12.7.2009 | 17:49
Pólitískur ólifnaður
Þegar svo er komið í einhverju landi, meðal einhverrar þjóðar, að pólitíkin virðist vera hætt að taka mið af siðrænum gildum, er virkilega vá fyrir dyrum.
Þá standa menn frammi fyrir því að stjórnmálaöfl þjóðfélagsins eru í raun að stunda pólitískan ólifnað, siðlaust athæfi sem getur ekki annað en komið í bakið á viðkomandi þjóð.
Það virðist margt benda til þess að við Íslendingar séum nú staddir mitt í óskemmtilegum veruleika af þessu tagi. Það er orðin býsna almenn skoðun eftir bankahrunið síðastliðið haust, að þjóðfélagskerfið sé svo til allt sundurgrafið af spillingu. Þar sé í raun engu lengur hægt að treysta !
Við vitum hvernig framkvæmdavald og löggjafarvald hafa hrunið í áliti á síðari tímum og nú virðist sem dómsvaldið og réttarkerfið sé komið í sömu stöðu. Margir segja það fullum fetum, að réttarkerfið sé orðið að fáránlegum sirkus-leikvelli fyrir lögfræðinga og hagsmunir venjulegs fólks séu þar hvergi tryggðir.
Þeim fjölgar stöðugt sem lýsa því yfir að þeir hafi enga trú lengur á kjörnum fulltrúum hinna þriggja meginstofna lýðræðis-skipulagsins.
Svo illa virðast leiðandi menn vera búnir að halda á málum fyrir þjóðina og það er afspyrnu vond niðurstaða. Yfirvöld sem eru ófær um að skapa sér virðingu vegna pólitísks ólifnaðar, geta aldrei fært hlutina í rétt og eðlilegt samhengi á ný.
Fólkið í landinu vill auðvitað geta átt sér heilbrigðar fyrirmyndir í þeim sem fremstir fara - en því virðist hreint ekki að heilsa.
Það hefur leitt til þess að þjóð sem var löghlýðin, vinnusöm og heiðarleg, virðist ekki lengur telja unnt að komast af í þessu þjóðfélagi með þær eigindir að veganesti. Það virðast því æ fleiri grípa til þeirra óyndisúrræða að beita andstæðum eigindum sér til framdráttar í lífsbaráttunni, sem dregur svo samfélagið meira og meira niður í svaðið.
" Hvað höfðingjarnir hafast að, hinir ætla sér leyfist það ! "
Það er hver höndin upp á móti annarri á þingi og víðar, ekki síst núna þegar aðstæður ættu að krefjast þess að menn standi saman um heill þjóðarinnar. Þó að menn viti að staða mála sé slík, að neyðarástand ríki og lífsnauðsyn sé á samstöðu, er haldið áfram á fullu í skotgrafahernaði, meindýramálatilbúnaði og óþjóðlegri niðurrifsstarfsemi af hálfu stjórnmálaflokkanna, sem ættu að skammast sín fyrir slíkt framferði. Og spilling er enn varin og vernduð vegna pólitísks ólifnaðar.
Heilbrigt hugsunarferli, til uppbyggingar fyrir siðræna undirstöðu þjóðarinnar, virðist smám saman vera að fjara út, enda sýnist viðvarandi hugarfar fjölmargra að miklu leyti komið á algerar villugötur. Þar eru brestirnir orðnir meiri en nokkur maður ætti að geta sætt sig við.
Þegar rangsnúin hugsun er farin að stjórna þjóðfélaginu meira og minna er ekki von á góðu. Siðlaus undirstaða fær hvergi staðist til lengdar í samfélagslegu tilliti og við virðumst komin þar fram á brún hengiflugsins.
Staða mála hlýtur að vera þannig, þegar menn tala um spillingu sem skilar þeim peningalegum ávinningi, sem eitthvað sem sé allt í lagi, en fjalla svo um spillingu sem bitnar á þeim sem óþolandi ranglæti. Í þeirri afstöðu felast skýr skilaboð um að siðræn staða manna sé alls ekki eðlileg.
En fjöldi manns virðist geta litið á hlutina með þessum augum. Einkum hefur þetta komið skýrt í ljós þegar um skítpólitískar ákvarðanir hefur verið að ræða sem hafa hyglað sérútvöldum á kostnað heildarinnar. Í slíkum tilfellum hafa svo margir fitnað efnalega á ranglæti og mismunun - jafnvel til fleiri ára - að þeir virðast gjörsamlega ófærir um að þekkja muninn á réttu og röngu. Menn verja þá rangindin af öllum lífs og sálarkröftum en óskapast jafnframt yfir ýmsu öðru sem þeir kalla spillingu.
Þeir virðast þannig geta gengið um dags daglega með tvöfaldan siðamælikvarða sem mælir rangt í báðar áttir.
Og hinn pólitíski ólifnaður í stjórnunarmálum lands og þjóðar, sem tútnaði út við áralangt þenslubrjálæðið og græðgishyggjuna, ýtti undir þessi rangsnúnu viðhorf og átti sinn stóra þátt í því hruni sem hér varð.
Menn gleymdu gömlu góðu gildunum - gildunum sem koma alltaf aftur - gildunum sem aldrei glata inntaki sínu, gildunum sem alltaf eru sönn;
menn gleymdu því að traust er undirstaða allra mannlegra samskipta og í raun heilbrigðisvottorð þeirra.
Nú þarf að víkja af villuveginum og finna aftur gömlu göturnar, sem feður og mæður, afar og ömmur, gengu á undan okkur - í heiðarleika og réttlætistrú.
En skyldum við enn vera fær um það ?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 52
- Sl. sólarhring: 101
- Sl. viku: 621
- Frá upphafi: 365519
Annað
- Innlit í dag: 48
- Innlit sl. viku: 533
- Gestir í dag: 48
- IP-tölur í dag: 48
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)