Leita í fréttum mbl.is

Ofríkis andi Xerxesar býr í Brussel

Sú var tíđin ađ Xerxes Persakonungur ákvađ ađ ráđast á Grikkland og hefna ófara Dareiosar föđur síns viđ Maraţon. Hann safnađi milljónaher í sínu víđlenda ríki og hélt af stađ ákveđinn í ţví ađ gera Grikkland ađ undirgefnum útskćkli í persneska heimsveldinu.

En á leiđ hans varđ Laugaskarđ og ţar var Leónídas Spartverjakonungur til varnar međ sína 300 Spartverja. Persakonungur varđ ćfur af reiđi ţegar ţessi fámenni hópur varđist stórhernum af svo mikilli hugprýđi ađ hann komst hvorki lönd né strönd. Mikilvćgur tími vannst fyrir Grikki til ađ safna saman liđsstyrk fyrir komandi úrslita-uppgjör viđ Persa. En ađ lokum voru Persar leiddir af grískum svikara yfir fjöllin svo ţeir komust aftan ađ Spartverjum. Eftir hetjulega vörn féllu Leónídas og nánast allir hans menn.

En vörn ţeirra var frćgđ um allt Grikkland og Grikkland lifđi áfram ţví í sjóorustunni viđ Salamis skömmu síđar gerđi Ţemistókles út af viđ drauma Persa um sigur og persnesku hćttunni var bćgt frá međ afgerandi hćtti.

Í Grikklandi voru samt ýmsir svikarar og uppgjafarsinnar á ţessum tíma sem óttuđust Persa og töldu best fyrir Grikki ađ ganga ţeim á hönd og reyna ađ komast ađ einhverjum samningum viđ ţá. Ţeir vćru svo öflugir ađ ţađ ţýddi ekki ađ reyna ađ standa í gegn ţeim eđa utan viđ veldi ţeirra !

En sem betur fer varđ ţađ ofan á hjá Grikkjum ađ verja land sitt hvađ sem ţađ kostađi. Ţessvegna varđ grísk menning ađ ţví sem skilađi sér síđar sem eitt ţýđingarmesta framlag einnar ţjóđar til menningar Vesturlanda.

Hefđi persneska stórríkiđ lagt Grikkland undir sig međ hjálp grískra uppgjafarsinna, hefđi grísk menning aldrei orđiđ ađ ţví sem hún varđ og Vesturlönd aldrei ađ ţví sem ţau urđu.

Persnesk yfirráđ hefđu skilađ hlutunum til framtíđar á allt annan veg og ţar hefđi lýđrćđi til dćmis ekki átt upp á pallborđiđ.

Xerxes hafđi sagt " Draumur föđur míns  var - einn heimur - einn stjórnandi !"

Ţađ segir sína sögu og andinn í ţeirri hugmynd er ćvaforn og myrkur.

Ef viđ freistumst til ađ setja ţessa gömlu sögu á sviđ í samtímanum, ţá mćtti hugsa sér hana útfćrđa međ eftirfarandi hćtti:

Evrópusambandiđ er í hlutverki Xerxesar, međ milljónir sínar tilbúnar ađ mylja allt undir sig og sitt vald og sínar reglugerđir. Grísku svikararnir eru líka á sviđinu en auđvitađ í öđru gervi, en ţeir tala líkt og forđum.

Ţjóđlegir fulltrúar 300.000 manna ţjóđar standa sem fyrr í Laugaskarđi, sem nú er Ísland, og verjast ágangi stórríkisins - jafnt utan frá sem innan.

Viđ eigum kannski ekki neinn útvalinn Leónídas til ađ leiđa okkur, en viđ höfum vilja til ađ standa fast á okkar ţjóđlega rétti. Viđ erum flest fćdd sem frjálsir Íslendingar og viljum vera ţađ áfram eins og Grikkir vildu áfram vera frjálsir Grikkir. Ađ lifa eftir útlendum bođum er ekki ţađ sama og ađ lifa viđ frelsi.

Evrópusamsteypan stefnir, eins og Persar forđum, ađ einum heimi og einum stjórnanda. Sá stjórnandi kemur fram ţegar allt verđur tilbúiđ fyrir hann og margir eru farnir ađ gera sér grein fyrir ţví hver hann verđur.

Paul Henri Spaak, utanríkisráđherra Belgíu og formađur undirbúningsnefndar ađ stofnun Efnahagsbandalagsins, sagđi á sínum tíma: "Viđ ţurfum öflugan mann, sendiđ okkur slíkan mann, hvort sem hann er guđ eđa djöfull, munum viđ taka á móti honum !" Segir ţetta ekki sitt um hverskonar stjórnandi ţađ er sem beđiđ er eftir í Brussel ?

Evrópska stórríkiđ vill gera Ísland ađ undirgefnum útskćkli í sínu heimsveldi, soga til sín auđlindir okkar, og hinn forni ofríkis andi Xerxesar ríkir yfir höfuđstöđvum ţess í Brussel.

Viđ sem viljum verja hiđ íslenska Laugaskarđ segjum nei viđ ţeim anda og ef örvar Brussel-áróđursins fara ađ byrgja fyrir sólu á Íslandi - ţá berjumst viđ í forsćlunni eins og Spartverjar gerđu forđum.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 138
  • Sl. sólarhring: 184
  • Sl. viku: 707
  • Frá upphafi: 365605

Annađ

  • Innlit í dag: 134
  • Innlit sl. viku: 619
  • Gestir í dag: 134
  • IP-tölur í dag: 132

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband