25.5.2008 | 12:45
Hægri verðbólga
Margir muna eflaust enn þá tíma þegar mikil verðbólga mældist síðast á Íslandi. Það væri vissulega efni í heillanga ritgerð að fjalla um það hvernig verðbólgan fór af stað þá og hvað olli því. En það liggur hinsvegar ljóst fyrir að hægri öflin í stjórnmálunum hérlendis hafa yfirleitt rakið alla verðbólgu til vinstri flokkanna og kennt þeim krógann.
Samkvæmt viðteknum Valhallarfræðum var nefnilega lengstum litið svo á að enginn kynni með fjármuni að fara nema innvígðir íhaldsmeistarar, tilheyrandi gamla kolkrabbaskólanum. Það hefur að vísu margt breyst síðan, enda hefur kolkrabbinn látið verulega á sjá, og aðrir hrifsað til sín helft af veldi hans.
Og af þeim sökum hafa Valhallarfræðin verið endurskoðuð lítillega - svona svipað því og þegar reglur trúfélaga tíðarandans eru sveigðar og beygðar til af hagsmunaástæðum. En samt lifir enn í gömlum glóðum og enn er flest sem afleitt þykir rakið vafningalaust til vinstri. Þar á að vera gróðrarstía allra mistaka í efnahagsstjórn þessa lands.
En nú blasir við að ýmis mistök hafa verið gerð á þessu sviði og samt er íhaldið við völd og búið að vera það lengi. Við stöndum frammi fyrir bankakreppu, þó að þjóðin hafi verið margfullvissuð um það allt fram til þessa af einkavæðingar-stjórn íhaldsins, að einkavæddir bankar myndu gera Ísland að efnahagslegu stórveldi á stuttum tíma.
Við erum með töluverða verðbólgu, sem hlýtur þá að vera útrásar verðbólga, einkavæðingar verðbólga, bankakreppu verðbólga og umfram allt hægri verðbólga !
Hvernig skyldi annars standa á því að verðbólga sprettur fram við hægra stjórnarfar þegar hún á samkvæmt Valhallarfræðunum að koma frá vinstri í öllum tilfellum ?
Það er eitthvað dularfullt við það og samt er ekkert talað af hálfu stjórnarliðsins um mistök eða slæma efnahagsstjórn? Það er bara yppt öxlum og vísað á fjármálalegar umgangspestir frá útlöndum !
Nokkrir leiðindapúkar eins og Þorvaldur Gylfason hafa að vísu verið að tala um skort á fjárhagslegri fyrirhyggju og varað við ýmsu, en það hefur náttúrulega ekkert verið hlustað á þá og allra síst af gúrúunum í Seðlabankanum.
Nú er sem sagt verðbólgan bara eitthvað ósköp eðlilegt mál sem á að ganga yfir á nokkrum dögum eða kannski vikum eins og kvef eða niðurgangur.
En það var aldrei talað þannig þegar verðbólgan var sögð vinstrisinnað fyrirbæri.
Þá var verðbólga samkvæmt Valhallarfræðum bein afleiðing af slæmri stjórn efnahagsmála.
En í munni talsmanna íhaldsins er hægri verðbólga bara ósköp venjuleg og eiginlega hálf saklaus innanskömm sem ekki þarf að taka neitt alvarlega, en vinstri verðbólga er hreint og beint voðalegt fyrirbæri.
En hinsvegar er niðurstaða mála oftast með einum hætti þegar pólitíkusarnir hafa siglt málum þjóðarbúsins í strand. Þá fara hrokafullir menn allt í einu að taka upp á því að verða smeðjulegir.
Það er farið að tala um þjóðarsátt - en það þýðir á mæltu máli, að þjóðin eigi að borga brúsann, borga mistökin, borga alla vitleysuna sem búið er að gera.
Þegar þannig er komið málum sameinast allir flokksvitleysingar - jafnt til hægri og vinstri - í því verkefni að velta kosnaðinum yfir á almenning.
Og meðan er verið að setja á fólk drápsklyfjarnar, fær það klapp á vangann og því er svo tilkynnt ósköp elskulega, að það sé þar með komið í hina einu og sönnu stuðningsfjölskyldu þjóðarsáttarinnar og megi gleðjast yfir því sem ábyrgir þjóðfélagsþegnar.
En á hitt er ekkert minnst, að á sama tíma og almennt fólk á að borga slíka blóðpeninga undir fölskum þjóðarsáttarstimpli, liggur fyrir að sumir eru leystir út í kerfinu með himinháum fjárupphæðum, einkavæðingarvinir, bankagúrúar, kvótagreifar og allskyns ríkisspenasugur - eða í stuttu máli sagt - allt sérgæðingahyskið upp til hópa !
Þannig er Ísland í dag - hægri verðbólga í umferð, vaxandi misrétti í gangi með niðurbroti félagslegrar uppbyggingar fyrri ára, jafnvel möguleikar gjafsóknar fyrir almenning í lagaréttarmálum á förum fyrir atbeina Valhallar-valdsins í þeim málaflokki.
Þjóðin getur ekki og má ekki styðja hægri öflin í þessu niðurrifsstarfi, sem þegar hefur valdið allt að því óbætanlegum skaða á því velferðarkerfi sem áður hafði tekist að byggja upp í landinu af félagshyggjuflokkunum - þrátt fyrir að varðhundur sérgæskunnar - Sjálfstæðisflokkurinn - hafi verið sígeltandi allan þann tíma !
Komum frjálshyggjuliðinu frá völdum og hefjum nýja velferðar og mannréttinda sókn í öllum málum þar sem almenningur fær að vera með.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 24
- Sl. sólarhring: 73
- Sl. viku: 593
- Frá upphafi: 365491
Annað
- Innlit í dag: 21
- Innlit sl. viku: 506
- Gestir í dag: 21
- IP-tölur í dag: 21
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)