Leita í fréttum mbl.is

Uppréttir viljum viđ standa

 

Ađ vera Íslendingur hefur veriđ Frónbúans fylgja allt frá ţví ađ forfeđurnir kvöddu Noreg og konungsvaldi var hafnađ í fyrsta sinn. Ađ vera frjálst fólk á eigin ćttjörđ hefur alltaf átt rík ítök í hjarta Íslendinga og ţjóđarsálin hefur ekki veriđ til sölu fyrir ađkeypt efni, ţó fimmtu herdeildar menn hafi veriđ til hér sem víđar. En ţađ hefur vissulega oft veriđ erfitt ađ vera Íslendingur.

Ţađ hefur kostađ sitt ađ halda reisn og ţjóđlegum metnađi. Ţví neitar enginn mađur. En hingađ til hefur ađ mestu veriđ sátt um ţađ, ađ ţjóđin haldi fast í ţađ fullveldi og ţađ sjálfstćđi sem vannst á ný  eftir aldalanga áţján - og ţađ fyrir ekki svo ýkja löngu síđan.

1944 höfnuđu Íslendingar konungsvaldi aftur og kusu ađ búa eftirleiđis viđ lýđrćđisfyrirkomulag. Ţá voru nánast allir búnir ađ sjá hvers virđi ţađ var ađ fá ađ ráđa eigin málum og hvílíkt ţrautaferli gat fylgt ţví ađ ţurfa ađ dansa eftir annarra pípu međ alla hluti. Og ţá ţótti ekkert ađ ţví ađ menn vćru ţjóđlegir og töluđu um ţađ ađ Íslendingar ćttu ađ hlynna ađ sínum garđi sem best.

Og framyfir 1970 héldu landsmenn sínum ţjóđlegu einkennum og stefndu áfram í málum sínum sem ţjóđ. En ţegar kom fram undir 1980 fóru ađ hrannast upp óveđursský á stjórnmálahimninum - einkum vegna ţess ađ margnefnd frjálshyggjuófreskja var mćtt til leiks. Félagsleg gildi voru úthrópuđ á nćstu árum og sérhyggjan byrjađi ađ undirbúa komu keisarans sem birtist síđan og settist ađ völdum 1991.

Samfara frjálshyggjunni var rekinn öflugur áróđur fyrir ţví ađ fólk ćtti ađ vera upplýst og víđsýnt, en í raun gekk sá áróđur út á ţađ ađ framhaldsmennta fólk hér til ađ vera óţjóđlegt. Milli menntađs fólks og fortíđar í torfkofum var settur upp veggur sem rauf öll tengsl ţar á milli. Í augum gráđufólksins sem innan tíđar varđ svo gráđuga fólkiđ, var ekkert variđ í ţađ ađ vera Íslendingur og allt sem íslenskt var ţótti menningarlega lítilvćgt. Ţetta fólk horfđi hungruđum augum til Bretlands, Frakklands og Ţýskalands í hámenningarlegri tilbeiđslu.

Ţannig byrjađi Evrópusýkin ađ geisa međal íslenskra menntamanna - fyrst og fremst á kostnađ ţjóđmenningarlegra gilda.

Áđur höfđu menntamenn ţjóđarinnar stađiđ fremst í víglínu fyrir slíkum gildum en nú fór allnokkur hluti ţeirra ađ tilbiđja skurđgođ -  í heimsmenningarlegum tilgangi - ađ sagt var. Íslensk ţjóđ var ţá komin í ţá óskemmtilegu stöđu ađ vera ađ mennta fólk, ekki til ađ vera ţjóđlega varnarmenn gegn ađsćkjandi niđurrifsöflum, heldur til ađ vera fimmta herdeild ásćlins erlends valds.

Menntamusteri ţjóđarinnar sem áđur voru hennar sterkustu varnarvé, fóru í framhaldi af ţessu ađ breyta um áherslur og nú er helst eins og engan Íslending međ eđlilega tengingu viđ land og ţjóđ sé ţar ađ finna.

Nýlega rćddi Guđni Ágústsson í grein í Mbl. um Gissur Ţorvaldsson í höfđi Steingríms J. Sigfússonar. Ég held ađ Gissur Ţorvaldsson og hans verk eigi miklu meiri samleiđ međ ţví sem Guđni og hans félagar gerđu hér međan ţeir sátu ađ völdum. Gissur er ađ mínu mati, í ţví samhengi, ekki svo fjarri höfđi Guđna, og sennilega ćtti sá síđarnefndi ađ halda sig bak viđ eldavélina héđan af og láta ađra um umrćđuna. Guđni sagđi einnig í grein sinni ađ hann vćri löngu búinn ađ fyrirgefa Gissuri ţađ sem hann gerđi, en ţađ gerir enginn Íslendingur sem veit í raun hvađ Gissur kallađi yfir ţjóđ sína međ ţví ađ véla hana af eiginhagsmunaástćđum undir konungsvald.

Og ég fyrirgef heldur ekki Davíđ, Geir, Halldóri, Valgerđi og Guđna og ţeirra fylgifiskum, ábyrgđarleysiđ sem ţeir sýndu gagnvart íslenskum ţjóđar málstađ međ ţví ađ ţvćla okkur til stríđsţátttöku, viđhalda kvótasukkinu og stefna hér öllu til hruns međ helmingaskipta-svínaríinu.

Annar mađur rćddi nýlega í Mbl. um Evrópusambandsmál og vildi ađ menn vćru ekki međ sögulegar tengingar í ţví sambandi og allra síst viđ Jón Sigurđsson. Sennilega má af ţví ţekkja hvar sá mađur stendur.

Viđ skulum líta ađeins yfir söguna, ţvert á hans ráđgjöf.

Hefđi Jón Sigurđsson viljađ ganga í Evrópusambandiđ ? Hefđu Fjölnismenn viljađ ţađ, Jón Eiríksson eđa Skúli Magnússon ? Nei, ég hygg ađ ţeir hefđu seint viljađ ţađ.

Viđ getum hinsvegar nokkurnveginn gefiđ okkur ađ Sturla Sighvatsson, Gissur Ţorvaldsson og Ţorgils skarđi, Jón skráveifa og ţeirra líkar hefđu gerst ţjónustumenn konungserinda frá Brussel engu síđur en frá Noregi.

Höfuđ Gissurar er ţví víđa til í okkar landi enn međ sínar hugsanir og Jón skráveifa gengur um ljósum logum - en nú er hann bara orđinn hámenntađur og heimsmenningarlegur í ţokkabót og ekki á dönskum skóm - heldur á skóm frá Brussel. Ţađ vantar ekki gyllinguna á slíka fugla, sem flíka höfđi Gissurar jarls í annan endann og Brussel-skóm í hinn.

Guđ forđi okkur frá öllum ţeim sem vilja draga ţjóđina í dýflissu ófrelsis og arđráns. Stöndum fast í gegn öllum slíkum hvar í flokki sem ţeir standa.

Uppréttir Íslendingar viljum viđ vera áfram og lifa sem frjálsir menn.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.4.): 27
  • Sl. sólarhring: 76
  • Sl. viku: 1027
  • Frá upphafi: 377541

Annađ

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 886
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband