Leita í fréttum mbl.is

Hvar voru ţeir međan dansinn dunađi ?

 

 

Ţađ hefur vakiđ athygli mína, ađ nokkrir prestar hafa tekiđ sig saman ađ undanförnu og sent ágćtar hugvekjur í fjölmiđla. Ţetta gera ţeir til ađ undirstrika hin gömlu gildi og benda fólki á lćrdóminn sem draga megi af falli efnishyggju og hömlulausrar dýrkunar á fjármunum. Ţađ er í sjálfu sér ekkert nema gott um slíkt siđbótarframtak ađ segja og vissulega eiga ţarna í hlut hirđar sem hafa skyldur viđ sína hjörđ og ţar međ ţjóđfélagiđ allt.

En ég spyr hvar voru ţessir ágćtu kennimenn ţegar dansinn um gullkálfinn stóđ sem hćst, hvar töluđu ţeir ţá gegn hinum grćđgisfulla tíđaranda og hvernig beittu ţeir sér sem hirđar á ţeim tíma ?  Ég minnist ţess ekki ađ ţeir hafi ţá varađ fólk mikiđ viđ glórulausum yfirbođum markađshyggjunnar ?

Sátu ţeir kannski uppi í blómabrekkunni, međan á dansinum stóđ, fullkomlega međvirkir og slógu taktinn ?

Á undanförnum árum hefur slíkt efnishyggjućđi veriđ í gangi, ađ sannkristnir menn hefđu átt ađ skilja sig frá ţví og vara viđ ţví sem var ađ gerast. Ekki síst hefđi slíkt átt ađ gilda um presta og andlega forstöđumenn. Ţannig hefđu ţeir sýnt ađ markmiđ ţeirra vćru háleit og sönn í lífinu og á engan hátt bundin viđ verđbréf og veraldlegan hagnađ. Ţeir vćru ţvert á móti međ hugann viđ andleg verđmćti sem mölur og ryđ fengi ekki grandađ.

En ţví miđur virđist sem ţeir flestir hafi skellt sér á fullu í dansinn og gert sitt málamiđlunar samkomulag viđ tíđarandann.

Ţađ er heldur dapurleg niđurstađa.

Svo koma ţeir svona eftir á og fara ađ leggja fjálglega út af afleiđingum ţess sem ţeir vöruđu aldrei viđ !

Ég vil ađ ţeir sem taka ađ sér ađ vera hirđar, andlegir hirđar, séu vakandi, séu til stađar til ađ vara fólk viđ og leiđa ţađ frá villu síns vegar. Ég vil ađ ţeir gangi fram í ţeirri köllun sem á ađ búa í hirđisstarfinu. Mér mislíkar ţegar ég finn ekkert í prestsklćđunum annađ en andlausan embćttismann, sem virđist líta svo á ađ hann eigi bara ađ láta fara vel um sig í ţćgilegu starfi.

Ţađ ađ vera prestur er ekki ađ hafa slíka afstöđu til mála - prestur er og á ađ vera hirđir - sá sem leiđir hjörđina, sá sem hefur köllun til slíks starfs !

Prestsstarfiđ er erfitt starf og ábyrgđarmikiđ - ef ţví er sinnt eins og vera ber.

Presturinn er fyrst og fremst ţjónn Guđs og hann ber mikla ábyrgđ gagnvart hjörđ sinni og gagnvart Drottni. Hann á ekki ađ vera ţjónn Tíđarandans eđa fylgja tískustraumum í almenningsáliti. Hann á ađ standa á Bjarginu sem stöđugt er og bera ţví vitni sem hann er og á ađ vera kallađur til.

Hann á ađ vera til vitnisburđar fyrir Sannleikann í rótlausum heimi og skrýđast ţar alvćpni andans. Ţannig mađur er hirđir sem ţekkir köllun sína og ábyrgđ.

Viđ höfum öll gott af ţví ađ fá heilbrigđ áminningarorđ ţegar viđ förum út af sporinu. En ţađ er hvorki gott né rétt, ţegar ćtlađir hirđar vilja vanda um viđ hjörđ sína fyrir villuráf, ţegar ţeir sjálfir virđast ekki hafa veriđ til stađar á réttum tíma til ađ vísa réttan veg.

Hvar voru ţeir ţegar mest var ţörfin fyrir ţá ?

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 167
  • Sl. sólarhring: 213
  • Sl. viku: 736
  • Frá upphafi: 365634

Annađ

  • Innlit í dag: 162
  • Innlit sl. viku: 647
  • Gestir í dag: 162
  • IP-tölur í dag: 160

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband