Bloggfærslur mánaðarins, september 2012
22.9.2012 | 00:08
" Ef þú dansar ekki með " !
Það er athyglisvert og hefur alltaf verið athyglisvert hvað manninum er það tamt að fljóta með straumnum, að hrífast af einhverri vitleysu bara vegna þess að svo margir aðrir gera það. Og það virðist engu skipta þó þessi afstaða feli í sér hugarfarslegt brottkast á dómgreind, varúð og gætni, öllu því sem manninum hefur verið gefið til að varast heimskupör, hann hleypur samt út í strauminn og lætur berast með honum.
Og hvert skyldi svo straumurinn liggja, hver skyldi endastöðin vera ?
Það virðist sem hugsunin varðandi það sé ákaflega lítil og öllu skipti að vera með, að taka þátt í leiknum eða vitleysunni, að dansa með !
Þá virðist sem krafan sé þessi:
Líf þitt undir lygaveð
legðu á meðan flýtur.
Ef þú dansar ekki með
ertu félagsskítur !
Og það virðist sem þeir séu margir sem vilja heldur fljóta með ráðandi vitleysu en stinga þar við fótum og eiga það á hættu að vera ekki taldir félagshæfir.
Þegar kerfi lasta ljótt
lyga stálið brýnir,
einangraður ertu fljótt
ef þú dómgreind sýnir !
Fyrirhrunsárin voru tími sem krafðist þess af fjölmörgum að þeir dönsuðu með, fylgdu ráðandi vitleysu, að þeir samsömuðu sig ríkjandi viðhorfum, sama hvað vitlaus þau voru. Ef þeirri kröfu yrði ekki mætt, töldu þeir hinir sömu sig eiga það á hættu að vera úthýst frá öllum veisluhöldum samtímans og missa af öllum tækifærum til auðgunar og frama.
Mammonsdýrkunin var sem sagt komin á það stig, að sálarleg velferð var orðið aukaatriði. Það skipti ekki lengur höfuðmáli að gera rétt, heldur það sem væri hagkvæmt fyrir veskið og afkomuna. Það sem var óheiðarlegt var stimplað gott og gilt af sjálfsbjargarhvöt sem komin var út úr öllu korti og studdist við ærulaus viðmið.
Og þeir urðu - því miður - nokkuð margir mennirnir sem leyfðu sér að gefa skít í alla ábyrgðarkennd og dönsuðu með Æðstastrumpi inn í hrokkinhærðan græðgisheim frjálshyggjunnar og tóku með einum eða öðrum hætti þátt í að ræna sína eigin þjóð innan banka sem utan.
Og þúsundir landsmanna bera þess sár og fjölmargir þau sár sem aldrei munu gróa. Það mætti líka spyrja þeirrar spurningar, hvað skyldu þeir vera margir sem farið hafa í gröfina síðan 2008 beinlínis vegna þessara fjármálaglæpa ?
Hvað mörg sjálfsvíg hafa orðið í kjölfar hrunsins - vegna afleiðinga hrunsins ?Er einhver að kanna slíkt eða er sérfróðu liði kannski borgað fyrir flest annað ?Skilja menn ekki að hér er um grafalvarleg mál að ræða sem mikil þörf er að rannsaka í heild og hreinsa út úr þjóðarsálinni.Aldrei fyrr í Íslandssögunni hafa menn sem eiga að heita Íslendingar, leikið aðra Íslendinga jafn grátt. Aldrei fyrr hafa íslenskar manneskjur lagst jafn lágt !
Gamla fólkið var féflett í stórum stíl, enda upprunnið úr jarðvegi þar sem traust var í lykilstöðu mannlegra samskipta ; það vildi því treysta öðrum og af þeim sökum treysti það þeim sem það hefði aldrei átt að treysta. Þeir sem níðast á slíku trausti eru sannarlega einskis góðs maklegir !
Og eftir þessa varga situr það í sárum - blessað gamla fólkið okkar, rænt og svikið, skilur enn ekki neitt í neinu, en ævilangur sparnaður, ávextir heillar mannsævi í starfi og fyrirhyggju, er farinn og enginn er gerður ábyrgur eða telst bera þar sök !
Og þetta gamla fólk er fólkið sem byggði upp Ísland, skapaði þá velferð sem hér var komin, áður en ræningjarnir fóru þjófshöndum sínum um þjóðarbúið !
Svona var komið fram við gamla fólkið á Íslandi, velgjörðafólk okkar allra !
Og unga fólkið, hvar stendur það í dag, með drápsklyfjar verðtryggingarlánanna á bakinu og bölvuð bankaskrímslin nánast komin í sama mannætugírinn og fyrir hrun ? Það er þokkaleg framtíðin eða hitt þó heldur fyrir þetta unga fólk sem er að stofna heimili og reyna að byggja upp fjölskyldur við þessar glæpsamlegu aðstæður !
Og aðalsökudólgur hrunsins er auðvitað stjórnmálamafían yfir línuna, þessi einskisnýta spillingarklíka, sem veltir sér í völdum og þykist alltaf vera á fullu við að bjarga þjóðinni, þó hún sé í raun og veru höfuð meinsemd þjóðlífsins !
Megi hún í heilu lagi fara norður og niður !
Þó er ekki til neinn staður svo djúpt undir helvíti að hann passi, að mínu áliti, sem varanlegur geymslustaður fyrir svo samviskulausa hjörð, sem ber sem fyrr segir höfuðábyrgðina á hruninu og ógæfunni allri !
Ég vildi að ég ætti einhver orð nógu sterk til að lýsa ógeði mínu á þeim svívirðilega söfnuði, en orð sem hæfðu í því tilfelli eru áreiðanlega ekki til í íslensku máli.
Þetta lið sem ég er að tala um, hefur mér vitanlega hvergi gengið í sig og iðrast !
Því bið ég þess af öllu hjarta, að þeir sem sviku íslensku þjóðina í tryggðum, og rústuðu hér allri efnahagslegri velferð þúsunda landa sinna, megi uppskera eins og þeir sáðu til. Megi bölvun verka þeirra fylgja þeim og hlutskipti þeirra verða svo ömurlegt að það verði öðrum víti til varnaðar !
Dönsum aldrei með því sem er óhæfa og mælir gegn dómgreind og heilbrigðum lífsgildum !
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:18 | Slóð | Facebook
13.9.2012 | 20:15
Eitt lítið Listastrandarkvæði !
Sjálfsagt spyr nú einhver Álfur utangátta: Hvaða Listastrandarkvæði er þetta, hvernig varð það nú eiginlega til ? Og ég skal svara því undanbragðalaust.
Það varð til nánast af sjálfu sér í sumar þegar Skagaströnd virtist sem aldrei fyrr breytast í eitthvað sem öllu heldur gæti heitið Listaströnd !
Já, Listaströnd !!!
Og þá má spyrja, hvað liggur að baki því áliti eða þeirri skoðun, að skapaður veruleiki samtímans sé nánast látinn æpa eftir slíkri nafnbreytingu ?
Það er fyrst til að taka að allt í mannlífinu virðist orðið heltekið ýmisskonar menningar-algleymi svo ekkert annað kemst að lengur. Venjulegt mannlíf hinna mörgu hverfur alveg í skuggann fyrir stöðugri uppákomu-áráttu hinna fáu, enda ganga hin veraldlegu máttarvöld í öllu á undan sem forustusauðir í þessari meðvitundarlausu menningardýrkun sem virðist tröllríða öllu í þjóðfélaginu og þá ekki síður í litla bænum undir Borginni :
Að menningunni er sagður feikna fengur
þó fæsta geri styrkir betur gáða.
En listafólk um allar götur gengur
og gjörningar á flestum sviðum ráða.
Um heimafólkið hugsar enginn lengur
því hreppsnefndin sér aðra leið til dáða !
Venjulegt íslenskt mannlíf þykir greinilega lítið spennandi borið saman við nýju fötin keisarans og nútímalega skraddaramennsku menningargeirans. Þar er þess krafist án afláts, að allir bugti og beygi sig fyrir fötunum sem ekki eru til ! Og fólk er nánast varað við að vera að harma það sem farið er, því það sem komið hafi í staðinn sé svo miklu betra, þó það sé ekki neitt og hafi aldrei verið neitt og verði líklega aldrei neitt - nema hjákátlegur hégómi, vanitatum vanitas :
Það atvinnulíf sem allt við burtu misstum
var ekkert nema þrældómur og tjara.
En nú er hérna mikil kássa af kvistum
kynlegum - sem ráfa um allt og stara.
Og stefnt að því - að allir lifi á listum
og lykti bæði af kúadellu og þara !
Og eins og fyrr segir, forsjárhyggju-gúrúarnir, hitaveituhöfðingjarnir og sjóðsstjórar almennings-pyngjunnar á Skagaströnd, vita gjörla í hvað þeir vilja leggja peninga almennings. Það er sko ekkert álitamál, því menningarvitar verða - jú, að standa undir nafni sem slíkir :
Og hreppsnefndin vill hlynna að gróðri slíkum
og hugsar stórt og talar margt í síma,
þó minna fari fyrir anda ríkum
og fundið ljós sé kannski bara skíma.
En ljómi er yfir listamannaklíkum
þó listaverkin bíði öll síns tíma !
Því hvert og eitt þessara óköruðu listaverka virðist eiga að segja á sínu hljóðlausa máli, í gegnum hvern vanskapaðan gjörning, eins og Jóhanna jafnaðarmennskunnar : " Minn tími mun koma !"
Og þeir sem halda þar í kenninguna og trúa blint á menninguna, láta því engan bilbug á sér finna og horfa hátt til vega, fullir af sannfæringu sjálfumgleðinnar :
Svo hreppsnefndin vill halda sínu striki
og hefur ennþá fé í buddu sinni.
Þar sjálfsmatið er steikt í stjörnu bliki
sem stælist við hin alþjóðlegu kynni.
Hún galar eins og hani á hæsta priki
sem heldur að hann stjórni tilvistinni !
Og þegar svo er komið virðist alþjóðleg og heimsleg hugsun farin að gera vart við sig svo um munar, hjá toppum tilverunnar í litlum bæ norður við Dumbshaf. Þá er einnig stutt í það, að stórveldisvitundin hjá þeim og menningarháklassa-algleymið gíri þá upp í að bjóða fulltrúum annarra forustuvelda til fagnaðar og veisluhalda heima á Listaströnd:
Og sendiherrum stórvelda hún stefnir
í staðlæg vé og borgar kostnað allan.
Og svo til veislu vitanlega efnir
og vandar sig með ræðuflutning snjallan.
Því snobbinu margir eru undirgefnir
og alltaf hringir víða - sauðabjallan !
Og Ísland í dag er nú ekki það sem það var, og ekki Skagaströnd heldur, enda eru hjörtu mannanna sjaldnast yljuð upp með hitaveitu og enn síður hitaveitu með innbyggðum reikningsskekkjum.
Margt hefur gengið á í skiptum fastsetu-yfirvaldanna hér á Ströndinni og almennings að undanförnu og það er farið að valda mikilli kólnun í samskiptum, samfara víðtæku og vaxandi vantrausti. Staðan varðandi það er því eftirfarandi :
Þó listafólk um allar götur gangi
og gjörningar á flestum sviðum ráði,
og menningin við sumum ilmi og angi,
er andinn hvergi er þjóðarsálin dáði.
Því traustið liggur dautt á víðavangi
við verri stöðu mála en nokkur spáði !
Við næstu hreppsnefndarkosningar verður trúlega borinn fram alveg nýr MADO-elítulisti og því hefur verið haldið fram að hann eigi að heita LISTALISTINN !
Hvað annað ?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:35 | Slóð | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 32
- Sl. sólarhring: 81
- Sl. viku: 601
- Frá upphafi: 365499
Annað
- Innlit í dag: 29
- Innlit sl. viku: 514
- Gestir í dag: 29
- IP-tölur í dag: 29
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)