Bloggfærslur mánaðarins, október 2020
31.10.2020 | 11:59
Hið ábyrgðarlausa einkaframtak !
Sú var tíðin að menn sem hófu rekstur þurftu að axla mikla ábyrgð. Ef illa gekk eða áraði gátu menn farið á hausinn með allt sitt. Áhættan sem fólst í því að hefja rekstur gerði það því sjálfkrafa að verkum að færri en ella fóru út í slíkt ævintýri. Það var heldur ekki á allra færi og enn síður í þá daga !
Það mátti því gera ráð fyrir að þeir sem tóku áhættuna og hófu rekstur hefðu nokkuð til brunns að bera og þannig vissa hæfni til hlutanna. En það breytti því ekki að ábyrgir urðu þeir að vera !
En þannig var það nú meðan einkaframtakið var miklum mun heilbrigðara en það virðist vera í dag. Nú virðist sem allt einkaframtak sé meira og minna á ábyrgð ríkissjóðs. Ef einhver telur sig verða fyrir áföllum eða tekjutapi í dag verður hann að fá bætur frá ríkinu !
Eigin ábyrgð manna á rekstri virðist þannig gjörsamlega horfin. Henni hefur verið ýtt út af borðinu, að því er virðist til hagsbóta fyrir allskyns ævintýramenn. Skattpeningurinn okkar virðist svo standa þeim til boða í hvert skipti sem þeir telja sig hafa tapað einhverju. Með þessum hætti virðist stór hluti af hinu svokallaða einkaframtaki í landinu vera í raun ríkisrekinn !
Sú staða er með ólíkindum ! Í ferðaþjónustunni virðast menn jafnvel geta heimtað bætur fyrir áætlaðar tekjur sem eru svo skilgreindar tapaðar. Hvernig er hægt að krefjast bóta fyrir eitthvað sem var áætlað fram í tímann, miðað við að allt gengi að óskum ? Hvar er rekstrarábyrgðin, hvar er einkaframtaksaðilinn sem á að bera ábyrgð á eigin gjörðum ?
Er þetta ein afleiðingin af því þegar ehf vitleysan (eigin-hagsmuna-félög) var sett á koppinn vegna hyldjúprar samúðar með sárþjáðum rekstraraðilum af samsálar félögum þeirra í stjórnkerfinu ? Voru menn þá ekki bara leystir frá því að vera ábyrgir gjörða sinna ?
Svipuð er rekstrarvitleysan orðin með fiskinn í sjónum sem er óveiddur, en samkvæmt kvótakerfinu eign tiltekinna útgerðarfyrirtækja. Hér áður fyrr varð að veiða fiskinn til þess að hann yrði skilgreindur sem eign !
Nú syndir þessi fiskur um með merkimiða og tilheyrir greifunum. Svo eru fengnir einhverjir þrælar til að veiða hann fyrir aðalinn og skiptir þá víst litlu hvert heilsufar þeirra er, ef bara er hægt að láta þá vinna !
Margt er sannarlega að hjá okkur, en mér blöskrar þó fyrst og fremst sú staðreynd að það virðist engin eðlileg ábyrgð vera til staðar varðandi rekstur fyrirtækja nú til dags. Ef vel gengur sýnir lífsstíllinn merkin, en ef mínusar koma til verða aðrir að borga og bjarga - skattborgarar þessa lands !
Ég er félagshyggjumaður að eðlisfari, en ég hef alltaf getað virt ærlegt einstaklingsframtak, enda er slíkt hverju samfélagi til styrktar. En mér sýnist ekkert vera að byggja undir slíkt einstaklingsframtak í dag. Núorðið virðast rekstraraðilar meira og minna á spenum hjá ríki og bæjarfélögum. Það er óhugnanleg framvinda mála !
Hvernig er hægt að láta alla þessa rekstraraðila, marga með gjörsamlega óraunhæfar skýjaáætlanir, fá bætur úr ríkissjóði, þegar þeirra ,,dreamworks virka ekki ? Ef það á að hafa hlutina svona, er ekkert framundan nema hrun og það meira hrun en við höfum áður séð, hrun sem enginn jafnar sig á og rústar líklega samfélaginu !
Inn í slíkt hrun stefnum við að öllu óbreyttu og enginn virðist hafa neitt við það að athuga. Það er líklega ,,áhættan við það að búa á Íslandi eins og einn stjórnmálamaður okkar leyfði sér að segja til skýringar á fyrra hruninu.
Við virðumst fljóta sofandi og andvaralaus að feigðarósi í dag, meðal annars undir gunnfánum ábyrgðarlauss einkaframtaks og það er ekkert nema stefna til hruns. Við getum ekki verið með alla rekstraraðila í landinu á framfærslu ríkissjóðs og það eru heldur engin rök sem mæla með því !
En það er svo sem jafnljóst fyrir því, að enginn mun bera ábyrgð á hinu endanlega hruni þegar að því kemur !
26.10.2020 | 11:19
Horfið skjól
Kalt við fætur heims er hjarnið,
horfið augum náðarsvið.
,,Hvar er mamma kallar barnið,
hvergi finnst hún heima við !
Hún er úti öðru að sinna,
auka tekjur, drýgja kjör.
Þekkt er málið, þar er vinna,
þegin leið á hærri skör.
Efnishyggju aðalvörnin
útivinnan heimtar sitt.
Skilar engu að skeina börnin,
skuldastaðan aldrei kvitt.
Því er hafnað gildum góðum,
geisað fram við auraspil.
Ekki hægt að huga að jóðum,
heimavakt ei lengur til.
Lítil hjörtu særð og svikin
sækja ei neina von í hlað.
Réttmæt heill frá hugum vikin
hefnir sín og meira en það.
Kalt við fætur heims er hjarnið,
horfið lífsins náðarsvið.
Hrekst um leiðir lyklabarnið,
lítur hvergi móðurfrið !
Rúnar Kristjánsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:30 | Slóð | Facebook
13.10.2020 | 11:00
Tákn tímanna segja sitt !
Tímarnir sem við lifum á eru sýnilega mjög örlagaríkir. Hraðinn á öllu er orðinn slíkur að greinilegt er að einhver er orðinn í meira lagi tímanaumur og hver skyldi það nú vera ? Það eru þó alls staðar viðvaranir í gangi, en þeim er lítt sinnt og flestir virðast ætla að arka blindandi í feigðarósinn !
Það er líklega að verða búið úr stundaglasinu því framtíð mannkynsins er myrkvuð voðaskýjum. Alls staðar blasa við andlegum sjónum tákn upp á Mene Tekel Upharsin. Hvorki virðist þó iðrun eða afturhvarf í nánd, heldur aðeins meiri og meiri forherðing gegn boðum Skaparans !
Nínive var spillt borg til forna. Hún var ein helsta borg Assýringa, en þeir voru grimmir menn og herskáir. Sagnir um pyntingar þeirra og einstaklega illa meðferð á herteknum mönnum, gerðu þá mjög hataða meðal annarra þjóða og allir óttuðust þá og óskuðu þeim ills !
Þjóðin var hrokafull og yfirgangssöm í meira lagi. En að því kom, að vonska Assýringa og þar með íbúa Nínive, steig upp fyrir auglit Guðs. Þar af gerðist sagan um Jónas spámann. Guð vildi senda hann til að boða íbúum Nínive sinn örlagadóm og gefa þeim færi á að iðrast !
En Jónasi leist ekki á að fara til þessarar vondu borgar og prédika þar iðrun og afturhvarf eins og Drottinn bauð honum. Hann reyndi því að flýja það köllunarhlutverk sitt. En það gat hann ekki og varð að lokum að hlýða Guði eins og reyndar hver maður á að gera !
Hann fór því til Nínive og flutti þar boðskapinn - ,, Að 40 dögum liðnum skal Nínive verða í eyði lögð ! Það var ekki lítið sem átti að gerast með þessa miklu borg, sem var ein af stórborgum þess tíma !
Jónas fór um borgina og flutti orð sín um yfirvofandi eyðingu hennar, en þá brá svo við að íbúarnir trúðu orðum hans. Þeir vissu upp á sig skömmina og fundu í hjörtum sínum að hin hörðu dómsorð voru verðskulduð. Þeir höfðu verið vondir og áttu ekkert gott skilið !
Þeir iðruðust því gjörða sinna og hrópuðu til Guðs um miskunn. Og þegar Guð sá að iðrun þeirra var heil og sönn, og að þeir létu jafnframt af illri breytni sinni, vægði hann þeim og borginni !
En Jónas tók því ekki vel. Honum hefur líklega fundist hann gerður ómerkur orða sinna. Hann fór í fýlu og lagðist fyrir austan við borgina og beið þess sem verða vildi !
En þá kenndi Guð honum dýrmæta lexíu, að einn runni sem látinn var spretta upp honum til skjóls og síðan stunginn niður, væri sannarlega ekki jafnvirði borgar upp á 120 þúsundir manna. Vil ég benda mönnum á að lesa þessa frásögn sem segir sitt um hjarta manns og hjarta Guðs !
Og nú skulum við athuga aðra borg í ljósi þessarar sögu. Ef einhver væri sendur með hliðstæðan boðskap til Reykjavíkur og Jónas til Nínive, myndi enginn taka mark á honum. Hann yrði hafður að háði og spotti. Þar þykjast menn nefnilega sjálfum sér nógir um alla hluti og þar lifa allir á öllum !
En Reykjavík gæti samt alveg orðið fyrir því að eyðast og það jafnvel á einum degi. Það gæti til dæmis orðið jarðskjálfti þar sem myndi hrista öll hrokalæti úr fólki í einni svipan og látið það finna neyð sína að fullu !
Það gæti orðið tífalt Vestmanneyjagos í miðjum bænum eða allt um kring ! Hver veit hvað verður og hvar er öryggi að finna á meintum örlagatímum ?
,,Af hverju hafa þá ekki slíkar hamfarir átt sér stað í höfuðborginni ?gætu sumir spurt í vantrúar rómi, en kannski hefur verið vernd þar til staðar sem ekki er þar lengur ? Slík vernd skapast fyrir raunverulegt andlegt gildi, en hvar er slíkt að finna nú í glanshöllum hégóma, hroka og yfirskins ?
Það skapast hvergi samfélagslegt öryggi við framkomu sem mótast af yfirgangi, græðgi og tillitsleysi við náungann. Það er engin vernd til staðar fyrir samfélag sem lyftir í öllu undir slíkar hneigðir !
Við höfum sjálf í sérgæsku seinni tíðar unnið gegn þeirri vernd sem við fengum í arf frá fyrri kynslóðum. Reykjavík er andlega séð orðin að nokkurskonar Nínive norðursins og yfir borginni er ekki lengur sú blessun sem líklega var í eina tíð. Það veit ekki á gott !
Öllum er þörf á æðri vernd og ekki síst á miklum örlagatímum. Þegar bænavernd fyrri kynslóða fyrir landi og þjóð er einskisvirt og burtu tekin, hvað verndar þá ?
4.10.2020 | 15:21
Sýnum ekki agaleysi !
Menn spyrja gjarnan: ,,Hvernig á að sigrast á Covid 19 ? Og sumir segja að verið sé að vinna að því að finna upp bóluefnið og það hljóti að bera árangur. En er það nú víst ?
Ég tel að eitt mikilvægasta atriðið gegn þessum aðsteðjandi vágesti sé að viðhalda aga. Að fylgja skynsömum reglum og halda út. Það virðist sem margt fólk verði pirrað þegar vandinn dregst á langinn og fari þá að sýna kæruleysi og ábyrgðarskort. Það kann ekki góðri lukku að stýra !
Oft hafa aðkomumenn haft orð á því að Íslendingar séu agalausir og hér sé öllu frekar laustengt samfélag einstaklinga en fastmótað þjóðfélag. Líklega er eitthvað til í þeirri gagnrýni. Við sjáum oft dæmi þess að lögum er ekki sinnt, og stundum virðist íslenskt fólk vera svo upptekið af því - sem það kallar að hjálpa útlendu fólki, að það óvirðir sín eigin lög. Það er heldur ekki af því góða eins og flestir hljóta að skilja. Hversvegna ættu aðrir að virða lög okkar ef við gerum það ekki sjálf ?
Seint verður það líklega sagt um okkar samfélag, að þegar bjóði þjóðarsómi þá sé sálin ein. Oftar virðist það svo að hver höndin sé upp á móti annarri og sundurlyndisfjandinn í fullum gír til staðar. Dæmin eru mörg til um þetta og ættum við fyrir löngu að hafa lært þar okkar lexíu !
En agaleysið kemur víða fram og hefur alltaf slæmar afleiðingar. Í viðureign við drepsóttir og veirur er því ekki gott að hafa óeiningu sem veganesti. Þar eru það orð að sönnu að við erum öll almannavarnir !
Og í víðasta skilningi er það jafnan svo, að því löghlýðnari, reglusamari og réttsýnni sem einstaklingarnir eru, því sterkari er samfélagsheildin. Þessvegna er ekkert erfitt að skilja brotalamirnar sem sýna sig svo oft í kerfinu hjá okkur. Þar er allra handa hyglingapólitík stöðugt í gangi !
Við Íslendingar getum oft verið býsna hrokafullir og fram koma stundum staðhæfingar í fjölmiðlum sem gætu bent til þess að við værum margmilljónaþjóð. Þar er iðulega stórmennskan ein á lofti og kröfum hreint ekki stillt í eðlilegt hóf. En við erum ekki stórþjóð og verðum það seint og mér liggur við að segja sem betur fer !
Við erum bara smáþjóð úti á reginhafi sem á allt sitt undir friði og góðu samkomulagi milli þjóða, ekki síst í okkar heimshluta. Það ber að hafa í minni. Okkur er því hentast að rækta öll samskipti við aðrar þjóðir á grundvelli laga og réttar, heiðarleika og réttsýni !
Hvort sem við drepsóttir, veirur eða valdabrölt stórþjóða er að eiga, er okkur hagur best tryggður með því að fara að þeim reglum sem settar hafa verið okkar þjóð og öðrum þjóðum til velfarnaðar. Stjórn þarf að vera á hlutunum og sigrast þarf á aðkomandi plágum með aga og æðruleysi. Kæruleysi og skortur á ábyrgð getur aldrei orðið annað en ávísun á meiri og hættulegri vanda og við þurfum öll að skilja og meðtaka þá staðreynd !
Samstaða um aga og ábyrgð er ótvírætt leiðin til að sigrast á þessari heimsfjandaveiru og reynum því í öllu með stöðugu hugarfari að ganga þannig fram - að það sjáist og sannist að við skiljum að við erum öll almannavarnir !
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 21
- Sl. sólarhring: 70
- Sl. viku: 590
- Frá upphafi: 365488
Annað
- Innlit í dag: 18
- Innlit sl. viku: 503
- Gestir í dag: 18
- IP-tölur í dag: 18
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)