Leita í fréttum mbl.is

Hćgri verđbólga

 

Margir muna eflaust enn ţá tíma ţegar mikil verđbólga mćldist síđast á Íslandi. Ţađ vćri vissulega efni í heillanga ritgerđ ađ fjalla um ţađ hvernig verđbólgan fór af stađ ţá og hvađ olli ţví. En ţađ liggur hinsvegar ljóst fyrir ađ hćgri öflin í stjórnmálunum hérlendis hafa yfirleitt rakiđ alla verđbólgu til vinstri flokkanna og kennt ţeim krógann.

Samkvćmt viđteknum Valhallarfrćđum var nefnilega lengstum litiđ svo á ađ enginn kynni međ fjármuni ađ fara nema innvígđir íhaldsmeistarar, tilheyrandi gamla kolkrabbaskólanum. Ţađ hefur ađ vísu margt breyst síđan, enda hefur kolkrabbinn látiđ verulega á sjá, og ađrir hrifsađ til sín helft af veldi hans.

Og af ţeim sökum hafa Valhallarfrćđin veriđ endurskođuđ lítillega - svona svipađ ţví og ţegar reglur trúfélaga tíđarandans eru sveigđar og beygđar til af hagsmunaástćđum. En samt lifir enn í gömlum glóđum og enn er flest sem afleitt ţykir rakiđ vafningalaust til vinstri. Ţar á ađ vera gróđrarstía allra mistaka í efnahagsstjórn ţessa lands.

En nú blasir viđ ađ ýmis mistök hafa veriđ gerđ á ţessu sviđi og samt er íhaldiđ viđ völd og búiđ ađ vera ţađ lengi. Viđ stöndum frammi fyrir bankakreppu, ţó ađ ţjóđin hafi veriđ margfullvissuđ um ţađ allt fram til ţessa af einkavćđingar-stjórn íhaldsins, ađ einkavćddir bankar myndu gera Ísland ađ efnahagslegu stórveldi á stuttum tíma.

Viđ erum međ töluverđa verđbólgu, sem hlýtur ţá ađ vera útrásar verđbólga, einkavćđingar verđbólga, bankakreppu verđbólga og umfram allt hćgri verđbólga !

Hvernig skyldi annars standa á ţví ađ verđbólga sprettur fram viđ hćgra stjórnarfar ţegar hún á samkvćmt Valhallarfrćđunum ađ koma frá vinstri í öllum tilfellum ?

Ţađ er eitthvađ dularfullt viđ ţađ og samt er ekkert talađ af hálfu stjórnarliđsins um mistök eđa slćma efnahagsstjórn? Ţađ er bara yppt öxlum og vísađ á fjármálalegar umgangspestir frá útlöndum !

Nokkrir leiđindapúkar eins og Ţorvaldur Gylfason hafa ađ vísu veriđ ađ tala um skort á fjárhagslegri fyrirhyggju og varađ viđ ýmsu, en ţađ hefur náttúrulega ekkert veriđ hlustađ á ţá og allra síst af gúrúunum í Seđlabankanum.

Nú er sem sagt verđbólgan bara eitthvađ ósköp eđlilegt mál sem á ađ ganga yfir á nokkrum dögum eđa kannski vikum eins og kvef eđa niđurgangur.

En ţađ var aldrei talađ ţannig ţegar verđbólgan var sögđ vinstrisinnađ fyrirbćri.

Ţá var verđbólga samkvćmt Valhallarfrćđum bein afleiđing af slćmri stjórn efnahagsmála.

En í munni talsmanna íhaldsins er hćgri verđbólga bara ósköp venjuleg og eiginlega hálf saklaus innanskömm sem ekki ţarf ađ taka neitt alvarlega, en vinstri verđbólga er hreint og beint vođalegt fyrirbćri.

En hinsvegar er niđurstađa mála oftast međ einum hćtti ţegar pólitíkusarnir hafa siglt málum ţjóđarbúsins í strand. Ţá fara hrokafullir menn allt í einu ađ taka upp á ţví ađ verđa smeđjulegir.

Ţađ er fariđ ađ tala um ţjóđarsátt - en ţađ ţýđir á mćltu máli, ađ ţjóđin eigi ađ borga brúsann, borga mistökin, borga alla vitleysuna sem búiđ er ađ gera.

Ţegar ţannig er komiđ málum sameinast allir flokksvitleysingar - jafnt til hćgri og vinstri - í ţví verkefni ađ velta kosnađinum yfir á almenning.

Og međan er veriđ ađ setja á fólk drápsklyfjarnar, fćr ţađ klapp á vangann og ţví er svo tilkynnt ósköp elskulega, ađ ţađ sé ţar međ komiđ í hina einu og sönnu stuđningsfjölskyldu ţjóđarsáttarinnar og megi gleđjast yfir ţví sem ábyrgir ţjóđfélagsţegnar.

En á hitt er ekkert minnst, ađ á sama tíma og almennt fólk á ađ borga slíka blóđpeninga undir fölskum ţjóđarsáttarstimpli, liggur fyrir ađ sumir eru leystir út í kerfinu međ himinháum fjárupphćđum, einkavćđingarvinir, bankagúrúar, kvótagreifar og allskyns ríkisspenasugur -  eđa í stuttu máli sagt - allt sérgćđingahyskiđ upp til hópa !

Ţannig er Ísland í dag - hćgri verđbólga í umferđ, vaxandi misrétti í gangi međ niđurbroti félagslegrar uppbyggingar fyrri ára, jafnvel möguleikar gjafsóknar fyrir almenning í lagaréttarmálum á förum fyrir  atbeina Valhallar-valdsins í ţeim málaflokki.

Ţjóđin getur ekki og má ekki styđja hćgri öflin í ţessu niđurrifsstarfi, sem ţegar hefur valdiđ allt ađ ţví óbćtanlegum skađa á ţví velferđarkerfi sem áđur hafđi tekist ađ byggja upp í landinu af félagshyggjuflokkunum - ţrátt fyrir ađ varđhundur sérgćskunnar - Sjálfstćđisflokkurinn - hafi veriđ sígeltandi allan ţann tíma !

Komum frjálshyggjuliđinu frá völdum og hefjum nýja velferđar og mannréttinda sókn í öllum málum ţar sem almenningur fćr ađ vera međ.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Ágúst 2025
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.8.): 51
  • Sl. sólarhring: 54
  • Sl. viku: 859
  • Frá upphafi: 395184

Annađ

  • Innlit í dag: 50
  • Innlit sl. viku: 764
  • Gestir í dag: 50
  • IP-tölur í dag: 49

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband