11.10.2008 | 20:16
Hugleiðingar um ástand mála og innfelldur kreppukveðskapur
Menn tala um kreppu og slæmt ástand og það er skiljanlegt. Heimurinn á við erfiðleika að etja í þeim efnum og við Íslendingar virðumst hafa farið flestum þjóðum verr út úr þeim, fyrst og fremst vegna þess að aðgæslan hefur sýnilega verið allt of lítil í málunum hér heima. Menn þóttust svo afskaplega klárir !
Dansinn um gullkálfinn hefnir sín alltaf að lokum !
Frjálshyggjumenn og einkavæðingarsinnar, hægrimenn yfir höfuð, hamra í sífellu á því að það sé heimskreppa og við séum í vanda vegna þess. Þeir virðast nota hvert tækifæri til að undirstrika það að engum sé um að kenna - þetta sé bara ástand sem hafi skollið á eins og þruma úr heiðskíru lofti. Um það mætti þó segja:
Umræðan er fölsk og frek,
fólkið á að gabba.
Yfirstjórnin öll er sek,
einkum liðsmenn Dabba !
Staðan er nefnilega ekki tilkomin eins og afsökunarmenn eru að reyna að segja. Það var ekki heiðskírt loft í efnahagsmálum og þruman hafði verið yfirvofandi, að minnsta kosti í um eitt ár. Það sáu og skynjuðu nánast allir nema greiningardeildir bankanna, Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn, að ógleymdri ríkisstjórninni !
Við erum sjáanlega fallin stjarna í samfélagi þjóðanna, hnípin þrjú hundruð þúsund manna þjóð sem hefur verið teymd á asnaeyrum fram á hyldýpisbrún !
Hruninn er þjóðar hagurinn,
horfir við mönnum grandið.
Bananalýðveldis bragurinn
breiðir sig yfir landið !
Hvað oft komu allir þessir forsvarsmenn fram í fjölmiðlum og sögðu að ástand mála myndi lagast ? Þótt öll viðvörunarljós blikkuðu ypptu ráðamenn bara öxlum og sögðu : " Þetta lagast, þetta getur ekki staðið lengi, það er engin hætta á ferðum !"
Bar þó meira á skugga en skímu,
skuldir uxu í hættuleik.
En gullkálfar í gróðavímu
gengu fram í villu og reyk !
Og Útrásar-forsetinn okkar flutti sömu gyllingar-ræðuna um íslensku snillingana aftur og aftur, boðskap sem átti ekki lengur nokkurn samhljóm meðal þjóðarinnar, því almenningur var virkilega farinn að finna að ekki var allt með felldu.
Við skulum nefnilega gera okkur grein fyrir því, að þó það sé erfitt ástand víða á fjármálamörkuðum heimsins, er ástæðan alls staðar að miklu leyti sú sama, ábyrgðarlaust framferði, þar sem menn virðast hafa spilað hreint og klárt fjárhættuspil. Það var gengið út frá því sem náttúrulögmáli, að menn hefðu stöðugan aðgang að ótakmörkuðu lánsfé.
Hér heima varð útkoman þeim mun verri sem ábyrgðarleysið virðist hafa verið meira. Hinir einkavæddu bankar vísuðu umsvifalaust allri ábyrgð á himinhárri skuldasúpunni til ríkisins og þjóðarinnar og fjármálasnillingarnir hurfu af vettvangi, efalítið með sína einkavæddu milljarða í farteskinu eins og kapitalista er háttur við slíkar kringumstæður.
Menn hafa því spilað eins og vitleysingar og á sama tíma var stórveldisbragurinn yfirgengilegur í einkaneyslu þeirra. Þeir litu á sig sem kónga á fjármálasviðinu.
Það er kannski umhugsunarvert að önnur stórveldi Evrópu, eins og Lichtenstein, Andorra og San Marino, blönduðu sér með engum hætti í þetta hrikalega hættuspil !
Ég fæ ekki betur séð en Morgunblaðið hafi verið nokkuð iðið undanfarna daga við að reyna að gera einhverskonar píslarvotta úr meintum óhappamönnum þjóðarinnar :
Undarleg þar eru skrifin,
út og suður bara gelt.
Forðast er að fara í þrifin,
flestu undir teppið velt !
Blaðið talar um að Lárus Welding Glitnisforstjóri hafi átt margar svefnlausar nætur ! - Ó, aumingja skinnið !
Landsbankamenn hafi reynt sem þeir gátu að verjast ofveðrinu sem skollið hafi yfir ! - Ó, blessaðir mennirnir !
Kaupþingsbankamenn hafi orðið að játa sig sigraða að lokum ( væntanlega eftir hetjulega baráttu ) ! Svona hefur tónninn verið.
Og leiðarar blaðsins hafa verið eggjunarorð um samstöðu þjóðarinnar, um að endurheimta gott orðspor o.s.frv., og allt á það að gerast við óbreytta forustu !!!
Síðast í dag kom svo hástemmd lofgrein í blaðinu um Davíð Oddsson, eftir Baldur Hermannsson, sem er þannig samsett að manni liggur við að æla. Þar virðist það vera talin mesta blessun Íslands, að eiga mann eins og Davíð Oddsson við svona aðstæður !!
Höfundur minnist ekki á Geir Haarde og þaðan af síður á þá staðreynd, að við erum í raun að uppskera afleiðingar stjórnunarverka Davíðs Oddssonar !
Það mætti vissulega halda að það væri rétt sem kom í hugann eftir lestur þessarar yfirgengilegu mærðargreinar :
Topparnir minna á tittlinga í mýri,
trítla þeir þannig um valdanna svið.
Sá gamli er ennþá með greipar á stýri,
Geir hefur aldrei tekið við !
Heilt opnuviðtal var um daginn í Mbl. við Hannes Hólmstein Gissurarson, þar sem hann talar um að menn megi ekki dæma kapitalismann eftir hegðun kapitalista sem hafi hagað sér illa !
Er þetta ekki maðurinn sem alltaf hefur verið að dæma kommúnismann eftir kommúnistum sem höguðu sér illa ? Merkti hann ekki prívat og persónulega alla þá hjörð eftir einstökum forustusauðum ?
Umrætt viðtal var allt með þeim hætti, að maður gat ekki varist þeirri hugsun að þarna væri skýrt dæmi fyrir hendi um hálærðan asna sem hefði ekkert lært og myndi ekkert læra af því sem nú er að dynja yfir. Mér varð því að orði:
Hannes talar tungum mörgum,
til þess sig hann þjálfar vel.
Eins og genginn út úr björgum,
allar stundir blár sem Hel !
Aftar í viðtalinu talar Hannes um að þeir menn sem hefðu verið að verja Baugsfeðga í umræddu máli, ættu sér þó þá afsökun að þeir væru á launum hjá þeim og hefðu starfað vel fyrir yfirboðara sína, " sá á hund sem elur " segir hann svo, eins og máltækið segir.
Og þetta kemur frá manni sem alla tíð hefur að almanna áliti verið málpípa annarra í tíma og ótíma og starfað fyrir yfirboðara sína:
Mér flaug í hug þessi vísa eftir lestur þessa dæmalausa viðtals :
Hannes fer á hæsta stig,
hitt og þetta telur.
En Davíð brosir sæll með sig,
" Sá á hund sem elur ! "
Það vantar heldur ekki að " réttu mennirnir " eru látnir geisa á fullu í fjölmiðlum, svo að aðrir séu ekki að þvælast þar fyrir sem líklegir væru til að spyrja óþægilegra spurninga og krefjast svara.
En ástandið er grafalvarlegt og það er af mannavöldum:
Hagsældar er horfin trú,
heillir virðast stranda.
Ljótt er um að litast nú,
lítil þjóð í vanda !
Margir hafa talað harðlega um Fjármálaeftirlitið og telja að það hafi alls ekki sinnt skyldu sinni varðandi aðhald að bönkunum. Forsvarsmenn þess bera því hinsvegar við, að þeir hafi unnið eftir þeim reglum sem skylt var. Um það mál má þó kannski kveða eftirfarandi:
Fjármálaeftirlitið leit
litla hættu á ferðum.
Algjörlega á sig sk...
óháð reglugerðum !
En það verður að fara yfir þessi mál öll þegar frá líður og helst sem fyrst, því allt bendir til þess að margt hafi klikkað. Tiltekinn maður reyndi að vera landsföðurlegur í viðtali í tilteknum Kastljósþætti um daginn, en allt kom fyrir ekki. Traustið var einnig fallið þar:
Sumir hafa siði marga,
sýna viðmót þurrt og kalt.
Búa fyrst til brennuvarga
og bölva þeim svo fyrir allt !
Framsóknarmenn ættu líka að fara sér hægt um stundir, því það sem gerst hefur er afleiðing samstjórnar þeirra og íhaldsins. Undirlægjuháttur Framsóknarflokksins við Sjálfstæðisflokkinn í formannstíð Halldórs Ásgrímssonar, varð til þess að Davíð náði hér meirihluta og réði öllu í landinu í heil 12 ár. Á þeim tíma var sáð til þess sem við erum nú að uppskera. Samfylkingin er með hreina sakaskrá í þessum efnum samanborið við Framsóknarflokkinn :
Framsókn ætti að fara hægt,
forðast leik með bröndum.
Því lengi var hún ljúft og þægt
lamb í Davíðs höndum !
Það verður að taka til eftir bruðlið og ábyrgðarleysið. Þeir sem vilja ekki slíka tiltekt hljóta að óttast eitthvað og menn geta þá spurt sig að því hvað það kunni að vera ? Engin þjóð sem ætlar að byggja á sómatilfinningu í framtíðinni getur látið sem ekkert sé, eftir að það liggur fyrir, að örfáir menn hafi nánast fengið skotleyfi til að rústa þjóðarhag......
Ég legg svo til að kvótakerfið verði lagt niður. Nú er lag til þess !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.3.2011 kl. 15:19 | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 29
- Sl. sólarhring: 78
- Sl. viku: 598
- Frá upphafi: 365496
Annað
- Innlit í dag: 26
- Innlit sl. viku: 511
- Gestir í dag: 26
- IP-tölur í dag: 26
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)