúsar B, á sjómannadaginn, hugsanlega á 17. júní og svo þegar og ef bæjarhátíð verður haldin, sennilega í kringum 20. ágúst. Önnur tilefni gætu náttúrulega skapast en ekki er vissa fyrir því eins og sakir standa.
Annars hefur umræðan um þessi fallbyssukaup verið nokkuð erfið fyrir klúbbinn og hreppsforustuna og jafnvel ekki síður en yfirstandandi umræða um borgarmálin hefur verið fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
En það er nú oft svo með mikil framfaramál að þau mæta fordómum og skilningsleysi í upphafi ferðar og stundum er reyndar líka skotið yfir markið.
Mér hefur verið tjáð að Blönduósingar hafi aðeins gert eina fyrirspurn varðandi fallbyssuna og spurt í hvaða átt hlaupið ætti að vísa ?
Þegar þeir voru fullvissaðir um það að þessi vopnakaup Skagstrendinga væru á engan hátt hugsuð sem ógnun í þeirra garð, slökuðu þeir fljótlega á og létu sér eftir það fátt um finnast.
En það er engin ástæða til að gera lítið úr málinu. Allt framtak vefur iðulega upp á sig og eykur hagvöxtinn. Fallbyssukaupin eiga því eftir að hafa ýmis margfeldisáhrif ef að líkum lætur.
Það mun þurfa að senda menn í þjálfun til að þeir kunni á gripinn svo það er trúlegt að einhverjir verði bráðlega titlaðir í símaskránni í Skagastrandar-dálknum sem stórskotaliðar, hvorki meira né minna. Það hljómar ekki amalega og kannski verður líka ráðinn sérstakur yfirmaður, segjum yfir einum eða tveim stórskotaliðum og hann fær þá ef til vill starfsheitið fallbyssustjóri !
Þegar svo verður komið, sjá væntanlega allir að peningum hreppsins hefur að minnsta kosti verið vel varið í þessu tilfelli, hvað sem um annað má kannski segja. Svo verður að hugsa vel um þetta fallstykki sem kemur til okkar um langan veg og á að lífga upp á þær stundir sem við getum átt frá brauðstritinu.
Það liggur líka nánast á borðinu, að almenningur ætti í framhaldinu að geta sótt um styrki til hreppsins hér eftir vegna flugeldakaupa um áramót, því sú skothríð sem þá er jafnan í gangi á sér langa hefð. Þar er raunar um samskonar eða svipaða upplyftingu að ræða og þarna er verið að styrkja og fordæmið kennir. Það er því eflaust sjálfsagt að koma til móts við þarfir almennings í þessum efnum meðan einhverjir aurar eru til.
Og þarf ekki allt mannlíf sinn fjölbreytileika, sumir vilja eignast snjósleða, aðrir fjórhjól, enn aðrir hraðbát eða skútu, er þá eitthvað undarlegt að einhverjir skuli vilja fallbyssu ?
Kennir lífið okkur ekki að allir þurfi á einhverjum leikföngum að halda ?
Ég myndi sannarlega óska hinum skotglöðu fallbyssuklúbbsmönnum til hamingju með væntanlegt leikfang ef það hefði verið hægt að afla þess án þess að fá tillag til þess af almannafé - ég hef nefnilega alltaf verið óttalega viðkvæmur fyrir því hvernig farið er með það.
Já, mikið vildi ég að blessaðir klúbbfélagarnir hefðu alfarið haft efni á þessu sjálfir !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 25
- Sl. sólarhring: 74
- Sl. viku: 594
- Frá upphafi: 365492
Annað
- Innlit í dag: 22
- Innlit sl. viku: 507
- Gestir í dag: 22
- IP-tölur í dag: 22
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)