23.7.2009 | 00:03
G - 8 - þefur !
Það fer alltaf viss titringur um marga, þegar leiðtogar og fulltrúar voldugustu iðnríkja heims, svonefndur G-8 hópur kemur saman til fundar. Það er nefnilega flestum ljóst, að þær ákvarðanir sem teknar eru af viðkomandi fulltrúum á þessum fundum, varða heiminn allan og lífsskilyrði jarðarbúa í nútíð og framtíð.
Það eru því fullar forsendur fyrir því, að öllum komi það við sem ákvarðað er á þessum fundum um þessi mál. Því verður heldur ekki neitað að mikil tortryggni ríkir í garð þeirra sem sitja þessa fundi og traust til þeirra er víðasthvar í lágmarki meðal venjulegs fólks.
Margt af því sem ríkin í G-8 hópnum hafa gert og gera eflaust enn, hefur nefnilega ekki verið sérlega vel til þess fallið að gera heiminn að vistvænni stað fyrir þá sem í honum búa. Margir telja að meðal umræddra ríkja séu mestu umhverfissóðar jarðarinnar og ólyktin af yfirgangs verkum þeirra gagnvart náttúrunni og eðlilegri hringrás lífsins, berist stöðugt með tilheyrandi skaða um heim allan. Það sem hefur t.d. verið sökkt í höfin á umliðnum áratugum af hættulegum úrgangsefnum af hálfu iðnríkjanna, er ærinn höfuðverkur með tilliti til framtíðar og þeirrar hættu sem stafað getur af vistkerfisbreytingum.
Fólk sem er andvígt sívaxandi hnattvæðingartilburðum og stöðugri samþjöppun valds, telur því gild rök fyrir því að G-8 hópurinn sé helsti málsvari slæmra hluta og eitt af því versta sem berst að vitum umhverfissinna er því G-8 þefur !
Því hefur verið með ýmsum hætti haldið að fólki undanfarin ár, að hnattvæðing og það að smala öllu fólki inn í ákveðin kerfi, sé eina rétta leiðin til paradísar á jörð. Þá geti allir orðið vinir í mannlífs skóginum mikla.
En það eru í orðsins fyllstu merkingu ljón á veginum í þeirri uppsetningu málanna. Það er nefnilega svo að þegar rándýrin eru búin að króa fórnarlömbin af, verður eftirleikurinn auðveldari. Þá er ekki vandgert að flá og fletta.
Við skulum aldrei vera svo græn að halda að það séu engin rándýr í skóginum og við skulum heldur ekki gleyma á hverju þau lifa.
Hnattvæðingartilburðir heimsauðvaldsins miða að því einu að koma fólki almennt í stöðu rakkans undir borðinu, sem gerir engar kröfur og þiggur það með sinni hundslegu undirgefni, að fleygt sé beini til hans öðru hverju.
Sú hugsun hefur lengi verið fyrir hendi innan auðhringanna að þurrka verði út ávinning lýðræðis og verkalýðsbaráttu liðinna áratuga með einum eða öðrum hætti. Vald fólksins er af slíkum aðilum talið þröskuldur í vegi fyrir aukinni einokun hinna stóru á auðlindum hnattarins. Verkalýður heimsins á að vera í hlutverki hins réttlausa rakka, að mati þeirra sem stunda og vilja stunda, í eigingjarnri græðgi sinni, rányrkju um alla jörð.
En þeir eru sem betur fer margir sem finna G-8-þefinn og eru staðráðnir í því að vera menn en ekki rakkar og berjast fyrir eðlilegum framgangi lífsins gegn öllum kaupmönnum dauðastefnunnar.
Jörðin er nefnilega sameign okkar allra, lífsrými mannkynsins !
Við þurfum því að standa vörð um allt það sem stuðlar að breyttri og betri hugsun viðvíkjandi náttúrunni og vistkerfinu og hlynna að jörðinni, móðurskipi lífs okkar í nútíðinni og þeirrar framtíðar sem á að tilheyra þeim sem koma á eftir okkur.
Höfum opið hjarta fyrir landinu okkar og þeim arfi sem börnin okkar eiga að taka við úr okkar höndum. Gerum hann sem mestan og bestan.
Við munum ávallt þurfa hreint loft og heilnæmt súrefni sem forsendu fyrir áframhaldi lífsins. Og framþróun lífsins segir að við sem lifum í dag munum lifa áfram í börnunum okkar og þau í sínum börnum, ef við búum þeim áframhaldandi skilyrði til lífs á þessari jörð.
Gleymum því heldur ekki að framtíðarheillin ræðst mikið af því sem við gerum í núinu. Við erum hlekkir í keðju kynslóðanna og sú keðja á að liggja upp á við en ekki niður.
Verum þess jafnan minnug að heilsuspillandi G-8-þefur getur aldrei komið í stað þess lífslofts sem er og mun áfram verða sameiginleg þörf okkar allra sem búum á hótel Jörð.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 52
- Sl. sólarhring: 101
- Sl. viku: 621
- Frá upphafi: 365519
Annað
- Innlit í dag: 48
- Innlit sl. viku: 533
- Gestir í dag: 48
- IP-tölur í dag: 48
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)