Bloggfærslur mánaðarins, október 2021
19.10.2021 | 11:21
Um lýðræðisþroska !
Við Íslendingar erum oft mjög seinir til að vinna úr hugmyndafræðilegum spursmálum og látum flest í þeim efnum löngum dragast langt úr hófi. Það sannast til dæmis í afstöðunni til endurskoðunar og breytinga á stjórnarskránni. Þar virðist enginn leggja í að ganga afgerandi til verka !
Pólitískur þroski er hinsvegar nauðsynlegur þáttur sem þarf hugsunarlega að vera til staðar í hverju lýðræðissamfélagi, ef vel á að fara. Sá þroski situr oft eftir og einkum þegar æsingur hleypur í málin og skemmir heilbrigða framvindu. Fólk þarf að geta fengið einhvern tíma til að hugleiða málin óáreitt og komast að niðurstöðu með sjálfbærum hætti !
Slíkt fyrirkomulag eflir pólitískan þroska hvers og eins og gerir fólk heilsteyptara og skilningsbetra á þá þjóðlegu ábyrgð sem ætlast er til að kjósendur beri. Þá er stefnt að því sem stefna ber !
Ég hef lengi talið það mikla nauðsyn, að kosningabaráttu séu settar vissar skorður af tillitssemi við kjósendur. Að henni ljúki á einhverjum tilteknum tíma, til dæmis sólarhring fyrir kjördag, og fólk fái svigrúm til að vega og meta í friði fyrir áreiti hvað það hyggst gera við sitt atkvæði. Með slíku fyrirkomulagi væri jafnt kjósendum sem lýðræðinu sýnd sú virðing sem vera ætti til staðar við kosningar !
En sumir virðast nú þannig gerðir að þeir vilja andskotast með áróður fram á síðustu stund og hundelta fólk nánast inn í kjörklefana. Það eru ekki mannasiðir. Og það sem meira er, við drögum lýðræðið niður í svaðið með slíku háttalagi. Það ætti hver maður með heilbrigða hugsun að geta séð !
Margt bendir til þess í seinni tíð að íslenski lýðræðisþroskinn muni fara sömu leið og íslenski geirfuglinn. Menn virðast bera æ minni virðingu fyrir lýðræðinu og réttinum til að fá að kjósa. Það er hættuleg framvinda !
Það er löngum sagt, að enginn viti hvað hann hefur átt fyrr en hann hefur misst það. En það á ekki allt að þurfa að deyja sem ekki getur flogið á eigin vængjum. Allir hafa eitthvað fram að færa í heilbrigðu samfélagi !
Við vitum hinsvegar að hjá sumum eru óheiðarlegar aðferðir engin hindrun ef ná skal árangri. ,,Tilgangurinn helgar meðalið segja sumir. Heiðarleikinn virðist vera á förum úr samfélaginu og kannski einkum vegna þess að æ fleiri komast á þá skoðun að það borgi sig ekki að vera heiðarlegur. Slík afstaða er voði fyrir hvert samfélag !
En hver vill búa í þjóðfélagi þar sem það borgar sig að vera óheiðarlegur ?
Hver vill vera þar sem allir stela og svíkja ? Hver vill leita að öryggi sínu þar ? Ef við verndum ekki samfélag okkar og kosti þess, hver gerir það þá ?
Þurfum við ekki öll að sýna lýðræðisþroska og hafa heilbrigðan metnað fyrir því að bæta samfélag okkar, heildinni til gagns og þrifa ?
14.10.2021 | 22:00
Að svíkja skyldur sínar !
Þegar menn gerast aðilar að félagssamtökum, fylgja því skyldur. Menn taka að sér að verða fulltrúar ákveðinna hreyfinga sem hafa gert ákveðnar hugsjónir að markmiði sínu. Það gildir að sjálfsögðu líka um stjórnmálaflokka. Ef menn telja sig ekki lengur í stakk búna til að þjóna með þeim hætti sem þeir hafa boðist til að gera, er aðeins ein ærleg leið frá því að segja af sér og eftirláta varamanni sínum sætið !
En allir stjórnmálaflokkar virðast fara leið spillingarinnar í þessu efni. Þeir taka fegnir við hverjum þeim manni sem hefur svikið það sem hann áður tók að sér að verja og gera hann að jafningja sínum !
Með því sýna þeir hvar á vegi þeir eru staddir gagnvart ærlegum gildum og stuðla að auknum áföllum innan samfélags sem þarf á öllu öðru frekar að halda en eflingu spillingar !
Hvað gerist þegar menn hegða sér með þeim hætti sem einn kjörinn þingmaður Miðflokksins hefur nú gert, og margir á undan honum ? Samfélagið spillist, heiðarleg viðmið raskast og menn bregðast fólki í stórum stíl. Og það segir sitt um stöðu mála, að sumum finnst þetta bara allt í lagi. Hverskonar hugsun ræður hjá slíku fólki ?
Þú býður þig fram fyrir hugsjónir og ákveðin málefni og strax eftir að þú hefur náð kjöri, gengur þú í annan stjórnmálaflokk jafnvel flokk með andstæða stefnu og þykist ætla að vinna að sömu hugsjónum og áður, af sömu heilindum og fyrr !
Hver trúir manni sem stendur svona að málum ? Er ekki allt traust á honum fokið út í veður og vind ? Og ef svo er ekki, í hverskonar þjóðfélagi lifum við þá eiginlega ? Þjóðfélagi þar sem menn eru verðlaunaðir fyrir svik við yfirlýstar hugsjónir sínar, svik við kjósendur sína og augljóst manndómshrap ? Eigum við að bera virðingu fyrir því sem rangt er ?
Í hverskonar samfélagi skapast slík sjálfhverfa í mönnum, að þeir snúa öllu sem rétt er á hvolf til að þóknast sjálfum sér, að þeir láta ranghugmyndir sínar taka gjörsamlega yfir ? Og svo er breidd yfir verknaðinn sú afsökun að viðkomandi hafi bara verið að fylgja sannfæringu sinni. Öllu má nú nafn gefa. Slíkur verknaður felur ekki í sér neitt sannfæringarmið. Það er ekkert nema egóið eitt sem ræður og stjórnar slíkri framkomu !
Ef alþingi og stjórnmálaflokkar landsins ganga fyrir svona verslunarhyggju og misnotkun á lýðræðislegu vali eins og hér er reynt að lýsa, er ég ekki hissa á því hvað margt hefur gengið á afturfótunum í íslensku samfélagi á síðari tímum. Spillingunni virðist alls staðar vera hampað nú til dags !
2.10.2021 | 17:42
Hvað eru hryðjuverk ?
Yfirvöld víðsvegar um heim hafa tekið sér það vald að skilgreina þetta og hitt sem hryðjuverk og fara þá líklega oftast eftir því sem pólitísk nauðsyn þeirra krefst. Skilgreining þeirra þarf því alls ekki að vera rétt, en hvað eru þá hryðjuverk ?
Eru það blóðsúthellingar geðveikra ofbeldismanna sem vilja bara drepa og eyðileggja ? Eru það glæpir trúarofstækismanna sem vita ekki hvað þeir gera ? Eru það ofbeldisverk sem unnin eru með illu til að vekja athygli á einhverju góðu ? Hvað eru hryðjuverk ?
Hvað margir hryðjuverkamenn hafa náð völdum og allt umtal um hryðjuverk þeirra síðan verið þaggað niður með einum eða öðrum hætti ? Hvað margir hryðjuverkamenn skyldu sitja að völdum í veröldinni í dag ?
Er einhver algild skýring til á því hvað hryðjuverk eru ? Er kannski bara sú skýring til að sá sem bíður ósigur teljist hryðjuverkamaður en sigurvegarinn sem beitti sömu aðferðum ekki ?
Hvað segir sannleikurinn um hryðjuverk og hvað segir pólitíkin, þetta tvennt sem aldrei fer saman ?
Við lifum ekki á miklum sannleikstímum því innihald tíðarandans virðist öllu fremur, að stórum hluta, vera og þurfa að vera lygi. Og fólk virðist dragast miklum mun meira að lyginni en sannleikanum. Enda er hún oftastnær í flottum umbúðum, hjúpuð glanspappír í öllum litum !
Sannleikurinn er yfirleitt ekki borinn á borð með þeim hætti. Það þykir oftast ekki sérlega viðunandi að flagga honum. Hann lýsir sjaldnast boðlegri framvindu. Það má því segja að það séu unnin hryðjuverk á sannleikanum allar stundir og ekki síst í kringum kosningar !
Sannleikurinn þykir þannig leiðinda fyrirbæri og því er hann yfirleitt þaggaður niður hvar sem hægt er að koma því við. Hin almenna tilhneiging til þess að forðast sannleikann er því á meðal hryðjuverka nútímans og lýsir daglegu framferði valdamanna, bæði hérlendis og erlendis. Og það leynir sér ekki, að hver sem hefur eitthvað að fela, grípur fljótt til lyginnar og verst með henni !
En hvað segir hin rétta siðfræði ? ,,Sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa. Þessi orð Krists voru sett í hornstein Alþingishússins á sínum tíma. Svo þau eru einkunnarorð hins íslenska lýðræðisvalds, en hvað fer fram í húsinu ? Er þar verið að þjóna sannleikanum eða eru þar stöðugar hjáveituaðgerðir í gangi !
Hvað mundi verða sett í hornstein Alþinghússins ef verið væri að byggja það í dag ? Áreiðanlega ekki yfirlýsing um það frelsi sem sannleikurinn gefur. Líklega öllu heldur ,, Við áskiljum okkur frelsi til alls !
Enn má spyrja, hvað eru hryðjuverk ? Hvort eru fleiri hryðjuverk unnin með munni eða höndum ?
Eru það ekki allt saman hryðjuverk af einhverri stærðargráðu, allt það sem spillir samfélaginu, og gerir því nánast ókleyft að sinna ærlegu hlutverki sínu með reisn og dáð ?
Ég spyr ?
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 18
- Sl. sólarhring: 67
- Sl. viku: 587
- Frá upphafi: 365485
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 500
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)