Bloggfærslur mánaðarins, desember 2012
17.12.2012 | 17:27
Sjálfseyðingarhvöt Byssuríkjanna !
Enn einu sinni hefur verið framið skelfilegt ofbeldisverk í Bandaríkjunum, þar sem brjálaður maður virðist hafa gengið berserksgang, vopnaður margskota byssum úr heimilisvopnabúrinu. Og ennþá einu sinni eru fórnarlömbin aðallega saklaus börn ! Hvað oft þarf svona atburður að eiga sér stað til þess að yfirvöldin rumski og geri sér grein fyrir skyldum sínum gagnvart öryggi fólksins í landinu, landinu þar sem allir virðast geta gengið gráir fyrir járnum ef þeim sýnist svo.
Bandaríkin ættu eiginlega öllu heldur að heita Byssuríkin ! Það virðast vera trúarbrögð þar, að hver maður eigi að geta keypt sér skotvopn eins og honum sýnist, því það eigi að vera hlutur af sjálfstæði og frelsi hvers manns.
Það er spurning hvort þetta viðhorf eigi ekki rætur sínar í landnemasögunni gömlu, þegar indíánar áttu það til að birtast skyndilega og verða þeim að skaða sem voru að stela landi þeirra. Þá gilti það sem á sýnilega að gilda enn í dag, að eiga nóg af skotvopnum á heimilinu !
Og nú er svo komið, að það hefur verið byggður upp heilmikill sértrúarsöfnuður á amerískan stórmælikvarða, sem dýrkar byssuna og telur það mannréttindi af fyrstu gráðu að allir megi eiga sem mest af byssum. Manngildi bandarískra karlrembusauða fer víst svo til alfarið eftir því hvað þeir eiga margar byssur !
Maður sem á ekki byssu er talinn aumingi og maður sem kann ekki með skotvopn að fara er ósjálfbjarga aumingi. Í ríki þar sem stór hluti af þjóðhetjunum samanstendur af fyrrverandi byssubófum, verða allir sem vilja kallast menn með mönnum, að kunna skil á því að skjóta. Ef einhvers þarf að spyrja, er hægt að gera það á eftir kúlnahríð og púðurreyk, þó reyndin sé oftast sú að dauðir menn tala ekki af sér !
Og menn sem dýrka Johnny Ringo, John Wesley Hardin, Billy the Kid, Clay Allison, Jesse James og alla þessa löngu dauðu krimma vestursins, dýrka auðvitað líka byssuna. Án hennar hefðu fyrrnefndir gaurar ekki verið neitt neitt !
Svo arfleifðin virðist kalla á sitt og skólastofurnar verða því að slettast út í blóði nemenda og kennara meðan frelsið til að eiga vopnabúr er talið vera grundvöllur mannlegrar reisnar af fyrstu gráðu í Byssuríkjunum, The Gun States !
Og sumir gætu svo sem spurt, mega þá ekki Byssuríkin búa við sitt í þessum efnum ? Mega þá ekki frjálsir og sjálfstæðir byssueigendur velja sér skotmörk að vild í skólum landsins og annarsstaðar þar sem þeir kjósa að opinbera mannréttindi sín, með því að drepa saklausa og varnarlausa samborgara sína með skothríð í allar áttir ?
Og þó menn kjósi að æfa sig heimafyrir og byrji á því að skjóta mömmu gömlu, er það ekki bara amerísk arfleifð sem verður að fá að hafa sinn gang ?
Kannski var mamma gamla yfir sig hrifin af byssum sjálf og vildi hafa byssur upp um alla veggi heima fyrir ?
Það þarf svo sem ekki karlrembusauði til að byssan sé dýrkuð þarna vestanhafs því svo virðist sem kvenrembusauðirnir séu engu skárri í þessum efnum í landi hins óhefta ofbeldis !
Og það læra börnin sem fyrir þeim er haft, segir á vísum stað !
En mega Byssuríkjamenn ekki bara ganga fram í sinni sjálfseyðingarhvöt og verða sjálfum sér og byssufrelsi sínu áfram til skammar með þeim hætti sem öll heimsbyggðin þekkir ?
Flestar aðrar þjóðir væru búnar að taka fast á þessu máli, eftir alla þá harmleiki sem átt hafa sér stað og eiga fyrst og fremst rætur í þeirri þráhyggju sértrúarsafnaðarins sem fyrr er nefndur, sem gengur út á það - að byssan sé og eigi að vera aðalsmerki frelsisins í Ameríku !
Og svo eru unglingar og börn pilluð niður af brjálæðingum ár eftir ár og það er bara grenjað og vælt í smátíma, en svo ekki meir, og byssudýrkunin heldur síðan áfram eins og ekkert hafi í skorist !
Og margur furðulostinn maðurinn spyr :
Hvað þarf fórnarkostnaðurinn að verða hár til að hafist sé handa við að afnema vitleysuna ? Hvenær skyldu bandarísk stjórnvöld sýna þann manndóm að setja strangar reglur sem takmarka borgaralegt aðgengi til vopnakaupa ?
Sjálfseyðingarhvöt Byssuríkjanna sem birst hefur í síendurteknum fjöldadrápum byssumanna á almennum borgurum landsins er orðinn einn svartasti skammarbletturinn á bandarísku þjóðfélagi og er þó af mörgu að taka í þeim efnum ! Hvenær skyldi verða hafist handa gegn þessu þjóðarböli með viðhlítandi hætti ? Er Obama alveg sama ?
Þarf hann ekki að fara að vinna fyrir friðarverðlaununum ?
15.12.2012 | 14:20
Stelirðu litlu = hegning ! Stelirðu miklu = viðurkenning !
Ísland er oft sagt hafa sérstöðu um margt og þegar landinn segir það er ekki laust við að nokkurt stærilæti sé haft með í för. En í mörgu er þó gengið hér um troðnar slóðir fyrirmyndanna utan úr heimi og margar þeirra eru nú ekki góðar.
Á Íslandi tíðkast það til dæmis, engu síður en í menningarlöndunum í kringum okkur, að hegna smáþjófum en heiðra stórþjófa !
Kunn er vísan sem segir að ef menn steli litlu og standi lágt fari þeir í steininn, en steli þeir miklu og standi hátt sé stjórnarráðið opið fyrir þeim !
Á síðustu árum hefur vísan sú vissulega þótt sanna sig með afgerandi sterkum hætti. Þó að ýmis mál hafi verið til rannsóknar allt frá hruni sýnist eftirtekjan ákaflega rýr. Þeir virðast hreint ekki vera svo fáir einstaklingarnir hérlendis sem standa ofar lögunum og eru ábyrgðarfríir og ósnertanlegir hvað sem þeir gera.
Það er því mjög skiljanlegt að maður heyri víðast hvar afar neikvæðar umsagnir varðandi íslenskt réttarkerfi, enda virðist það hafa fengið slíka falleinkunn hjá öllum þorra fólks í þessu landi, að vandséð er hvort þar verði nokkurntíma aftur um marktækt traust að ræða. Að minnsta kosti þyrfti margt að breytast til að svo verði og því miður virðist fátt benda til þess að verið sé að stefna að einhverri siðbót innan kerfisins og stjórnmálanna, eftir það sem á undan hefur gengið.
Rannsóknarskýrsla Alþingis virðist beinlínis orðin að einhverju mesta dulsmáli Íslandssögunnar og fulltrúar kerfisins forðast eins og heitan eld að nefna hana á nafn. Almenningur hefur það því mjög sterkt á tilfinningunni að það sé eingöngu verið að teppaleggja yfir skítinn !
Framganga lögfræðinga í ýmsum málum er líka með þeim hætti að fólk skilur ekki lengur á hvaða grundvelli þeir starfa. Ég heyrði það nýlega haft eftir einum þeirra, að það væri ekki lengur gengið út frá því hvað væri rétt heldur hvað lögin segðu ! Og sannarlega höfum við fengið að sjá það á undanförnum árum að lagasetningar hérlendis geta þessvegna gengið þvert á almenna réttlætiskennd.
Það er vont að búa í samfélagi þar sem löggjöfin á ekki samleið með réttlætinu !
Þegar þeir sem sitja á þingi eru farnir að þjóna svo undir sérhagsmuni, að þeir fara að setja lög á kostnað heildarinnar sem hygla einstökum hópum og mismuna þannig þegnum landsins, er spilling auðvitað komin á verulega hátt stig og eðlileg lýðræðisstaða þar af leiðandi í verulegri hættu.
Og þegar yfirvöld sem hafa kannski pínulítið samviskubit vegna þess að stórþjófar ganga lausir, reyna að lappa upp á orðstírinn með því að ganga fram af meiri hörku gegn smáþjófum, eru siðalögmálin orðin talsvert ankannaleg svo ekki sé meira sagt og kannski ekki einu sinni höfð til hliðsjónar hvað þá annað.
En það eru hinsvegar gömul sannindi, að sumum er sama um öll siðalögmál svo framarlega sem þeir séu í þeirri stöðu að geta grætt peninga.
Það virðist margur skuggabaldurinn hafa hegðað sér með þeim hætti !
Margir hafa þannig grætt mikla peninga á Íslandi á árunum fyrir hrunið með því að brjóta öll mannleg siðalögmál og gefa skít í velferð þjóðarinnar !
Og það má heyra í gegnum fréttir og annað að arkitekta hrunsins skortir ekki fé, enda syndagjöldin bara innheimt af almenningi og verðtrygging ranglætisins sér um að gæta hagsmuna blóðsuganna sem fyrr.
Peningarnir sem hurfu úr bönkunum rétt fyrir hrunið og víðsvegar úr hinum ýmsu fjármálafyrirtækjum hættu ekki að vera til - þeir voru bara fluttir annað og þeim komið fyrir í ýmsum skálkaskjólum og pólitískir verjendur gerendanna hafa tönnlast á því síðan að það hafi ekki verið brotin nein lög !
Það var sem sagt búið að koma málum þannig fyrir, að það var hægt að láta heilt þjóðfélag hrynja án þess að brjóta lög og enginn glæpur átti að hafa verið framinn þó allir sjóðir hefðu verið tæmdir !
Er það að skapa slíkt lagaumhverfi ekki hagræðing af hálfu andskotans ?
Sumsstaðar er helvítisherrann greinilega dýrkaður ásamt öllu því sem hann stendur fyrir og enginn vafi er á því, og allra síst í ljósi nýfenginnar reynslu, að Mammon er hægrisinnaður og helblár á litinn !
Þeir eru hreint ekki svo fáir sem vilja halda því fram að embætti sérstaks saksóknara hafi bara verið stofnað til að láta fólk halda að meiningin sé að gera eitthvað. Það muni ekkert koma út úr því brölti nema kostnaður og það mikill kostnaður. Svo verði embættið lagt niður einhvern daginn, þegar yfirvöldin telji að lítil sem engin hætta sé lengur á því að fólkið rísi upp.
Og í ljósi reynslunnar er auðvitað lítil sem engin hætta á því að fólkið rísi upp. Þetta píp þarna í janúar 2009 var líklega bara skammvinnur útblástur helsárra vonbrigða, undantekningin frá reglunni, - láta ekki Íslendingar allt yfir sig ganga eins og fyrri daginn ?
8.12.2012 | 11:01
Yfirtaka skoðanamyndunar í Evrópu, - í krafti olíuauðs !
Sú var tíðin að engin stjórnvöld í Evrópu voru í því hlutverki að enduróma skoðanir stjórnvalda í Arabaheiminum. Sennilega var hið gagnstæða öllu heldur uppi á teningnum. En eftir síðari heimsstyrjöldina fóru ýmis valdahlutföll að breytast Evrópu í óhag. Það var auðvitað olían sem setti stóra strikið í reikninginn.
Og upp úr 1970 þegar olíukreppan ógnaði evrópsku iðnríkjunum fyrir alvöru, fóru ráðamenn þar að hugsa æ meira um það hvernig væri hægt að gera arabísku olíuríkjunum til hæfis, svo olían héldi áfram að renna ljúflega til Vesturlanda. Og þá komst á þessi staða í stóraukinni mynd sem síðan hefur ráðið svo miklu, að olían streymdi til Vesturlanda en peningarnir til Arabaríkjanna.
En það sem gleymdist að reikna með, var að Arabar gátu svo lítið notað peningana heima fyrir. Þeir fóru því að fjárfesta út um alla Evrópu. Þeir keyptu allskonar fyrirtæki, banka og blöð, sjónvarpsstöðvar og bókstaflega allt sem gat aukið völd þeirra og áhrif.
Þetta byrjaði líklega í talsverðum mæli um og upp úr 1960, en eftir 1970 var farið að iðka þetta í verulega stórum stíl. Og fjölmiðlarnir sem Arabar keyptu víðsvegar um Evrópu fóru náttúrulega fljótlega að þjóna sjónarmiðum eigenda sinna. Fjárfestingar Araba í Evrópu, ekki síst í Bretlandi og Frakklandi, eru fyrir löngu orðnar svo miklar að vald þeirra í fjármálaheimi viðkomandi landa, svo og atvinnulífi og öðru, er með þeim hætti að ógnvænlegt er.
Ég starfaði í Englandi í nokkurn tíma árið 1976. Þá vann ég hjá tveim fyrirtækjum í plastiðnaði og þau voru bæði í eigu arabískra aðila. Seinna fyrirtækið hafði verið byggt upp frá grunni af manni sem hét Bennett. Hann var orðinn gamall á þessum tíma, en vann samt sem einhverskonar ráðgjafi við fyrirtækið. Ég fann ekki annað en hann væri ágætur maður.
Við sátum einu sinni eftir vinnudag og spjölluðum saman, uppi í fallegri skútu sem hann átti og geymdi við verksmiðjuna.
Þá sagði hann mér að hann hefði áhyggjur af framtíð lands síns og nefndi í því sambandi að fjárfestingar Araba fyrir olíupeninga væru að verða svo miklar í landinu. Ég sagðist undrast þessi orð hans þar sem hann hefði nú einmitt selt arabískum aðilum eigið fyrirtæki. Þá sagði Bennett :
" Já, þeir buðu mér svo miklu hærra verð fyrir verksmiðjuna en mér bauðst frá öðrum. Ég þurfti á peningunum að halda, því ég vildi tryggja að barnabörnin mín gætu menntað sig sem best og þetta var nú ævistarfið mitt sem ég var að selja ! " Ég sagði við hann : " Herra Bennett, þú getur ekki bæði haft áhyggjur af landinu þínu út af því hvert stefnir og jafnframt lagt sjálfur þitt til þeirrar stefnu. Þá ertu enganveginn sjálfum þér samkvæmur. Það er í sjálfu sér gott að barnabörnin þín geti menntað sig, en hvaða framtíð og hverskonar land eiga þau að erfa ? Eiga þau kannski að búa í Englandi sem er í eigu Araba ? "
Bennett gamli stundi við og tók höndum um höfuð sitt og sagði :
" Já, þetta er náttúrulega rétt athugað hjá þér, en ég féll fyrir þessu háa tilboði sem mér var gert. Ég hef samt spurt sjálfan mig að því æ síðan hvort ég hafi þarna gert nokkuð sem ég hefði aldrei átt að gera ? "
Ég lagði höndina á öxl gamla mannsins og við sátum þarna hljóðir um stund. Ég fann gjörla að honum leið ekki vel út af þessu. Og þetta var sumarið 1976 !
Það hafa áreiðanlega býsna margir selt Aröbum íhlutunarrétt í vestrænum samfélögum síðan þá og kannski hafa fæstir þeirra haft áhyggjur af því eins og Bennett gamli. Mörgum hefur vafalaust þótt allt fengið með því að vera með fullar hendur af arabísku olíugulli. En fyrir það hefur verið keypt miklu meira en menn hafa almennt gert sér í hugarlund.
Jafnvel í Þýskalandi hafa slík viðskipti farið langt fram úr því sem ætti að vera og hafa þó Þjóðverjar yfirleitt verið betur á verði fyrir sínum hag en flestir aðrir. En fjárstraumurinn getur orðið svo mikill að jafnvel þýskir Bennettar standist hann ekki !
Og hvar skyldi Evrópa vera stödd núna í þessum efnum og að hve miklu leyti skyldi hún í raun vera komin í eigu Araba ? Við erum vitni að síharðnandi afstöðu fjölmiðlanna í álfunni í garð Ísraels og það ætti líklega að geta sagt okkur eitthvað um eignarréttinn á þeim fréttaveitum sem þar marka línuna.
Það er margt sem hrærist undir yfirborðinu og sjaldan er allt sem sýnist !
Meginhluti íbúa Evrópu virðist ekki hafa hugmynd um hvernig í málum liggur og sá mikli fjöldi lætur sig litlu skipta - að því er best verður séð, hvernig fréttaefnið er matreitt ofan í hann dags daglega.
En þó að áróðurinn fyrir því að fólk hafi " rétta afstöðu " til mála, sé orðinn gífurlega mikill og krafan um það sé í raun orðin beintengd við ýmsar hótanir, fjárhagslega og efnahagslega séð, eigum við sem viljum ekki gleypa við slíku umhugsunarlaust, að geta leitað okkur upplýsinga og líklega er netið traustast nú til dags varðandi það. Að minnsta kosti veit ég ekki til þess að einhver einstakur valda-aðili hafi getað yfirtekið það til þessa, hvað sem verður.
Ég er samt fullviss um það, að margir valda-aðilar myndu glaðir gefa mikið fyrir að geta þaggað niður í ýmsum röddum sem heyrast á netinu, því sú árátta er alltaf fylgifiskur valdsins, að kæfa verði allar raddir sem vilja tala frjálsum munni. Að ýmsu leyti má því segja að netið sé í almennum skilningi lýðræðislegasta verkfærið sem við eigum nú á dögum. Og einmitt þessvegna þurfum við að standa dyggan vörð um það.
Við þurfum að nota netið til að fræðast um málin og rannsaka hvernig í þeim liggur, svo við verðum ekki heilaþvegin án þess að hafa hugmynd um það sjálf !
Og það er hægt að spyrja margs :
Af hverju eru fjármálaleg og efnahagsleg völd og ítök arabískra olíuríkja í Evrópu ekki rannsökuð og staðan skoðuð með hliðsjón af öryggishagsmunum þeirra þjóða sem í álfunni búa ?
Af hverju skyldu engin stjórnvöld í álfunni hafa séð ástæðu til að fara yfir þá stöðu ? Er það ekki löngu tímabært og hvaða tregðulögmál er þar í gangi ?
Mín skýring er ósköp einföld hvað það snertir. Ég lít svo á að helstu valda-aðilar í álfunni viti svo mikið um þá stöðu, að þeim sé miklu frekar umhugað um það eitt - að koma í veg fyrir að evrópskur almenningur viti hið rétta í málunum !
Og það er - að völd og áhrif arabísku olíuríkjanna í Evrópu eru löngu orðin það mikil og víðtæk, að það fer eiginlega að verða spurning hver ráði þar í raun og veru ?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:10 | Slóð | Facebook
1.12.2012 | 11:01
Gyðingahatur - hægri - vinstri ??
Páll Vilhjálmsson stórbloggari skrifaði undarlega grein á blogg sitt nýlega um það sem hann kýs að kalla Gyðingahatur vinstri manna á Íslandi !
Þykir mér það skrítið uppátæki af manninum þar sem ég hef aldrei vitað til þess að Gyðingahatur sem slíkt bæri að flokka sérstaklega eftir afstöðu manna til stjórnmála. Reyndar má að vísu segja að flestir setji sama sem merki milli nazista og Gyðingahatara, en varla getur Páll átt við það sérstaka tilfelli, þar sem nazistar og fasistar hafa jafnan talist hlutar af þeim söfnuði sem heldur sig mest til hægri. Gyðingahatur grundvallast ekki á stjórnmálastefnu heldur miklu frekar á öfundar og illskuhneigðum mannskepnunnar eðlislega séð.
Það hugarfar virðist byggjast að mjög miklu leyti á því að hatast sé við það útvalningarhlutverk sem Biblían kennir að Gyðingaþjóðin hafi í veröld þessari, samkvæmt fyrirheiti Guðs. Af þeim rótum eru hinir takmarkalausu fordómar sem menn hafa haft gagnvart Gyðingum á umliðnum öldum og öll hin neikvæða umræða í þeirra garð. Þar er um gífurlegt andavald að ræða !
Það hefur hinsvegar í sjálfu sér afskaplega lítið að gera með vinstrimennsku eða hægrimennsku í pólitík. Við þurfum ekki að fara langt aftur í söguna, til að finna tíma þar sem engin vinstrimennska var til staðar í skilningi einhvers valds, en samt var alltaf fyrir hendi bullandi hatur á Gyðingum.
Krossfararnir voru riddarar af aðalsættum Evrópu og hægrisinnaðir valdamenn. Þeir voru yfirleitt fullir af hatri á Gyðingum. Á leiðinni til Landsins helga í annarri krossferðinni 1146-1147, stóðu þeir t.d. víða fyrir fjöldadrápum á Gyðingum, svo sem í Frakklandi og Þýskalandi. Kvað svo rammt að óhæfuverkum þeirra að Bernhard af Clairvaux taldi sér ekki annað fært en að blanda sér í málin til varnar Gyðingum. Annars var kaþólska kirkjan á þessum tíma sem og yfirleitt í sögunni haldin djúpstæðu Gyðingahatri og seint verður sú stofnun kennd við vinstrimennsku ! Kirkjan gekk svo langt að fullyrða hástöfum að hún væri tekin við útvalningarhlutverki Gyðinga þar sem þeir hefðu brugðist Guði !
Páll Vilhjálmsson stórbloggari segir ennfremur í umræddum bloggpistli sínum, að einkenni vinstrimennsku á Íslandi sé alger skortur á innlendum forsendum ! Ég segi nú bara - heyr á endemi, og spyr á móti, hefur nokkurntíma verið til einhver söfnuður manna í þessu landi sem hefur hlaupið eins eftir útlendum forskriftum og fyrirmælum og íslenskir hægrimenn fyrr og síðar ? Hefur Páll Vilhjálmsson aldrei heyrt talað um danska Íslendinga, Bretaþræla, Natódindla og Kanasleikjur ?
Hverjir hafa í áravís sleikt skóhæla útlendra forstjóra og viðrað sig upp við erlenda auðhringi ef ekki íslenskir hægrimenn, m.a. í blindri stóriðjuvímu ?
Hverjir voru tilbúnir að fórna þjóðarhagsmunum okkar í landhelgismálunum á altari Nató sem framlagi til vestrænnar samvinnu ?
Er Páll Vilhjálmsson stórbloggari virkilega alveg ókunnugur þeirri sögu ?
Engin þjóð Evrópu er líklega saklaus af Gyðingahatri og margar þeirra hafa gerst sekar um fjöldadráp á Gyðingum í liðinni tíð, og þar þurfti sannarlega ekki vinstri menn til. Þó að það séu vafalaust til einhver dæmi um vinstrimenn sem kjósa að sýna Gyðingum andúð vegna þess að þeir eru Gyðingar, hefur það verið miklu algengara í gegnum söguna að hægrimenn hafi haft alla forustu í slíkum efnum.
Vöntun á mannréttindum til handa Gyðingum í öllum löndum Evrópu á umliðnum öldum skrifast á reikning forréttinda-stéttanna - sem voru auðvitað hægrisinnaðar þá eins og nú !
Á Íslandi var staðan sú fyrir seinni heimsstyrjöldina, að hægri menn sem sátu hér að völdum, áttu það til að neita landflótta, þýskum Gyðingum um landvistarleyfi, og ráku þá jafnvel til baka til að styggja ekki hin nazistísku stjórnvöld Þýskalands. Í sumum tilfellum hafa menn þar hugsanlega verið reknir út í dauðann, og þar voru sannarlega ekki íslenskir vinstri menn að verki !
Full þörf væri að kanna slík mál til hlítar og vita þannig örlagasögu fleira fólks en Veru Hertsch einnar, þó ég viti að hægri mönnum mörgum séu örlög hennar hugstæð og ég telji mig líka vita af hverju ?
Sumir virðast líka eiga mjög létt með að gleyma þeirri staðreynd, að hér var starfandi nasistaflokkur fyrir stríð og ég veit ekki betur en að flestir sem þar voru fremstir í flokki hafi síðan gengið í Sjálfstæðisflokkinn og orðið sérlega dyggir flokksmenn þar. Það má gera ráð fyrir því að þar í hópi hafi verið menn sem skrifuðu upp á stefnu Hitlers gagnvart Gyðingum. En Morgunblaðið lýsti þeim reyndar á þessum árum " sem ungum mönnum með hreinar hugsanir ! "
Íslenski hægrimaðurinn hefur trúlega margar birtingarmyndir hið ytra, en innrætið er víðasthvar það sama í þeim söfnuði. Það gildir því líklega einu hvort við tölum í því sambandi um Pál Vilhjálmsson, Illuga Gunnarsson, Guðlaug Þór Þórðarson eða sjálfan höfuðgoðann Davíð Oddsson !
Þar er í öllum tilvikum um sama persónuleika-fyrirbærið að ræða. Það er bara gefið út í mismunandi umbúðum frá Valhallar-útgáfunni !
Við getum þannig sagt að Davíðseintakið hafi verið sent út í gullslegnu Perlubandi, Guðlaugseintakið í svörtu skinnbandi eða gærubandi, Illugaeintakið í lauslímdu prentsmiðjubandi og Pálseintakið sé bara kilja. En eðlisinnihaldið er hinsvegar það sama, og frá mínum bæjardyrum séð, er það afar ógeðfellt !
Páll Vilhjálmsson velur að hlaupa með lokuð augu framhjá öllu hinu sögulega baksviði Gyðingahatursins, til þess eins að reyna að koma höggi á íslenska vinstrimenn ! Næmni hans á söguna er ekki meiri en það, enda leiðist hann sýnilega af pólitískri þröngsýni og hræsnisfullri hægrimennsku.
Páll stórbloggari má auðvitað vera hægrimaður fyrir mér, en ég tel þennan málflutning hans hinsvegar afskaplega lítilbloggaralegan og honum til vansa.
Og þó að hávær menntamanna-minnihluti sem telur sig til vinstri manna, sjái ekkert nema Palestínumenn og þá helst Hamas-liða, og noti hvert tækifæri til að sverta Ísrael og Gyðinga, er sá hópur ekki neinn tákngervingur fyrir almenna vinstri menn í þessu landi og verður það áreiðanlega seint.
Ég hef alla tíð verið ákveðinn vinstrimaður og sósíalisti en ég hef jafnframt alltaf verið hliðhollur tilvist Ísraelsríkis og hef aldrei séð að það þurfi að stangast á við það að ég sé vinstrimaður. Ég hef yfirleitt tekið upp hanskann fyrir Ísrael þar sem deilt er um atburði fyrir botni Miðjarðarhafs, en ég get samt ekki annað en viðurkennt að stundum hafa Ísraelsmenn verið iðnir við það að auka fögnuð óvina sinna með óskynsamlegum aðgerðum. En þeir eru hinsvegar alls ekki einir um það í þessum heimi !
Ég vil líka minna á það, að meðal fremstu forvígismanna vinstristefnu á heimsvísu hafa verið mjög margir Gyðingar og þeir hafa þar sem víðast annarsstaðar unnið sér merkan orðstír. Margir kunnir leiðtogar kommúnista, sósíalista og annarra róttækra vinstrimanna hafa líka verið Gyðingar.
Karl Marx var Gyðingur. Valdamiklir menn í Sovétríkjunum sálugu voru Gyðingar. Auk þess man ég ekki betur en rismesti stjórnmálamaður Ísraels David Ben-Gurion hafi verið sósíalisti og vinstri maður !
Gyðingahatur á Íslandi eða annarsstaðar í heiminum er hvorki vinstrisinnað í sjálfu sér eða hægrisinnað og svo er heldur ekki með það yfirgengilega Araba og múslimadekur sem hér er jafnan viðhaft, að því er mér virðist, í öllum fjölmiðlum. Allar fréttir frá löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs eru og hafa lengi verið mjög hlutdrægar og virðast miða að því einu að sýna Ísrael í sem verstu hlutverki.
Þegar umræðuþættir eru í sjónvarpi um einhverja atburðarás í þessum heimshluta, er kallað til fólk sem talar máli Araba, en aldrei er neinn fenginn þar á móti til að ræða málin út frá hagsmunum Ísraels. Umræðan er því alltaf skökk og ólýðræðisleg og í raun einhliða áróður fyrir málstað Araba og múslima.
Þetta er að mínu mati ekkert annað en ein birtingarmynd Gyðingahatursins hérlendis og hún virðist því miður eiga nokkuð almennt við fjölmiðlafólk, hverjar svo sem pólitískar skoðanir þess eru.
Kjarni málsins er auðvitað sem fyrr segir sá - að Gyðingahatarar geta verið jafnt til hægri sem vinstri og finnast í öllum flokkum og meðal allra þjóða. Að halda öðru fram er bara tilraun til blekkinga og áróðurs í einni eða annarri mynd.
Ég vil svo ljúka þessum pistli mínum með efnislegri líkingu við lokaorð Páls Vilhjálmssonar stórbloggara í hans pistli.
Íslenski hægrimaðurinn stendur á gömlum misréttismerg og öskrar þaðan sínar blekkingaræður um sjálfstæðismál okkar út yfir þjóðina, eftir að hafa keyrt íslenska ríkið í þrot og stolið því verðmætasta úr eignasafni þess handa einkavinum og útvöldum flokksgæðingum. Það er mesta aðför sem gerð hefur verið að sjálfstæði þessa lands. Í föruneyti hægrimanna verður aldrei um neinn kærleiksboðskap að ræða fyrir almannaheill í þessu landi, eins og staðreyndirnar sanna sífellt best sjálfar !
Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.12.2012 kl. 14:59 | Slóð | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 118
- Sl. sólarhring: 165
- Sl. viku: 687
- Frá upphafi: 365585
Annað
- Innlit í dag: 114
- Innlit sl. viku: 599
- Gestir í dag: 114
- IP-tölur í dag: 112
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)