Bloggfærslur mánaðarins, október 2016
23.10.2016 | 11:36
Kosningabragur 2016.
Rísa á stöllum ginnhelg goð,
gleymist allt hið ranga.
Pólitík í værðarvoð
vill nú alla fanga.
Óteljandi yfirboð
út til fólksins ganga.
Allir flokkar allra stoð,
- ætla að metta svanga !
Íhaldið svo ógeðfellt
ennþá völdum heldur.
Það hefur löngum ólar elt
við allt sem bölvun veldur.
Okkar bestu eignir selt,
ættjörðin þess geldur.
Þegar loks því verður velt,
víst er djöfull felldur !
Framsókn enn í sárum sést
Simmafárið eftir.
Tók á flokkinn mál það mest,
margir sitja krepptir.
Staðan eykur böl og brest,
betri líðan heftir.
Menn þar híma í langri lest
líkt og veðurtepptir !
Viðreisn komin aftur er,
engu betri en forðum.
Ekkert nema seðla sér,
setur glóru úr skorðum.
Með sér græðgi í málum ber,
mikið flóð af orðum.
Þykist ætla að auka hér
auð á veisluborðum !
Vinstri grænir gleiðir á
gatnamótum standa.
Stefnan orðin gegnumgrá,
galli menguð blanda.
Eitt sinn var þar hugsjón há,
hún með sínum anda,
virðist öllum flogin frá,
flestu er hægt að granda !
Samfylking með sinadrátt
sýgur marga skeinu.
Finnst þar hvergi fylgi hátt,
fátt með leiði beinu.
Kratar eru að missa mátt,
mun það vera á hreinu.
Þar er ekki í koti kátt,
kostur varla á neinu !
Píratar með punkt og strik
pípa hátt og rausa.
Snýst þar hvergi hengd við hik
heilaskrúfan lausa.
Býður upp á óræð svik
áttleysunnar klausa.
Þó hún eignist augnablik
alla sauðarhausa !
Önnur framboð smærri en smá
smæla og sitthvað bjóða.
Gul og rauð og græn og blá,
graut sinn öll þau sjóða.
Þar er aukin þjóðarvá
þrædd á dreifðan slóða.
Þeirra ferli ekkert á
annað en sögu hljóða !
Fátt í boði finnst mér hér,
fráleitt því að hrósa.
Hrollur um mig allan fer,
innstu kenndir frjósa.
Blika hvergi á móti mér
merki gæfuljósa.
Sést ei neitt hvað illskást er,
engin leið að kjósa !
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:47 | Slóð | Facebook
19.10.2016 | 11:43
Landsfundarbragur
Framsókn stórum fundi á
fýsti mál að leysa.
Í þeim flokki vakin vá
virtist orðin hneisa.
Upp á himin hlóðust ský,
heill fannst ekki nokkur.
Hlaut að ganga hreinsun í
hundrað ára flokkur.
Flest í mála flækju sat,
forustan í vanda,
höggvið ekki á hnútinn gat,
hann var öllu að granda.
Fremstu menn því hímdu í höm,
horfðu niðr´ á tærnar.
Berlegt var að brotalöm
bætti á sakir ærnar.
Spruttu þar fram spurningar,
spennu þurfti að eyða.
Hvert skal stefna - hvíslað var,
hver skal flokkinn leiða ?
Skoða þurfti ei málin meir,
mun í einum flokki,
ekki hægt að hausar tveir
hangi á sama skrokki.
Milli Sigga og Simma þar
sýndist rétt að kjósa.
Svo að full til frambúðar
fengist staðan ljósa.
Félagslegt var flokksins þor,
fann það hver ein sála.
Lýðræðis um leiðarspor
leidd var ganga mála.
Formannskjörið færði skil,
fannst þar vilji manna.
Sigga gekk hún greitt í vil,
greindist staðan sanna.
Sviptur von um sigurstað
Simmi féll í valinn.
Illa svekktur eftir það
yfirgaf hann salinn.
Var á honum kuldakast,
kæla þurfti hann blóðið,
meðan honum fylgdi fast
fréttamannastóðið.
Enn er móður mönnum í,
mörgu þeytt um gættir.
Enn á himni eru ský,
engar skýrar sættir.
Spurning stór er send um svið,
segir margt um hagi.
Skyldi friður skapast við
skil af þessu tagi ?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:46 | Slóð | Facebook
15.10.2016 | 09:43
Loforðastraumurinn !
Það leika straumar um íslenskt mannlífsumhverfi með margvíslegum hætti. Golfstraumurinn skapar lífgefandi skilyrði í hafinu við landið, loftstraumar ýmsir sjá um að súrefni sé til staðar í nægu magni í andrúmsloftinu og náttúruleg framvinda er okkar enn sem fyrr til heilla á margan hátt !
En svo eru aðrir straumar sem hvorki eru lífgefandi eða gefa lífsanda loft , eru ekki og eiga ekki að vera náttúruleg framvinda og slíkir straumar eru yfirleitt af mannavöldum. Glæpir ráðamanna í útlöndum hafa oft verið til umræðu í fjölmiðlum hérlendis enda af nógu að taka í þeim efnum. Hinsvegar er öllu minna talað um afbrot íslenskra stjórnmálamanna gagnvart almannaheill en þar er líka af nógu að taka !
Ein meiriháttar meinsemd í íslensku mannlífsumhverfi er stöðugt vaxandi og ófyrirleitnari tilhneiging pólitískra flokka til yfirboða fyrir kosningar. Og það virðist sem almenningur sé orðinn svo dofinn fyrir pólitískum lygum að menn geri sér engar væntingar um annað. Flokkarnir reyna allir sem einn að bjóða betur en því miður er loforðastraumurinn frá þeim oftast ábyrgðarlaus og settur fram án nokkurrar fastmótaðrar hugsunar fyrir raunverulegri framtíðarsýn varðandi almannaheill !
Við ættum að þekkja það, að gefin loforð eru oftast svikin eftir kosningar, enda flest þannig borin fram að hengd eru við þau nokkurskonar smáaleturs atriði sem eru til þess ætluð að þau skili sér sem undankomuleið frá gefnu loforði fyrir viðkomandi frambjóðanda eða flokk, þegar tími svikanna rennur upp.
Við ættum líka að þekkja það, að veikleikinn fyrir lýðskrumi er orðinn svo mikilsráðandi hjá íslenskum pólitíkusum að býsna margir þeirra gleyma fljótt hverju þeir lofuðu í hita leiksins og virðast yfirleitt ekki hafa miklar áhyggjur af framhaldinu. Komnir á þing treysta þeir því að þeir muni finna ráð til að vera þar áfram í gegnum ný loforð og nýja pretti.
Við ættum svo að vita, að það er viðvarandi skortur á hugsjónamönnum meðal stjórnmálamanna, þannig að þeir sem sitja á þingi eru þar mest fyrir sjálfa sig og ferilskrána en ekki að þjóna landsfólkinu með hagsmuni þess í fyrirrúmi !
Sjálfsdýrkun íslenskra stjórnmálamanna er í sjálfu sér orðin alveg sambærileg við það sem við þekkjum úr viðskiptalífi síðustu ára. Höfuðmálið virðist vera að snúast um eigið egó án afláts, og það er ljóst að þetta pólitíska forustulið þjóðarinnar talar ekki út frá neinum hugsjónum varðandi almannaheill eða berst fyrir þeim almenna mannrétti að hver og einn eigi að fá að ganga uppréttur !
Loforðastraumurinn gengur ekki út á efndir. Hann gengur út á svik. Þegar flokkar í stjórnarstöðu gefa út kosningavíxla, sem við ættum nú öll að vera farin að þekkja, er nánast víst að fólkið verður sjálft látið borga þá víxla og það með áföllnum kostnaði, sem yfirleitt reynist ekki lítill þegar þar að kemur.
Þjóðarpyngjan, sem geymir okkar samfélagspeninga, er þannig óspart notuð til þess að fá okkur til að versla með atkvæðisréttinn okkar og trúa á loforð sem verða svikin og gleypa við einhverri málamynda-fyrirgreiðslu sem snýst upp í andstæðu sína eftir kosningar. Þannig á ekki að standa að málum - með lýðskrum og lygar að vopni !
Atkvæðisrétturinn er hinsvegar vopn okkar til að koma einhverjum þeim til valda sem verðskulda það að hafa völd í okkar nafni og vilja vinna sín verk af hugsjón í þágu almannaheilla. En hvar finnum við slíka frambjóðendur, hverjir eru trúir og sannir ?
Þeir sem hafa kosningarétt þurfa að gera það upp við sannfæringu sína og samvisku hverjum þeir vilja treysta. En jafnframt verða kjósendur að hafa það hugfast, að sá valkostur er ekki endilega bestur sem lofar mestu, líklega öllu heldur hið gagnstæða. Að kjósa er vissulega ábyrgðarmál hvers og eins, en sá gjörningur má ekki vera eitthvað sem gert er af sinnuleysi sem getur skaðað samfélagið !
Blekkingar eru hinsvegar orðnar allt of stór hluti af hinu lýðræðislega sjónarspili kringum kosningar í landinu okkar og mál að linni. Allur skollaleikur er óvirðing við lýðræðið og við drögum það niður ef við kjósum að hampa þeim skollum sem skíta það mest út.
En kjósendum er vissulega vandi á höndum þegar skortir í svo mörgu skýr skil á það hvað frambjóðendur standa í raun og veru fyrir og lýðskrumið fer með himinskautum !
7.10.2016 | 18:27
Fósturjörð eða fjölmenningarhæli ?
Það er kunnara en frá þurfi að segja að lönd hafa byggst upp af fólki sem hefur átt svo margt sameiginlegt að það varð að búa til sérstakt hugtak yfir það og þannig varð til skilgreiningin - þjóð ! Og í framhaldi urðu lönd greind sem þjóðlönd, lönd þar sem tilteknar þjóðir bjuggu. Þannig urðu samfélög manna til.
Samfélagsheildin styrktist svo við það að fólk gat sameinast um sömu siði og sömu markmið til framtíðar. Allir lögðu sitt til, allir höfðu skyldur við samfélagið og hlutu jafnframt sinn skerf af hverjum ávinningi. Þá voru fáar afætur til staðar því engum leiðst að lifa á öðrum. Slíkt var talin ómennska sem drægi úr styrk heildarinnar.
Á okkar tímum hefur risið upp sú stefna sem kölluð hefur verið fjölmenning. Hún hefur orðið til sem andstæða þjóðmenningar og er vísvitandi sett til höfuðs öllu þjóðlegu valdi. Það eru til öfl í heiminum sem vilja hræra öllu saman og gera allt að einum söfnuði undir einni stjórn !
Það er því nokkuð skrítið að talað sé um fjölmenningu í þessu sambandi, því í raun er takmarkið að blanda öllu saman, sjóða allt í sama potti, eyða sérkennum þjóða og þjóðmenningarlegum einkennum. Þá er komin upp sú staða að einn valdhafi geti komið fram og stjórnað öllum lýðnum og margir gera sér grein fyrir því hver sá valdhafi eigi að verða !
Og það er einkar athyglisvert að fjölmenningarsinnar hafa yfirleitt ekki mikið umburðarlyndi gagnvart þeim sem eru ekki sammála þeim. Þeir tala um þá sem óupplýsta, fáfróða, þröngsýna, fordómafulla, öfgakennda o.s.frv.
En þannig er það yfirleitt með þá sem telja sig hafa höndlað stóra sannleikann. Þeir gera kröfu til að allir aðhyllist rétttrúnaðinn og bregðast illa við ef það er ekki gert. Þegar fjölmenningarfræðin eru skoðuð, kemur fljótt í ljós að þau halda hvorki vatni né vindi. Að minni hyggju skapa þau ófarnað í komandi tíð og full ástæða er til að gjalda varhug við þeirri framvindu mála sem þau boða !
En á yfirborðinu er fjölmenningin markaðssett sem grundvöllur að samfélagi þar sem allir eigi að geta notið sín til fulls, þar sem allir eigi að njóta sérkenna sinna og geti lifað með þeim hætti í Hálsaskógi hamingjunnar. Það er hinsvegar ljóst að slík uppsetning mála er draumsýn og órar en ekki veruleiki !
Öll samfélög verða tekin yfir af þeim viðhorfum sem ráðandi verða og það verða alltaf einhver viðhorf ráðandi þegar til lengdar lætur. Samfélag sem vill stjórnast af fjölmenningar-sjónarmiðum verður því fljótlega eyrnamarkað einhverjum söfnuði sem tekur sér vald yfir öðrum, til dæmis í krafti yfirburða í mannfjölda !
Það hafa ýmis ríki reynt að koma á skilvirkum stjórnarháttum með þátttöku margra ólíkra aðila. Þær tilraunir hafa yfirleitt mistekist því sambræðslan gengur aldrei upp til lengdar. Þá er oftast stutt í ofbeldi og átök !
Þjóðríkin hafa ekki haldið velli svo lengi sem raun ber vitni að ástæðulausu. Það er hin sameinaða þjóðvitund sem hefur tryggt tilveru þeirra um aldir. Fjölmenning getur ekki vakið eða alið með sér slíka vitund. Þar er allt í einum graut, þjóðernislega, menningarlega og trúarlega. Bandaríkin eru sláandi vitnisburður um slíkt ástand !
Það er búið að sá fyrir miklum átökum í framtíðinni með þeirri kolröngu stefnu sem fylgt hefur verið síðustu áratugi. Þjóðmenningum Evrópuríkja hafa verið greidd stór högg og þær eru margar ef ekki flestar í sárum.
En þær eru ekki dauðar og þær munu ekki deyja. Fólk er farið að minnast uppruna síns og tengjast honum í mun meiri hollustu en áður. Síbylja fjölmenningaráróðursins er hætt að virka á marga, enda ávextir þeirrar stefnu stöðugt að birtast með stærri brotalömum.
Ríkisstjórnir margra Evrópulanda eru farnar að rumska heldur betur. Þær eru að vakna með bullandi timburmenn eftir fjölmenningarfylliríið mikla sem er sem óðast að breytast í svörtustu martröð. Fleiri og fleiri eru að sjá og skilja að innstreymi flóttamanna og hælisleitenda til landa Evrópu mun engan endi taka. Það verður að stinga þar við fótum áður en allt fer á kaf í upplausn og stjórnleysi.
Minna og minna fjármagn fer í að byggja upp velferð þeirra í þessum löndum sem hafa unnið fyrir hlutunum, meira og meira fjármagn fer til þeirra sem þar hafa ekkert til lagt og gera þó stöðugt meiri kröfur. Hvernig á slíkt að geta gengið ?
Við Íslendingar höfum ekki staðið í styrjöldum við aðrar þjóðir. Við berum af þeim sökum enn minni ábyrgð en flestir aðrir á stríðsátökum samtímans. Við erum herlaus þjóð og höfum hingað til reynt að heiðra og halda í menningarverðmæti þau sem við höfum átt saman sem íslenska arfleifð !
En þjóðmenning okkar verður ekki ávöxtuð af neinum nema okkur og þó við séum fá og smá, höfum við samt verið ein þjóð til þessa og átt samleið. Ljósvetningagoðinn taldi að einn siður sameinaði fólk en margir siðir sundruðu, sú sundrung myndi slíta í sundur friðinn í landinu. Þau orð hans eru enn í fullu gildi þó sumir vilji ekki skilja það og geri sér litla sem enga grein fyrir hættum þeim sem fylgja siðlausum sofandahætti nútímans.
Það ætti líka að vera hverjum sæmilega skyni bærum manni ljóst að kristin-dómurinn er kjarni þeirrar menningar sem hér hefur skapast og í raun samofinn öllu þjóðlífi okkar. Þjóðmenningu okkar þarf að varðveita og hún á ekki og má ekki verða fórn á altari þeirrar fjölmenningarfarsóttar sem nú er að opinbera sína eitruðu ávexti um alla Evrópu !
Við getum lagt fram hjálparhönd til þeirra sem líða með margvíslegum hætti en við eigum að gera það fyrst og fremst sem þjóðhollir Íslendingar. Við megum ekki gera það með því að afneita eigin rótum og meta það einskis sem hefur gert okkur að þjóð. Íslendingur er sá sem hér hefur alist upp og mótast af íslensku samfélagi. Innflytjandi verður ekki Íslendingur við það eitt að koma hingað !
Aðlögun getur tekið langan tíma, jafnvel tvær, þrjár kynslóðir, og í sumum tilfellum skilar hún sér aldrei. Sönn þjóðhollusta vex upp með einstaklingum frá fyrstu tíð en verður ekki framkölluð með gervilausnum !
Það er hægt að fullyrða alls konar hluti út frá lagasetningum, en lög eru ekki endilega sannleikanum samkvæm og oft eru þau talsvert nær lygi en sannleika. Æðstu lög hvers ríkis eru að þjóna velferð þeirrar þjóðar sem byggir landið !
Við þurfum að vernda samfélag okkar og hlynna að þjóðlegum rótum þess með ábyrgð og festu. Það fylgir því vandi og ábyrgð að viðhalda þjóðmenningu 300.000 manna þjóðar og við skulum gera okkur grein fyrir því að ef við svíkjum rætur okkar verðum við ekki lengi þjóð eftir það. Þá verðum við þjóðleysingjar í áttleysulandi !
Við getum ekki setið á greininni eftir að stofninn hefur verið höggvinn !
Nýjustu færslur
- Alltaf versna kerfiskýlin !
- Að vera með í að skemmta skrattanum !
- Um ríkjaleiddar ránsherferðir gegn Rússlandi !
- Trumpútgáfur !
- Þjóðlíf í fenjaheimi fjármálaspillingar ?
- Um sérgæskuviðhorf mannfélagslegs misréttis !
- Um botnlausa veruleikafirringu Vesturlanda !
- Nokkur orð um norræn svik og Natóþjónustu !
- Hvað segir Tíðarandinn? : ,,Manneskjan er hvorki karl né kona...
- Stöðugar atlögur að lýðræðinu !
Eldri færslur
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.5.): 344
- Sl. sólarhring: 344
- Sl. viku: 1034
- Frá upphafi: 383335
Annað
- Innlit í dag: 302
- Innlit sl. viku: 884
- Gestir í dag: 296
- IP-tölur í dag: 290
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)