Bloggfærslur mánaðarins, október 2017
27.10.2017 | 19:56
Hvað skyldu íslenskir kjósendur vilja ?
Það er von að þannig sé spurt og margir telja raunar að Íslendingar viti ekkert hvað þeir vilji. Það sé allt á fljótandi gengi í heilastarfsemi þeirra og hafi lengi verið !
Og sumir gætu þessvegna sagt sem svo:
Stefnir flest í óláns átt
eftir röngu pípi.
Uppmálast á ýmsan hátt
allra flokka skrípi !
Samkvæmt skoðanakönnunum vilja kjósendur ekki sjá Bjarta framtíð, að minnsta kosti ekki þessa ímynd hennar sem gengur um í gulum jakka og virðist vilja gera kjörtímabilið að einum fjórða þess sem það hefur verið :
Óttars framtíð ekki er björt,
allt á vegi þröngum.
Og Björt er víst að verða svört,
valt er gengið löngum !
Vilja kjósendur Viðreisn undir nýjum formanni ? Hvað hefur nýi formaðurinn til brunns að bera ? Af hverju er gömul fyrirhruns-stjarna sett á oddinn hjá þessum afleggjara af íhaldinu og hver er boðskapurinn eiginlega ?
Viðreisn sína tungu teygir,
talar nokkuð sitt á hvað.
Margt er skrítið sem hún segir,
sennilega vanhugsað !
Formaður íhaldsins virtist um tíma vera orðinn svo mikill vandamálamaður í umræðu dagsins að það væri kannski að verða nokkur spurning vegna flokkshagsmunanna hvort hann væri heppilegur í starfið ? En Engeyjargoðinn stendur áhlaupin af sér, enda fulltrúi þeirra afla sem mest hafa áhrifin í kerfinu og víðar. Þó má kannski kveða:
Margt að venju mæðir Bjarna,
málin sýnast hvergi ljós.
Virðast liggja um vegi farna
vafningar úr spiladós ?
Skattahræðslupólitík íhaldsins með auglýsingum og viðvörunum er nánast að verða hlægileg í augum margra. Um þá hluti og flokkinn mætti því frá sjónarmiði almennings segja:
Sjálfstæðisflokkurinn ógeð er,
athugið hvað hann segir.
Enga skatta á auðmenn hér,
þeir eru svo nauðsynlegir !
Sigmundur sjónum hryggi er ekki af baki dottinn. Alltaf má fá annað skip og annað föruneyti var eitt sinn sungið og kannski hentaði það lag Sigmundi og ferli hans prýðilega og gæti orðið flokks-stef Miðflokksins:
Sigmundur sætabrauðsdrengur
situr á miðjunni,
feitur og fylgir ei lengur
Framsóknar gyðjunni !
Kannski er hann kominn að landi,
kannski á betri stað,
til þess að bregða brandi
berjast og meika það !
Og þegar litið er á Samfylkinguna virðist brottflúið lið vera að skila sér aftur á heimaslóðir eftir fráhvarfið í fyrra :
Allt frá núlli er upp á við,
óðum hressist kratalið.
Samfylkingar Loga land
lítur von um betra stand !
Framsókn hefur búið við miklar hrellingar um skeið og kannski er hún bara komin á tíma aldurs vegna :
Framsókn glatar stöðugt styrk,
stefnan sýnist ekki virk.
Hefur þar ei hreina mynd
hundrað ára beinagrind !
Og Vinstri græn hvað á að segja um flokkinn sem íhaldið óttast mest, kannski bara þetta:
Með sín skógargrænu gen,
glettilega hress og pen,
kastar skugga á karlatrén
Kata litla Thoroddsen !
En hvað vilja kjósendur það er málið ? Inga Sæland og hennar lið virðist hafa misst dampinn, Alþýðufylkingin er rödd hrópandans í eyðimörkinni, Dögun er komin að kveldi, en hvað skyldi svo koma upp úr kössunum ?
Munu hinir óákveðnu breyta ætluðum niðurstöðum einhverju sérstöku framboði til happs ?
Eða verður niðurstaða kosninganna ávísun á langvinna stjórnarkreppu og síðan vandræðastjórn sem verður bara sprengjuhætt bland í poka ?
Vonandi kemur eitthvað bitastætt út úr þessu því það kostar að kjósa ekki síst árlega !
21.10.2017 | 11:29
Að vera aflögufær ?
Vissir aðilar gera mikið af því að tala um hvað Ísland sé ríkt samfélag og aflögufært til að hjálpa öðrum. Yfirleitt eru þeir sem þannig tala í nokkuð hærri tekjuflokkum en almenningur í þessu landi og hafa líklega sínar sjálfsánægju ástæður til að tala um almennt ríkidæmi, hvað sem öðru líður.
Og það er náttúrulega í sjálfu sér gott og blessað að hjálpa öðrum, en þeir sem tala mest um að hjálpa virðast æði oft ætlast til þess að einhverjir aðrir leggi til þá hjálp !
Mörgum finnst líka greinilega mikið varið í að taka þátt í að útdeila hjálpargögnum sem fengin eru frá öðrum, vera milliliðir í vel auglýstum kærleiksverkum og ekki virðist þeim hinum sömu þykja verra að uppskera heiðurinn jafnvel prívat og persónulega !
Að minni hyggju er það hinsvegar ósiður að koma egóinu á framfæri í gegnum uppmáluð gæskuverk, að eigna sér annarra verk og framlög, en því miður þekki ég til einstaklinga sem hafa jafnan töluverða tilburði í slíka átt og telja sig auðvitað fyrir vikið samfélagsvænni en flesta aðra. Oftast er þá verið að gefa úr annarra vösum, ekki síst fé fólksins almennings í þessu landi. Í slíku framferði er falsið öllu ofar !
Nú er það svo, að til þess að hjálpa þurfa menn í raun og veru að vera aflögufærir. Sama gildir líka í þeim efnum um fyrirtæki, sveitarfélög og ríkið sjálft. Nýlega var tekist á um það í umræðu dagsins hversu há sú upphæð væri sem varið væri af ríkisins hálfu í þágu flóttamanna og hælisleitenda og virðist sem þar skeiki nokkuð miklu eftir því hver talar !
Þeir sem hafa þá skoðun að þessi umdeildi útgjaldaliður samfélagsins sé of hár eða jafnvel allt of hár, tala kannski um að 5 til 6 milljarðar fari í þetta, en þeir sem vilja öllum hjálpa og yfirleitt úr annarra pyngjum, tala um 2 milljarða og þykir það ekki mikið. Nú er það svo að kjarni málsins í þessu hlýtur að snúast nokkuð um það hvort við séum aflögufær til að hleypa hér inn útlendingum í hundraða eða þúsundatali, sem allir segjast reyndar vera að flýja stríð, líflátshótanir og hungurdauða !
Menn segjast jafnvel vera að flýja stríð þó enginn viti til þess að stríð sé í heimalöndum þeirra. Margt af þessu fólki kann ýmsar kúnstir. Það sendir börnin t.d. oft á undan því flestir eru viðkvæmir fyrir börnum og frekar er gefið eftir þar sem þau eiga í hlut. Þau eiga síðan að opna dyrnar fyrir stórfjölskyldunni sem á svo að koma á eftir kannski 20 -30 manns. Við megum auðvitað ekki vera svo vond að valda fjölskyldulegum aðskilnaði !
En hvernig eru þjóðfélagsaðstæður okkar, hversu vel erum við aflögufær ? Við getum varpað fram nokkrum spurningum : Eru almennir launþegar í landinu vel staddir með sín kjör, er heilbrigðiskerfið að þjóna þjóðinni ásættanlega, eru til dæmis jafn margir hjúkrunarfræðingar við störf eins og þörfin krefur, er vegakerfið okkar í góðu lagi, eru aldraðir og öryrkjar sáttir við sitt, er fyrirgreiðsla húsnæðismála góð hér o.s.frv o.s.frv ..!!!
Öll vitum við líklega að þarna vantar mikið á. Það vantar á að hér sé almenn velferð ! Varðandi launakjör almennings í landinu myndi manneskja með hefðbundinn samfylkingar-hugsunarhátt líklega svara aðspurð: ,, Við höfum það fínt á Íslandi miðað við fólk í Sómalíu og víðar " en er það sú viðmiðun sem við viljum að gildi ?
Og hið ofur hjálpfúsa fólk myndi segja hvert fyrir sig : ,, Þó að heilbrigðiskerfið hjá okkur sé á hliðinni í augnablikinu þá verðum við sameiginlega ( ekki ÉG samt ! ) að hjálpa aumingja flóttafólkinu !
Og í framhaldi væri líklega sagt af slíkum aðilum, að það væri nú sosum alltaf verið að gera eitthvað í vegakerfinu, aldraðir og öryrkjar væru svo sem aldrei ánægðir og ungt fólk gæti hugsanlega eignast eigin íbúð með tíð og tíma !
En eftir situr að þetta fólk sér ekkert að því að fleygja 2 milljörðum í útlendinga sem hingað koma, þó við séum í raun ekki aflögufær með það og sumir landar okkar verði að búa í tjaldi og hafi enganveginn mannsæmandi aðstæður til að lifa. Sumir hafa bersýnilega þá undarlegu afstöðu til málanna að vilja miklu heldur hjálpa útlendingum en eigin landsmönnum. Hvernig skyldi standa á því ?
Allir, ekki síst fólk á landsbyggðinni, þekkja líka hið stöðuga betl sem kemur í gegnum símann frá höfuðborginni um stuðning við allra handa líknarmál. Það er hringt og hringt og hringt allan ársins hring. Viltu styrkja o.s.frv. o.s.frv !
Og sá sem ekki telur sig aflögufæran og er það ekki og segir nei, hefur það á tilfinningunni eftir slíkt símtal að sá sem hringdi telji hann vondan og hjartalausan mann !
En af hverju er þetta stöðuga betl ? Er það vitnisburður um að allt sé í lagi hér, er það eitthvað sem segir okkur að allir hafi úr nógu að spila hér, er það staðfesting á því að við getum kastað 2 til 6 milljörðum árlega í aðkomufólk sem hingað kemur og vill njóta góðs af erfiði okkar ? Ekki get ég séð að því sé hægt með góðri samvisku að svara játandi !
Hver er annars náungi okkar ? Er það Jón í næsta húsi, Pétur í Grímsey eða einhver hinum megin á hnettinum - eða kannski Marsbúi eða risaeðla á kvikmyndatjaldinu ? Getum við með góðri samvisku gleymt þjóðlegum nærskyldum okkar vegna einhverrar hnattrænnar fjarskyldu sem er í raun óskilgreind og enginn getur útfært með eðlilegum skynsemisrökum ?
Hvaða framboð skyldu annars helst vilja setja þjóðlegar nærskyldur okkar í forgang ?
Við Íslendingar getum sjálfsagt tekið heilshugar undir það að heimurinn sé ekki eins og hann ætti að vera. En við berum sáralitla ábyrgð á því og erum yfirleitt aldrei spurð um okkar afstöðu til heimsmálanna. Við erum með minnstu peðunum í heimstaflinu og afleikirnir mörgu og stóru þar eru sannarlega ekki okkar verk !
Við þurfum að laga margt hér heimafyrir og ættum síst af öllu að ætla okkur það verkefni - í uppskrúfaðri samfylkingar-hnattrænni-heilasuðu - að bjarga heiminum !
Við gerum best í því að vera ekki að leika okkur stærri en við erum og reyna heldur að halda sjó í heimapollinum okkar og bæta okkar samfélag hvert með öðru !
Ég tel að frumskylda okkar Íslendinga sé að hlynna að okkar eigin fólki !
Að vera aflögufær ?
Vissir aðilar gera mikið af því að tala um hvað Ísland sé ríkt samfélag og aflögufært til að hjálpa öðrum. Yfirleitt eru þeir sem þannig tala í nokkuð hærri tekjuflokkum en almenningur í þessu landi og hafa líklega sínar sjálfsánægju ástæður til að tala um almennt ríkidæmi, hvað sem öðru líður. Og það er náttúrulega í sjálfu sér gott og blessað að hjálpa öðrum, en þeir sem tala mest um að hjálpa virðast æði oft ætlast til þess að einhverjir aðrir leggi til þá hjálp !
Mörgum finnst líka greinilega mikið varið í að taka þátt í að útdeila hjálpargögnum sem fengin eru frá öðrum, vera milliliðir í vel auglýstum kærleiksverkum og ekki virðist þeim hinum sömu þykja verra að uppskera heiðurinn jafnvel prívat og persónulega !
Að minni hyggju er það hinsvegar ósiður að koma egóinu á framfæri í gegnum uppmáluð gæskuverk, að eigna sér annarra verk og framlög, en því miður þekki ég til einstaklinga sem hafa jafnan töluverða tilburði í slíka átt og telja sig auðvitað fyrir vikið samfélagsvænni en flesta aðra. Oftast er þá verið að gefa úr annarra vösum, ekki síst fé fólksins almennings í þessu landi. Í slíku framferði er falsið öllu ofar !
Nú er það svo, að til þess að hjálpa þurfa menn í raun og veru að vera aflögufærir. Sama gildir líka í þeim efnum um fyrirtæki, sveitarfélög og ríkið sjálft. Nýlega var tekist á um það í umræðu dagsins hversu há sú upphæð væri sem varið væri af ríkisins hálfu í þágu flóttamanna og hælisleitenda og virðist sem þar skeiki nokkuð miklu eftir því hver talar !
Þeir sem hafa þá skoðun að þessi umdeildi útgjaldaliður samfélagsins sé of hár eða jafnvel allt of hár, tala kannski um að 5 til 6 milljarðar fari í þetta, en þeir sem vilja öllum hjálpa og yfirleitt úr annarra pyngjum, tala um 2 milljarða og þykir það ekki mikið. Nú er það svo að kjarni málsins í þessu hlýtur að snúast nokkuð um það hvort við séum aflögufær til að hleypa hér inn útlendingum í hundraða eða þúsundatali, sem allir segjast reyndar vera að flýja stríð, líflátshótanir og hungurdauða !
Menn segjast jafnvel vera að flýja stríð þó enginn viti til þess að stríð sé í heimalöndum þeirra. Margt af þessu fólki kann ýmsar kúnstir. Það sendir börnin t.d. oft á undan því flestir eru viðkvæmir fyrir börnum og frekar er gefið eftir þar sem þau eiga í hlut. Þau eiga síðan að opna dyrnar fyrir stórfjölskyldunni sem á svo að koma á eftir kannski 20 -30 manns. Við megum auðvitað ekki vera svo vond að valda fjölskyldulegum aðskilnaði !
En hvernig eru þjóðfélagsaðstæður okkar, hversu vel erum við aflögufær ? Við getum varpað fram nokkrum spurningum : Eru almennir launþegar í landinu vel staddir með sín kjör, er heilbrigðiskerfið að þjóna þjóðinni ásættanlega, eru til dæmis jafn margir hjúkrunarfræðingar við störf eins og þörfin krefur, er vegakerfið okkar í góðu lagi, eru aldraðir og öryrkjar sáttir við sitt, er fyrirgreiðsla húsnæðismála góð hér o.s.frv o.s.frv ..!!!
Öll vitum við líklega að þarna vantar mikið á. Það vantar á að hér sé almenn velferð !Varðandi launakjör almenns starfsfólks í landinu myndi manneskja með hefðbundinn samfylkingar-hugsunarhátt líklega svara aðspurð: ,, Við höfum það fínt á Íslandi miðað við fólk í Sómalíu og víðar !
Og hið ofur hjálpfúsa fólk myndi segja hvert fyrir sig : ,, Þó að heilbrigðiskerfið hjá okkur sé á hliðinni í augnablikinu þá verðum við sameiginlega ( ekki ÉG samt ! ) að hjálpa aumingja flóttafólkinu !
Og í framhaldi væri líklega sagt af slíkum aðilum, að það væri nú sosum alltaf verið að gera eitthvað í vegakerfinu, aldraðir og öryrkjar væru svo sem aldrei ánægðir og ungt fólk gæti hugsanlega eignast eigin íbúð með tíð og tíma !
En eftir situr að þetta fólk sér ekkert að því að fleygja 2 milljörðum í útlendinga sem hingað koma, þó við séum í raun ekki aflögufær með það og sumir landar okkar verði að búa í tjaldi og hafi enganveginn mannsæmandi aðstæður til að lifa. Sumir hafa bersýnilega þá undarlegu afstöðu til málanna að vilja miklu heldur hjálpa útlendingum en eigin landsmönnum. Hvernig skyldi standa á því ?
Allir, ekki síst fólk á landsbyggðinni, þekkja líka hið stöðuga betl sem kemur í gegnum símann frá höfuðborginni um stuðning við allra handa líknarmál. Það er hringt og hringt og hringt allan ársins hring. Viltu styrkja o.s.frv. o.s.frv !
Og sá sem ekki telur sig aflögufæran og er það ekki og segir nei, hefur það á tilfinningunni eftir slíkt símtal að sá sem hringdi telji hann vondan og hjartalausan mann !
En af hverju er þetta stöðuga betl ? Er það vitnisburður um að allt sé í lagi hér, er það eitthvað sem segir okkur að allir hafi úr nógu að spila hér, er það staðfesting á því að við getum kastað 2 til 6 milljörðum árlega í aðkomufólk sem hingað kemur og vill njóta góðs af erfiði okkar ? Ekki get ég séð að því sé hægt að svara játandi !
Hver er annars náungi okkar ? Er það Jón í næsta húsi, Pétur í Grímsey eða einhver hinum megin á hnettinum - eða kannski Marsbúi eða risaeðla á kvikmyndatjaldinu ? Getum við með góðri samvisku gleymt þjóðlegum nærskyldum okkar vegna einhverrar hnattrænnar fjarskyldu sem er í raun óskilgreind og enginn getur útfært með eðlilegum skynsemisrökum ?
Hvaða framboð skyldu annars helst vilja setja þjóðlegar nærskyldur okkar í forgang ?
Við Íslendingar getum sjálfsagt tekið heilshugar undir það að heimurinn sé ekki eins og hann ætti að vera. En við berum sáralitla ábyrgð á því og erum yfirleitt aldrei spurð um okkar afstöðu til heimsmálanna. Við erum með minnstu peðunum í heimstaflinu og afleikirnir mörgu og stóru þar eru sannarlega ekki okkar verk !
Við þurfum að laga margt hér heimafyrir og ættum síst af öllu að ætla okkur það verkefni - í uppskrúfaðri samfylkingar-hnattrænni-heilasuðu - að bjarga heiminum !
Við gerum best í því að vera ekki að leika okkur stærri en við erum og reyna heldur að halda sjó í heimapollinum okkar og bæta okkar samfélag hvert með öðru !
Ég tel að frumskylda okkar Íslendinga sé að hlynna að okkar eigin fólki !
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:33 | Slóð | Facebook
14.10.2017 | 15:54
Pistilnefna um pólitík !
,,Þjóðin eitt og annað styður,
enginn veit þó hvernig fer;
enn í flestu upp og niður
áfram fylgið kastar sér !
Það er spenna í loftinu og spurningarnar hlaðast upp. Hvað verður eftir kosningar ? Hverjir grípa um stjórnartauma og hvað verður gert í öllum þeim mörgu málum sem bíða úrlausna ? Eða verður eitthvað gert ?
Geta Íslendingar ekki sameinast um neitt nema fótbolta ?
Ábyrgðin er út og suður,
enginn virðist geta neitt.
Allra flokka ófögnuður
er í gangi vítt og breitt.
Og enn eru sumir komnir af stað þó flokksflíkurnar séu aðrar en áður. Það er ríkt í mörgum nú á dögum að gefa eigi mönnum annað tækifæri og ef til vill verða þeir margir sem kjósa að styðja mann sem - að minnsta kosti - neitar að gefast upp :
Valdafalls við daga dimma
dæmdist hann að mestu úr leik.
En nú er aftur sveifla á Simma,
sigurbros og staða keik.
Við verðum að vona að útkoma þessara kosninga skili einhverju vitrænu ferli fram á veg. Kosningar eiga að þýða umboð til 4 ára kjörtímabils. Það er þjóðinni dýrt þegar kjörnir fulltrúar gefast upp eftir nokkra mánuði svo kjósa þarf aftur!
Mikil spurning er hvort þurfi ekki að hækka meðmælendafjölda með framboðum svo þeir einir geti boðið fram sem virkilega hafa þá af einhverju fylgi að státa ?
Allskonar upphlaups-sveitir virðast orðið eiga nokkuð greiðan veg að löggjafar-samkomunni og slíkt kann að bjóða ýmsum hættum heim. Hvað sem hver segir, er okkur Íslendingum rík þörf á að koma einhverjum stöðugleika á okkar stjórnmál og sameinast betur um meginatriði mála.
Yfirstandandi sundrungarástand er okkur sannarlega ekki nein ávísun á farsæld til lengdar. Við þurfum meiri ögun í okkar lýðræðislega skipulag:
Leggja þarf í sigursjóð
sameinaðra handa,
svo að Ísland eigi þjóð
sem undir sér vill standa !
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:58 | Slóð | Facebook
7.10.2017 | 17:46
Um Engeyjarlag fyrr og nú !
Allt vill lagið hafa - segir spakmælið. Sú var tíðin að skip voru smíðuð í Engey sem þóttu góð og betri en önnur sem í boði voru. Þar er líklegt að hið svokallaða Engeyjarlag hafi fyrst verið upptekið, en farkostir með því lagi þóttu mun stöðugri og betri á siglingu.
Þeir Engeyingar sem smíðuðu skip og gerðu garðinn frægan á átjándu og nítjándu öld voru kunnir að rausn og margháttuðum myndarskap og gilti það jafnt um karla sem konur !
Afkomendur þeirra er fólk af hinni svokölluðu Engeyjarætt, sem víða þykir eiga drjúg ítök í íslenskum fjármálaheimi sem og í stjórnmálum landsins. Þar hafa verið menn sem hafa staðið ýmsa brotsjói af sér og jafnvel átt það til að sigla nokkuð mikið upp í vindinn á eigin forsendum.
En þeir hinir sömu hafa jafnan verið á fljúgandi farkostum Engeyjarlagsins og þolað ágjöf og bratta siglingu betur fyrir vikið. Farviðir þeirra og úthaldsgögn hafa yfirleitt verið af því tagi sem drýgst hafa þótt og því aflahlutir jafnan verið í stærra lagi og veiðislóðir fyrir ýmsar sakir reynst óvenju gjöfular !
Oftast virðist líka hafa legið fyrir sú vitneskja - einhversstaðar frá - hvar helst væri að vænta veiðifanga og virðist það hafa nánast gilt um öll svið efnahags-legra hlunnindamála til þessa. Þegar slíkir aflakóngar róa er því oftast mikils ágóða að vænta og það svo að fimmtíu milljónir eru þar líklega ekkert sem þykir skipta máli eða ástæða til að nefna !
Svo stórir geta menn sem sagt orðið á litla Íslandi að margfaldar árstekjur venjulegra launamanna þykja skítur einn í þeirra augum og varla nema gangandi vasapeningar !
Ekki veit ég hvernig gömlu Engeyingarnir hefðu litið á slíka hluti, en flest bendir til að viðhorf þeirra til mála hafi verið öllu heilbrigðari og þjóðlegri en þau sem þykja allt að því sjálfsögð í dag innan ætta sem utan !
Margt hefur nefnilega breyst í viðhorfum Íslendinga á seinni árum og líklega hefur sífellt meira áhrifavald umheimsins þar sitt að segja. Eitt af því sem hefur verið mikil innflutningsvara á síðustu áratugum en sjaldan verið nefnt þannig, er annarskonar siðferði en þótti gjaldgengt hér áður fyrr. Við höfum flutt það inn í stórum stíl og það hefur sett mark sitt á flest hér innan ætta sem utan !
Í sumum tilfellum má heita að þar sé um brennimark bölvunar að ræða, að minnsta kosti hafa afleiðingarnar af þessari sífellt auknu innflutningsvöru ekki verið góðar. Ef til vill værum við ekki að ganga til kosninga nú eftir aðeins ár frá þeim síðustu ef siðferðisþroski okkar væri meiri og umræddur innflutningur minni ?
Það væri betra að hafa óspillt gamla Engeyjarlagið á málum hérlendis því hollur er heimafenginn baggi. En nýja Engeyjarlagið er ekki það sama og það gamla því Engeyingar seinni tíma gera ýmislegt sem Engeyingar fyrri tíma hefðu líklega ekki gert. Þar hafa sjálfsagt óholl innflutningsáhrif meðal annars sitt að segja !
Vafningalaust má því halda því fram, að við Íslendingar mættum huga meira að hinni gömlu þjóðhollustu nítjándu aldar fólksins, sem var í raun ólíkt sannari en sú sem menn veifa nú á dögum - aðallega þá á hátíðum og tyllidögum og meina kannski ekki mikið með henni ?
Allskonar vafasamir hælisleitendur og boðberar og talsmenn undirstöðulausra tækifærisgilda sem hafa streymt hér inn í landið undanfarin ár eru til dæmis ekki að gera samfélag okkar betra á nokkurn hátt. Þeir eru miklu frekar hluti af þeim innflutningi sem við mættum sem best vera án !
Ég held að gamla Engeyjarlagið sé okkur Íslendingum öllum hollast á siglingunni um lífsins haf og það sem reynst hefur vel er best til áframhaldandi lukku. Gamla fólkið í Engey átti til dugnað, þroska, ráðdeild og heiðarleika, eiginleika sem mætti svo sannarlega meta og virða meira í dag - þar sem þeir eru enn til á annað borð !
Ég er eiginlega hissa á því að ætt sú sem kennd er við Engey skuli ekki fyrir löngu hafa keypt eyna og reist sér þar óðal óðalanna til dæmis fyrir fé úr sjóðum 1 til 9 !
Vitað er að Björgólfur Thor hefur keypt Thor Jensens slotið og ætla mætti að Ríkisráð Engeyinga nútímans liti ekki síður til upprunans, en kannski er það meira fyrir aflandseyjar en eyjar hér heima og vill heldur hafa fé sitt í jötu þar !
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:56 | Slóð | Facebook
Nýjustu færslur
- ,,Einleikur á Eldhússborðsflokk ?
- Hverju er þjónustan eiginlega helguð ?
- Orðheimtu aðferðin !
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 9
- Sl. sólarhring: 260
- Sl. viku: 1289
- Frá upphafi: 367414
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 1130
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)