Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011
28.8.2011 | 10:24
Uppgjör sjálfstæðisflokksins við Davíðstímann ?
Það hefur ávallt verið svo, að flokkar sem hafa náð völdum og síðan kannski lotið einræðisherra eða einvaldi um langt skeið, hafa þurft að gera upp slíkan tíma með sjálfsskoðun og gagnrýni, eigi þeir að geta skilið sig frá honum og byrjað nýtt upphaf. Sagan kennir okkur margt í þeim efnum.
Sovéski kommúnistaflokkurinn lenti í miklum hremmingum við að gera upp við Stalínstímann og þó að 20. flokksþingið hafi átt að kveða draug Stalíns niður fyrir fullt og allt, tókst það enganveginn. Sömu menn og þjónuðu mest undir Stalín voru enn við völd og þó að Nikita Kruschev hafi séð þörfina á slíku uppgjöri, var hann sjálfur úr innsta hring Stalíns og margt sem hefði þurft að gera upp, hefði vafalaust komið illa við hans persónu.
Sumir félagar hans í æðstu stjórn flokksins voru líka hreint ekki sáttir við að farið væri að hræra í gömlum málum og draga fram í dagsljósið skuggaverk liðinna tíma. Ráðamenn voru þannig vægast sagt minna en hálfvolgir gagnvart þessu uppgjöri, enda varð það á engan hátt ærlegt eða endanlegt.
Vofa Stalíns hékk yfir flokknum allt til þess að ríkið hrundi og mun sennilega áfram gera það meðan flokkurinn þykist hafa einhverja burði til að tóra.
Það er yfirleitt ekki auðvelt verk að gera upp við eigin skammastrik !
Íslenski sjálfstæðisflokkurinn er, að mínu mati, að ýmsu leyti í hliðstæðum sporum með Davíð og valdatíma hans. Mikið til sömu vandamálin hafa lýst sér í báðum tilvikum og menn þora ekki að takast á við þessi fortíðarvandamál.
Þannig er flokkurinn í mjög svo krefjandi þörf fyrir heiðarlegt uppgjör varðandi þennan tíma. Hann þarf lífsnauðsynlega að skilja sig frá þessu skollaskeiði til að geta hafið einhverskonar nýtt líf í pólitíkinni.
Þröskuldar í vegi slíks uppgjörs innan flokksins eru hinsvegar margir. Nefna má viðvarandi harðsoðna afstöðu ýmissa flokksmanna í hollustunni við hinn fallna leiðtoga, ábyrgðarhlutdeild valdsmanna í flokknum varðandi ýmis verk foringjans sem þykja hafa skilað sér mjög til hins verra fyrir þjóðina, ennfremur má nefna afneitun staðreynda, hræðslu við breyttar áherslur og fíkn þá til persónudýrkunar sem virðist geta orðið mjög rík í mörgu fólki gagnvart foringjaímyndinni, hinum sterka manni.
Sennilega hafa sjálfstæðismenn á Íslandi, margir hverjir, gengið allra manna lengst fram hérlendis í persónudýrkun þegar þeir létu sem mest með Davíð.
Þó að kratar létu mikið með Ingibjörgu Sólrúnu á tímabili komst það ekki á slíkt sefjunarstig sem Davíðsdýrkunin í sjálfstæðisflokknum.
Persónudýrkun er andstyggilegt fyrirbæri og hvergi til góðs. Hún fer illa með þá sem dýrkunina stunda og eins þann sem dýrkaður er. Þegar menn eru settir á stalla eða teknir í guðatölu er aldrei von á góðu eins og mörg hrikaleg dæmi sanna varðandi kónga og keisara fyrri tíma og einvalda á síðari árum.
Þó stigsmunur sé auðvitað á því hvort við tölum um Stalín eða Tító, Franco eða Salazar í liðnum tíma, Gaddafi í Lýbíu eða Bashar Assadsson í Sýrlandi í yfirstandandi tíma - eða bara litla einvaldinn á Íslandi, er það alveg ljóst að í sérhverju tilfelli þar sem einstakir menn hafa komist upp með það að draga til sín allt of mikil völd, er nauðsyn á uppgjöri - einnig í einræðisríkjum, en ekki síst í ríkjum þar sem lýðræði á að gilda samkvæmt viðurkenndum leikreglum samfélagsins.
Það er ekki hægt að sópa fortíðinni undir teppi gleymskunnar.
Sovéski kommúnistaflokkurinn féll á sínu uppgjörsprófi. Hann gat ekki skilið sig frá Stalínstímanum og gert heiðarlega upp við fortíðina. Valdið í flokknum var enn þeirra sem hófust til valda fyrir tilstilli Stalíns og voru samverkamenn hans að mörgu því sem gert var og þurfti að játa og kannast við. Það vald var því spillt og spillt vald hreinsar aldrei til eða kemur ærlega að málum.
Íslenski sjálfstæðisflokkurinn er enn í þeirri stöðu að geta tekið sitt uppgjörspróf, sem felst í því að gera upp við Davíðstímann, en líkurnar á því að hann standist það próf með ærlegum hætti dvína þó með degi hverjum.
En það er samt eina leiðin til þess að þessi þjóðarógæfuflokkur öðlist eitthvað af því trausti sem hann missti á frjálshyggjufylleríi sínu og geti hugsanlega með tíð og tíma orðið - í einhverjum mæli - til gagns fyrir íslenskt samfélag !
11.8.2011 | 09:35
Syndagjöld rangrar sáningar
Hræðilegir atburðir hafa gerst í Noregi, svo hræðilegir að heil þjóð er sem lömuð og áhrifanna af hermdarverkinu gætir um Evrópu alla og víða um heim.
Það er talað um að brjálaður maður hafi gengið berserksgang, en sú skýring er hreint ekki trúverðug í ljósi þess sem gerðist. Það sem í raun átti sér stað er bein afleiðing af þeirri arfavitlausu undanlátsstefnu sem stjórnvöld í Evrópu, og þá sér í lagi á Norðurlöndum, hafa rekið undanfarna áratugi gagnvart innflytjendum í nafni fjölmenningar. Jafnt og þétt hefur verið gengið á réttindi þjóðborinna einstaklinga til hagsbóta fyrir innflytjendur, sem oft og tíðum sýna viðkomandi ríki litla hollustu. Einkum virðist það eiga við um fólk frá múslimska heimshlutanum. Þúsundir manna flykkjast þaðan ár hvert til Evrópu og Norðurlanda, til að njóta góðs af félagsmálakerfi sem aðrir byggðu upp. Fólk sem byggði upp sín velferðarkerfi með ströngu striti og súrum sveita, sér stjórnvöld fleygja æ stærri hlutum af ávinningnum til aðila sem ekkert hafa til hans unnið.
Þannig virkar fjölmenningin á kostnað allra þjóðmenningargilda !
Vita einhverjir um múslimalönd þar sem gælt er með slíkum hætti við kristna menn ?
Hvar er ýtt undir fjölmenningu í löndum hálfmánans ?
Hvar er olíugróði notaður þar til að tryggja jafnstöðu kristins minnihluta gagnvart múslimskum meirihluta ?
Um alla Evrópu hafa krataflokkarnir haft forustu um fjölmenningarstefnuna sem gengið hefur svo langt að hún er orðin hrein vitleysa. Reynslan er slæm, svo slæm að margir sem áður voru fylgjandi fjölmenningarboðskapnum eru nú algerlega andvígir honum. Fjöldi fólks er búinn að fá meira en nóg af þessu endalausa dekri við útlendinga og innflytjendur.
Allir sem þekkingu hafa, vita af því lögmáli Sögunnar, að þegar lengi hefur verið reynt að þvinga fólk í eina átt, kemur að því að það snýst við því áreiti með því að halda í andstæða átt.
Fjölmenningarstefnan á Vesturlöndum er algerlega gengin sér til húðar eftir stöðugan langtíma þrýsting á fólk og það er í auknum mæli að snúast til annarrar áttar. Fjölmenningar-hugtakið sjálft er blekking og vísun til vitsmunalegrar áttleysu. Þar er um að ræða eitt af þessum fyrirbærum samtímans sem er táknræn birtingarmynd ofmenntunar. Þar er bókstaflega verið að þröngva upp á þjóðir fyrirkomulagi sem getur ekki gengið.
Óraunhæfni og veruleikafirring fjölmenningar-stefnunnar er nú þegar komin fram í sínum svörtu staðreyndum um alla Evrópu og jafnvel Þjóðverjar, sem þó eru enn sárkvaldir af fortíð misnotkunar á þjóðernisgildum, treysta sér ekki lengur til að mæla henni bót. Þar er talað um algert skipbrot í þessum efnum og nauðsynlegt sé að hverfa aftur til þjóðlegra, þýskra gilda í samfélagslegri uppbyggingu.
Það verður aldrei nein ein evrópsk álfuþjóð til - allra síst með milljónir múslima innanborðs. Krataflokkar og önnur öfl sem aðhyllst hafa drauminn um fjölmenninguna um alla Evrópu hafa verið og eru á algerum villigötum í þeim efnum og eru að skaða stórlega hagsmuni sinna eigin þjóða með því að taka ótrygga innflytjendur og hagsmuni þeirra framyfir hag heimamanna.
Fjölmenningardraumurinn um að öll dýrin í skóginum eigi að vera vinir er löngu orðinn að sárustu martröð í Vestur-Evrópu. Margir eru þar hættir að treysta stjórnmálamönnum sem svíkja öll sín orð jafnskjótt og þeir hafa náð kosningu með lýðskrumi og fagurgala. Þegar fólk í miklum mæli er farið að fyllast biturleika og örvæntingu og finnst sem allri tilveru þess sé ógnað, eru skapaðar mjög hættulegar aðstæður. Harmleikurinn mikli sem nú átti sér stað á norskri grund getur þessvegna endurtekið sig hvenær sem er.
Sáning fjölmenningarstefnunnar hefur verið með þeim hætti að uppskeran hlýtur að verða skelfileg þegar öll kurl koma þar til grafar. Það verður því sem fyrst að snúa af þeirri ólánsleið til betri markmiða.
Það er engin tilviljun að árásin í Noregi var gerð á Útey, gerð á frumgróður norska krataflokksins - það skotmark var úthugsað af hálfu þess sem framdi glæpinn. Hann vildi að höggið lenti á því afli sem hann taldi hafa svikið Noreg.
Það er léttvæg fullyrðing í þessu sambandi að tala um brjálaðan mann. Eftir því sem fréttir segja telur hann sig ekki hafa gert neitt rangt.
En það er skelfilegt hvað einn maður getur gert þegar honum finnst kreppt að sér og sinni þjóð með þeim hætti, að hann þolir ekki lengur við.
Fjölmenningarstefnan er ekki neitt sem við þurfum að verja sem eitthvað gildismat sem sé þjóð okkar ómissandi. Því fyrr sem við losum okkur við þá óværu og rétthugsunarþrýstinginn sem henni hefur fylgt, því betra mun það verða fyrir norræna velferð og íslenska þjóð.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:34 | Slóð | Facebook
6.8.2011 | 17:19
Slysaöldurnar í samfélaginu
Það er með ólíkindum hvernig slys eiga sér stundum stað. Það virðist oft eins og fari þá í gang ferli margra undarlegra tilviljana sem verða til þess að einhver missir lífið eða er örkumlaður fyrir lífstíð. Og það þarf ekki langan tíma til þess að allt breytist í lífi fólks og verði aldrei aftur það sama.
Öll þekkjum við einhver slík tilfelli, þar sem ljós hefur breyst í myrkur og gleði augnabliksins í nístandi sársauka. Hversu hverful eru yfirleitt öll þessi gæði sem við erum að reyna að höndla með baráttu okkar dags daglega.
Á snöggu augabragði getur allt breyst og það sem fer kemur aldrei til baka.
Maður við störf á jörð sinni ætlar að skreppa heim til bæjar á hjólinu sínu, en ekur út af við bæjarlækinn og kastast niður í grjótfarveginn þar, hlýtur mikla áverka á höfði, er fluttur með þyrlu suður, fer í aðgerð, er haldið í öndunarvél og deyr síðan án þess að nokkuð verði við því gert.
Hjón á besta aldri eins og sagt er, eru að fara norður í land til að dytta að gömlu húsi sem þau eiga þar, ætla að nota fríið sitt í það að mála það og laga til.
Þau taka barnabarn sitt með og tilhlökkun og gleði fyllir hjörtun. Á leiðinni lenda þau í árekstri, slasast öll og maðurinn svo illa að hann deyr.
Af þessu tagi eru dæmin sem við heyrum um og við verðum hrygg og finnum svo til með þeim sem verða fyrir þessum slysum, þessum samferðamönnum okkar í lífinu sem fara svona skyndilega og þá ekki síður aðstandendum þeirra, því hér á þessu fámenna landi er svo rík þörfin fyrir samstöðu fólks.
En það eru þó ekki þessi slys sem valda mestum ófarnaði í þjóðfélaginu. Þau eru samt vissulega voðaleg sem slík, en þau hafa það í för með sér að þau þjappa fólkinu saman, þau auka samkennd og vinarþel, styrkja lífsheildina, segja okkur að við þurfum að bera byrðarnar saman, benda okkur á að hugga hvert annað og vera hvert öðru til styrktar. Þau kalla fram það góða í hverjum þeim sem getur fundið til með öðrum - þeim sem líða - og það geta flestir menn sem betur fer.
En það eru hin slysin, slysin sem gerast vísvitandi og viljandi af mannavöldum, vegna græðgi og yfirgangs, spillingar og fjárglæframennsku, sem eru í raun verri því þau hafa ekkert gott í för með sér. Þau eru ill eins og þeir sem valda þeim.
Þau sá hatri og hefndarhug um allt þjóðfélagið, tortryggni og vantrausti, þau eru verðtrygging alls þess sem vont er, þau valda meiri óhamingju en nokkur getur ímyndað sér og skilja mjög víða eftir sig sviðna jörð í sálarlegum skilningi.
Þannig slysum hafa íslensk stjórnvöld staðið fyrir í þessu þjóðfélagi á undanförnum árum með sofandahætti og kæruleysi fyrir almannahag.
Þannig slysum hefur bankakerfið valdið með einkavæddri ágirnd sinni og fjármálaspillingu. Þannig slysum hefur bókstaflega verið hellt yfir þjóðina undanfarin ár fyrir tilverknað þeirra afla sem áttu að hlífa þjóðinni við slíkum áföllum !
Örin eftir þessi slys hafa grafið sig djúpt og munu lengi setja kvalamark sitt á íslensku þjóðarsálina og þessi slys eru og munu verða yfirvöldum þessa lands til ævarandi hneisu og skammar.
Þetta eru nefnilega slys sem hefðu aldrei átt sér stað ef menn hefðu sinnt skyldum sínum í opinberum stöðum. Öll varnartæki voru til í kerfinu og það kostaði mikið og kostar enn að hafa þau til staðar, en þeir sem áttu að sjá um að þau væru virk voru uppteknir í veislu ábyrgðarleysisins og létu allt hrynja.
Engin þjóð getur haft á framfæri sínu fokdýrt öryggiskerfi um almannahagsmuni sem skilar ekki neinu þegar til kastanna kemur !
Svo neita fulltrúar þessara sömu afla, pólitísk elíta þessa lands, að axla ábyrgð sína og menn hella afleiðingum skamma sinna yfir fólkið í landinu.
Þvílíkir slóðar og slysarokkar hafa það verið sem valist hafa til forustu í þessu landi mörg undanfarin ár, en er það annars nokkuð undarlegt ?
Það geta auðvitað engir almennilegir menn komist á toppinn í gjörspilltum stjórnmálaflokkum og þjóðhættulegu bankakerfi.....
Þar komast aðeins þeir til valda sem eru skilgetin afkvæmi viðurstyggðarinnar !
Við þurfum að komast frá hinni hagfræði-hönnuðu slysaöldu í þjóðfélaginu og binda enda á slíkt ógæfuferli og það sem af því hlýst, - því það er nógu erfitt fyrir okkur öll að glíma við afleiðingar þeirra slysa sem enginn mannlegur máttur fær ráðið við !
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 135
- Sl. sólarhring: 181
- Sl. viku: 704
- Frá upphafi: 365602
Annað
- Innlit í dag: 131
- Innlit sl. viku: 616
- Gestir í dag: 131
- IP-tölur í dag: 129
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)