24.5.2009 | 11:03
Það er rifist og skammast en...............!
Sjálfstæðisflokkurinn væri líklega brjóstumkennanlegur að áliti margra, ef hann væri ekki búinn að brjóta svo mikið af sér sem raun ber vitni. Þegar þessi flokkur stóð frammi fyrir kosningum nú nýverið, gerðu menn þar á bæ sér grein fyrir því að ekki var nú hægt að gera út á marga hluti - allt í rúst eftir 18 ára valdstjórn flokksins !
Þá var gripið til þess að berjast fyrir sjálfstæðinu, sem var náttúrulega komið í stórhættu eftir stjórnarár flokksins. Þjóð sem er ekki lengur fjárhagslega fær til að stjórna sínum málum er ekki beint sjálfstæð - eða hvað ?
En jú, sjálfstæðismenn ákváðu sem sagt að verða allt í einu allra manna þjóðlegastir og sjálfstæðið væri mál númer eitt. tvö og þrjú !
Og svo hófst stutt en snörp kosningabarátta. En hvað gerðu sjálfstæðismenn í þeirri baráttu - jú, þeir töluðu gegn aðild að ESB, en hömuðust jafnframt á Vinstri grænum eins og þeim væri borgað fyrir það frá Brussel.
Þeir reyndu að níða niður þann flokkinn sem var þeim þó sammála í sjálfstæðismálinu mikla - en létu þann flokkinn frekar eiga sig sem vill láta okkur hlaupa berrassaða rakleitt inn í ESB, berrassaða segi ég, því við erum með allt niðrum okkur efnahagslega í núverandi stöðu !
Bendir þetta til þess að Sjálfstæðisflokkurinn sé heill í sjálfstæðismálinu mikla ?
Að þessu viðbættu er svo málflutningur sjálfstæðismanna, og Framsóknarmanna með hreinum ólíkindum - það er talað um að endurreisa traust, endurbyggja þetta og hitt, bjarga heimilunum í landinu o.s.frv.o.s.frv. í það óendanlega.
En af hverju þarf að endurreisa traustið, af hverju þarf að endurbyggja þetta og hitt, af hverju þarf að bjarga heimilunum í landinu og frá hverju ?
Fulltrúar þessara þjóðarógæfuflokka tala aldrei um það. Þar kemur enginn fram sem segir, " það verður að bjarga þjóðfélaginu frá hræðilegum afleiðingum verka okkar - frá afleiðingum okkar valdatíma " ! Nei, ónei..........!
Það er aldrei talað um orsakirnar, það er bara heimtað af þeim sem litla eða enga sök báru á hruninu - að þeir verði að standa sig betur - og þeir sem eru að heimta þetta, eru fulltrúar flokkanna sem rústuðu hér heilu þjóðfélagi !
Þeir sem lítið sem ekkert gátu gert á 100 dögum eftir bankahrun, í rakinni meirihlutastjórn, kröfðust þess með hörku að 80 daga minnihlutastjórn reyndi nú að gera eitthvað - vegna þjóðarinnar, vegna heimilanna í landinu o.s.frv.........!
Þeir hafa rifist og skammast á nákvæmlega engum forsendum !
Einu sinni var sagt, að menn sem kynnu að skammast sín væru meiri menn fyrir bragðið. Hvað sem um það má segja er ljóst að sú speki á ekki við sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn. Framsókn þykist reyndar hafa sagt skilið við skuggahliðar fortíðar sinnar og segist vera orðin ný og fersk eins og óspjölluð mær. En hver trúir því að gömul vergjörn maddama sem hefur legið með mörgum um dagana verði allt í einu ung og óspjölluð á ný ?
Sjálfstæðismenn deila nú á allt sem ný stjórnvöld gera og einn úr þeirra hópi talaði um í Mbl. nýlega að einn allsherjar ríkissósíalismi sé tekinn við ?
Tekinn við eftir hvað ? Honum láðist alveg að geta þess !
- Eftir 18 ára svo til samfellda stjórnarforustu Sjálfstæðisflokksins sem endaði með hruni og efnahagslegum ragnarökum ! Enginn hefur fengið annað eins tækifæri og Sjálfstæðisflokkurinn til að færa sönnur á ágæti stefnu sinnar - enginn hefur fengið að valsa um með fjármál lands og þjóðar samfellt í 18 ár ! Og hver varð útkoman ? Áttu menn að halda áfram á frjálshyggjufylleríinu þegar allt var komið á hausinn ?
Tryggvi Þór Herbertsson er greinilega einn af þeim sem álíta það. Hann hefur ekkert lært af hruninu eins og sést af nýlegri grein hans í Mbl. og mun ekki læra neitt af því. Hann mun aldrei skilja hvernig þetta fór með fjárhag þúsunda Íslendinga og það manna sem unnið höfðu hörðum höndum fyrir sínu.
Ef það er tekinn við ríkissósíalismi í dag, þá er það vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn brást landi og þjóð og keyrði hér allt í strand.
Þegar kreppan mikla skall yfir 1929 voru Calvin Coolidge og Herbert Hoover í nákvæmlega sama gír og Sjálfstæðisflokkurinn var í fyrir og eftir bankahrunið.
Þeir sátu og gerðu ekki neitt - þeir ætluðu bara að sjá til !
Það var engin bjargráðastefna sett í gang því þessum mönnum var skítsama um bandarískan almenning - þeir hugsuðu bara um alikálfana og þeirra hagsmuni.
Í Bandaríkjunum var það yfirstéttarmaðurinn Franklin Roosevelt sem fór í það að vinna þjóðina hægt og bítandi út úr kreppunni og hann gerði það með smáskömmtum af sósíalisma. Kapítalisminn bauð ekki upp á neitt jákvætt við þær skelfilegu aðstæður, enda var hann forsendan fyrir hruninu þá eins og nú.
Að lokum var það svo heimsstyrjöldin síðari sem batt enda á atvinnuleysið í Bandaríkjunum, sem enn var í um það bil 15% þegar stríðið skall á, ef ég man rétt. Það kemur nefnilega oft uppsveifla í hagkerfin þegar byrjað er að drepa fólk í stórum stíl.
Það er mjög fróðlegt að sjá kosningaúrslitin síðustu. Öll þjóðin er þar algjörlega samtaka í því að hafna Sjálfstæðisflokknum og prósentufall flokksins er sláandi líkt yfir landið allt. Nú á Sjálfstæðisflokkurinn, sýnist mér, aðeins í einu kjördæmi fyrsta þingmanninn og hann hangir þar á örlitlu prósentubroti.
Í öðru Reykjavíkurkjördæmanna er flokkurinn í þriðja sæti með sinn efsta þingmann. Þetta er hrikaleg rass-skelling, en ekki verður þó annað sagt en að flokkurinn hafi fyllilega verskuldað hirtinguna og reyndar hefði hún orðið meiri ef það væru ekki allt of margir innmúraðir fyrir lífstíð í skítlegheitin.
Kattarþvottur Framsóknar og forherðing sjálfstæðismanna munu ekki leysa fortíðarpínu þessara flokka - aðeins heiðarlegt uppgjör getur gert það, en ég held að hvorugur flokkurinn sé fær um að fara í slíkt uppgjör og muni ekki verða það
á komandi árum. Þeir hafa einfaldlega allt of marga djöfla að draga.
En mikið væri það gott ef fulltrúar þessara flokka færu á námskeið til að læra að skammast sín pínulítið - því það er það sem þjóðin vill sjá hjá þeim, einhver merki um samviskubit og skilning á þeim skaða sem þeir hafa unnið þjóðinni með ábyrgðarlausu framferði í efnahags og sjálfstæðismálum Íslendinga.
Að byggja upp traust án iðrunar er ekki hægt, en iðrun hefur hreint ekki verið mikið á dagskrá hjá þeim sem hruninu ollu og iðrast ættu.
Það er því það minnsta sem þessir aðilar geta gert, að láta þá fá vinnufrið sem eru þó að reyna að moka andstyggðarflórinn eftir þá, sem er það versta skítasafn sem nokkur stjórnvöld í Íslandssögunni hafa skilið eftir sig.
Já - og það er miklu meira en að segja það, að moka sig frá þvílíkum óþverra !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 133
- Sl. sólarhring: 179
- Sl. viku: 702
- Frá upphafi: 365600
Annað
- Innlit í dag: 129
- Innlit sl. viku: 614
- Gestir í dag: 129
- IP-tölur í dag: 127
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)